Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 15
val rithöfundur fengist til að skrifa
um hjónaband þeirra Jóhannesar
Kjarvals. Næst þegar ég kom til
Kaupmannahafnar hafði Sveinn
undirbúið fund okkar Tove og hún
vissi erindi mitt. Ég bankaði upp á
hjá henni og til dyra kom björt
hefðarkona sem bauð upp á kaffi
og kökur. Þarna sátum við í
nokkrar klukkustundir og hún tal-
aði afar hlýlega og með mikilli
virðingu um Jóhannes og samband
þeirra. Eftir því sem á viðtalið leið
varð mér æ ljósara að hún myndi
ekki vilja skrifa neitt um þetta
samband. Hún sagði: „Hugur hans
var allur í listinni. Við urðum að
skilja.“ Þegar ég kvaddi hana með
virktum áttaði ég mig á því að ég
hafði aldrei borið upp erindið.“
Óður rithöfundur
Hverjir eru þér minnisstæðastir af
þeim sem þú hefur unnið með?
„Á þessum 70 árum sem ég hef
verið á vinnumarkaði hefur mér
alltaf þótt gaman í vinnunni og hef
hlakkað til hvers dags. Kynni mín
af bókum, bókmenntaheimi og höf-
undum hafa verið afar gefandi. Á
þeim áratugum sem ég hef verið í
bókaútgáfu hef ég haft marga sam-
starfsmenn en tveir standa upp úr,
vinir mínir í meira en hálfa öld.
Annars vegar Þorsteinn skáld frá
Hamri, öðlingur og stórskáld sem
hefur síðustu fimmtíu árin lesið
prófarkir af svo að segja öllum
þeim bókum sem ég hef gefið út.
Hins vegar Sigurbjörn Einarsson
biskup. Vinátta okkar stóð í 55 ár
og ég gaf út eftir hann tíu bækur.“
Hefurðu sem útgefandi aldrei
lent í vandræðum í samskiptum við
rithöfunda?
„Það var ekki alltaf létt að hafna
handriti rithöfunda. Það er sérstök
kúnst að gera það og bókaútgef-
endur vita að þar ber að fara var-
lega og tala kurteislega. Það tel ég
mig alla tíð hafa gert. Samt varð
ég einu sinni hræddur því rithöf-
undurinn varð óður þegar ég hafn-
aði handriti hans og krafði mig
svara og útskýringa. Öldurnar
lægði að lokum og við skildum
sæmilega sáttir.“
Þú ert búinn að vera lengi að.
Ertu að hugsa um að hætta?
„Við erum fjölskyldufyrirtæki og
það hefur fallið í minn hlut að
stjórna bókaútgáfunni í þessi 60
ár. Ég er orðinn 87 ára. Er ég að
hætta? Sennilega. Eigandinn og
forstjórinn hafa átt langt eintal en
ekki komist að niðurstöðu.“
Þú ert bókaútgefandi en lestu
mikið?
„Nú hef ég orðið rýmri tíma en
áður til að lesa. Ég les mikið af
ljóðum og segi: Eru það ekki for-
réttindi að Íslendingar skuli eiga
skáld eins og Hannes Pétursson,
Þorstein frá Hamri, Gerði Kristn-
ýju og Gyrði Elíasson? Núna er ég
lagstur í þrjá erlenda höfunda:
Walt Whitman, höfuðskáld Banda-
ríkjanna, og tvo spænskuskrifandi,
ljúflinginn Garcia Lorca og Pablo
Neruda sem er snúnari en mikið
skáld. Ég uni mér vel meðal skáld-
jöfra.“
Morgunblaðið/Golli
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna
bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra
kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni.
AÐILD AÐ FÍB
Viðskiptavinir sem fjármagna bílakaup sín hjá Arion banka
fá ársaðild að Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Aðildin
felur m.a. í sér neyðarþjónustu allan sólarhringinn, öflugt
afsláttarkerfi og lögfræði- og tækniráðgjöf um allt sem
lýtur að bílnum.
Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með
einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru.
Arion bílafjármögnun auðveldar þér að eignast og
reka bílinn þinn á hagkvæman hátt.
HAGKVÆM
BÍLAFJÁRMÖGNUN
4% MINNI
eldsneytiskostnaður með réttum
loftþrýstingi í dekkjunum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
2
-1
9
8
8