Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
Matur og drykkir
* „Ég vil að þeir líti út fyrir að veraeinfaldir, en þeir eru ekkert endi-lega einfaldir en þurfa virkilega að líta
út fyrir það. Ég vil að maturinn sé
rosalega ferskur og lifandi. Það er mat-
urinn sem ég væri til í að borða á
hverjum degi.“
G
leðin skein af andliti Bjarna Siguróla Jakobssonar matreiðslumanns, þegar
blaðamaður hitti hann á Slippbarnum á dögunum og hann er sjálfsöryggið
uppmálað. Bjarni vann nýlega titilinn „matreiðslumaður ársins“ 2012 eftir
keppni við 13 aðra matreiðslumenn og Sunnudagsblaðið vildi fræðast meira
um þennan unga og metnaðarfulla Íslending. Bjarni fæddist í Danmörku árið 1988 og
ólst upp á Húsavík til 18 ára aldurs. „Ég fór á samning á VOX á Hilton Hóteli og lærði
mína fræði þar frá 2006 til 2009 og vann þar svo í eitt ár í viðbót út árið 2010.“ Það ár
tók hann þátt í matreiðslukeppninni Bocuse d’or sem aðstoðarmaður, en hún er ein sú
stærsta í heiminum. „Ég held að ég sé búinn að keppa í flestum einstaklingskeppnum
sem í boði eru í heiminum,“ sagði Bjarni. Hann á jafnvel von á að taka sjálfur næsta
sumar þátt í Bocuse d’or. „Það er rosa stór ákvörðun að fá að taka þátt í þeirri keppni
og leggja það á sig. Þetta er ekki eitthvað sem maður ákveður með tveggja mánaða fyr-
irvara.“
Eftir veruna á VOX hélt Bjarni utan til Danmerkur þar sem hann vann meðal annars
með einum besta matreiðslumanni heims á veitingastaðnum Geranium. Hann vann einnig
á Henne Kirkeby Kro, sem var valinn besti veitingastaður Norðurlanda 2011. „Þetta var
eitt og hálft ár í það heila og var tími sem ég nýtti til að kynna mér aðra veitingastaði.
Vinna með mismunandi fólki og læra alveg helling á stuttum tíma,“ segir Bjarni og að
dvöl sín í Danmörku hafa hjálpað sér mikið og átt stóran þátt í því að hann hampi nú
þessum titli. „Það vantaði ekki metnaðinn í mig áður en ég fór út. Ég vissi vel af því að
ég væri efnilegur en ég fór út virkilega til þess að „mastera“ sjálfan mig og vinna með
allra bestu matreiðslumönnum Danmerkur. Ég vissi svolítið mikið hvað mig langaði til
að læra og sjá. Þess vegna var ég mikið að ferðast á milli staða og kynnast þessu.“
Bjarni útbjó þrjá rétti sem hann gefur lesendum uppskriftir að (fyrir fjóra). Réttirnir
eru jafnframt allir á matseðli Slippbarsins. Uppskriftin að salatinu sem hann útbjó með-
an ljósmyndari fylgdist með honum að störfum fæst þó ekki uppgefin.
Það var athyglisvert að fylgjast með Bjarna setja eftirréttinn saman. „Ég vil að þeir
líti út fyrir að vera einfaldir, en þeir eru ekkert endilega einfaldir en þurfa virkilega að
líta út fyrir það. Ég vil að maturinn sé rosalega ferskur og lifandi. Það er maturinn sem
ég væri til í að borða á hverjum degi,“ segir Bjarni.
Hann keppti í byrjun september í keppninni Norden Challange sem snýst um ný-
norræna matreiðslu. „Skemmtilegasta keppni sem hægt er að taka þátt í og gríðarlegur
heiður að fá að kynna Ísland í þeirri keppni. Ég lenti í öðru sæti. Það var næstum því
jafn mikill sigur og hérna á Íslandi þar sem ég var að keppa í miklu erfiðari keppni.
Fyrir mig varð ég að vinna þessa keppni á Íslandi í framhaldinu,“ segir Bjarni að lokum.
BJARNI SIGURÓLI JAKOBSSON ÆTLAÐI Í TÓNLIST EN ENDAÐI
Í MATREIÐSLU OG ER ORÐINN EINN BESTI MATREIÐSLUMAÐUR
LANDSINS EINUNGIS 24 ÁRA AÐ ALDRI.
Texti: Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is
Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is
Lærði af þeim
allra bestu
MATREIÐSLUMAÐUR ÁRSINS 2012 Djúpsteiktur sm
og chili ai
200 g smokkfiskur
250 g tempura-hveiti
200 g kolsýrt vatn
100 g majónes
1geiri hvítlaukur
1/2 stk. chili
1/4 tsk. chiliduft
2 skvettur tabasco-sósa
1stk. lime
salt
Djúpsteikingarpottur með ol
1. Djúpsteikingarolían er hitu
2. Smokkfiskurinn er brjóskh
inn til í 5 mm þykka hringi og
3. Næst er 50 g af tempura-hv
smokkfiskinn þannig að hann
4. Restinni af tempura er blan
og hrært kekkjalaust saman o
salti.
800 g nautaribeye
16 stk. kartöflusmælki
4 stórir vorlaukar
8 perlulaukar
100 g majónes
25 g steinselja
10 g fáfnisgras (estragon)
10 g eplaedik
200 g grísk jógúrt
15 g svört piparkorn
1 msk. dijon-sinnep
rifsber
sítrónutimjan
vínberjasteinaolía og salt
1. Ristið piparkornin á meðalh
1 mín. og myljið vel í kryddkvö
við gríska jógúrtið ásamt sinne
með salti.
2. Blandið majónesi, eplaediki,
isgrasi saman í skál og maukið
sprota.
3. Skolið kartöflurnar því næst
íu og salti, bakið við 200°C í 15
helminga.
Grillað na
grilluðu