Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 38
*Föt og fylgihlutir Elínrós Líndal hjá ELLA er með öðruvísi sýn á viðskiptalífið og tískuheiminn »40 F atahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson frum- sýndi nýverið fyrstu herralínuna frá glænýju fatamerki, JÖR by Guðmundur Jörundsson. Guðmundur er jafnframt þekktur sem yf- irhönnuður hjá fatamerkinu Kormáki & Skildi. Nýja merkið er í eigu Guðmundar og Gunnars Arnar Pet- ersen. Upphaflega höfðu þeir ætlað að vinna saman að því að koma Kormáks & Skjaldar-merkinu víðar og ætlaði Gunnar Örn að vinna að viðskiptahliðinni en Guðmundur að hönnuninni sem fyrr. „Við vorum búnir að vera að ræða við Kormák og Skjöld í nokkurn tíma en þegar kom að því að gera samninga kom í ljós að við höfðum ekki alveg sömu hugmyndir um hver stefn- an ætti að vera. Þeir voru ekki alveg tilbúnir í þá stækkun sem við höfðum í huga. Lausnin var sú að stofna nýtt merki sem gæti fylgt þeirri stefnu sem við vildum fara,“ segir Guðmundur og bætir við að allir séu mjög sáttir við þessa lausn. Kormákur & Skjöldur munu þá halda sig á hefðbundnari veiðilendum á með- an JÖR verður vettvangur til tilrauna og til þess að fara víðara. „Stefnan er að breikka JÖR meira,“ segir hönnuðurinn. Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessa nýju línu? „Hann kemur úr mörgum áttum. Ég var til dæmis að skoða hefðbundinn klæðnað gyðinga og presta og fékk innblástur þaðan. Svo var ég mikið að skoða kristalla og rósir, klisjur og hefðir,“ segir hann en til dæmis eru jakkafötin hér til vinstri með krist- allamynstri. „Hug- myndin var sú að skoða allt það falleg- asta sem til er í heim- inum,“ segir Guðmundur en heiti vor- og sumarlínu JÖR 2013 ber nafnið JEWLIA og vísar bæði til gyðinga og gimsteina. Línan er nokkuð fjöl- breytt, bæði er þarna að finna aðsniðin þrískipt jakkaföt, jakka, vesti og buxur og líka afslappaðari tví- hneppt jakkaföt. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir tví- hneppt,“ segir hann. Ennfremur eru mörg jakkaföt í línunni úr hör, sem eru léttari á sumrin og henta líka á Íslandi. „Ég er til dæmis í hörfötum núna en er bara í föðurlandi undir.“ Fötin verða seld í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar við Laugaveg og eru væntanleg í mars/apríl. Stefnan er að koma JÖR sem víðast og eru Guð- mundur og Gunnar að vinna sem stendur að því að fara út að kynna haustlínu JÖR 2013 í janúar, vonandi í Kaupmannahöfn. „Þetta gerðist allt rosalega hratt, við erum að vinna í þessu á fullu núna.“ Stafurinn er ómissandi fylgihlutur. Þrískipt og hefðbundin jakkaföt. Suðrænt og seiðandi í laxableiku. NÝTT ÍSLENSKT HERRAFATAMERKI Gimsteinar og gyðingar FATAHÖNNUÐURINN GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON FRUMSÝNDI NÝVERIÐ FYRSTU HERRALÍNUNA FRÁ GLÆNÝJU FATAMERKI SÍNU SEM NEFNIST JÖR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hönnuðurinn sjálfur, Guðmundur Jörundsson. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Í anda hefðbundins gyðingaklæðnaðar. Með kristalla- mynstri. Lj ós m yn di r/ In gv ar H ög ni R ag na rs so n Þessi eru góð í sólinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.