Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 39
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind og Optical Studio Hafnargötu, Keflavík Þegar Michelle Obama og bóndinn fluttu í Hvíta húsið ákvað húnstrax að fara sína eigin leið í klæðaburði. Hún hefði auðveld-lega getað farið örugga leið og klæðst virðulegum „óspennandi“ fötum en hún ákvað að vera hún sjálf. Hún hefði líka getað farið „skinku-leiðina“ og dottið í óviðeigandi gellugír og hún hefði líka getað tekið litagleðina út í öfgar og orðið eins og löngu týnda systir Línu Langsokks. Einhvern veginn náði hún þó að laða fram það besta, vera smart og klæðast litum án þess að það yrði vandræðalegt. Hún ákvað að klæðast ekki bara fatnaði eftir hátískuhönnuði heldur blanda saman ódýrari merkjum við þau fínni og fá þannig lipra og fágaða heildarmynd. Sem gamall stílisti sá ég strax að hún þekkir lík- ama sinn vel og veit hvað fer honum best. Það er ekki hægt að segja að frú Obama sé þvengmjó. Hún er bara venjuleg kona með venjuleg þykk læri og mjúkan rass (sem er alls ekki neikvætt heldur sexí). Vandamálið með þykk læri og mjúkan rass er að það er erfitt að fela það nema að klæðast kjólum allan ársins hring. Nú rekur örugglega einhver upp stór augu því það hefur örugglega enginn tekið eftir þykku lærunum og mjúka rassinum. Það er vegna þess að frú Obama klæðir þetta alltaf af sér með rétt sniðnum fötum. Hún gerir líka annað, notar smjörklípuaðferðina, og beinir athyglinni að vel þjálfuðum og tónuðum handleggjum og mjóu mitti. „First“ er undantekningarlaust í ermalausum kjólum sem eru þröngir um mitt- ið. Til að ýkja mittislínuna notar hún gjarnan þunnt og lekkert belti. Beltið dregur athyglina að mittinu og lengir fótleggina. Í byrjun árs 2011 fékk „first“ nýjan stílista, Meredith Koop, og bjuggust margir við algerri breytingu en svo varð ekki. Fatastíllinn slípaðist enn meira til og í dag slást hönnuðir um að klæða forsetafrúna. Frú Obama er svolítið eins og íslenskar konur í laginu eða perulaga. Hvernig væri að hvíla víðu kjólana og leggings-buxurnar og fara að klæð- ast vel sniðnum kjólum í anda „first“ og setja belti í mittið? Er lífið ekki til þess að fá sem mest út úr því, alla daga ársins allan ársins hring? martamaria@mbl.is Frú Obama 2008, áður en ofur- stílistinn kom til sögunnar. Smjörklípuaðferð Michelle Obama Í skærbleikri dragt sem fer henni vel. Óvenjubreitt belti miðað við stílinn. Einkennisbún- ingur Obama, berir handleggir og belti í mittið. Í kjól frá Michael Kors á kosninga- kvöldi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.