Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 41
Elínrós Líndal tók þátt í fjör-legum nýsköpunarviðburði,Iceland Innovation UnConfe- rence, sem fram fór um síðustu helgi. Landsbankinn stóð fyrir viðburðinum í samstarfi við Háskóla Íslands og MassTLC. Leiðbeinendur á ráðstefnunni veittu sprotafyrirtækjum meðal ann- ars einkaviðtöl og deildu af sinni reynslu en Elínrós hefur farsællega rekið hönnunarfyrirtækið ELLU. „Ráðstefnan var mjög áhugaverð og vel að henni staðið. Á ráðstefnum sem þessum eru kannski ekki svo mörg fyrirtæki eins og ELLA, því við tilheyrum svokallaðri „Lean Startup“ hreyfingu sem er ný af nálinni. Í Lean Startup snýst allt um að þróa vöruna með tilliti til samfélagsins; að hlusta á þarfir þess og læra af því. Ekki er lagt upp úr að byrj- unarkostnaður sé mikill heldur vex fyrirtækið lífrænt. Við spyrjum; Hvað getum við gert fyrir samfélagið í stað þess að spyrja hvað samfélagið getur gert fyrir okkur,“ segir Elínrós. Elínrós bætir við að fyrir hana sem frumkvöðul sé þetta það eina sem virki. Tilgangslaust sé að eyða tím- anum í eitthvað sem enginn skilur né vill kaupa. Hún vilji búa til verðmæti fyrir samfélagið. „Hvar annars staðar á að vinna hugmynd en í samfélagi sem elur þig, skilur og jafnvel treyst- ir. Ég reyni að vera opin og hlusta. Ég tek sem dæmi að ef við- skiptavinur kemur inn í búðina og segist vera að leita að ákveðnum túr- kísbláum lit þá bið ég hann jafnvel að koma með litaprufu. Ég hengi hana upp á vegg, get auðvitað ekki lofað neinu, en lít ekki framhjá því að það er kona í samfélaginu sem er búin að vera að leita að þessum lit ógurlega lengi. Við segjum ekki konum hvern- ig þær eigi að vera heldur hlustum á þær og þjónustum.“ Elínrós er líka hluti af hreyfing- unni sem kallast Slowfashion. Sam- félagsleg ábyrgð skiptir þar miklu, í tilfelli Elínrósar er það til dæmis nálgun að fataefni; uppruna þeirra og gæðum. „Það kom skemmtilega á óvart að þetta var ekki erfiður róður því það er farið að skipta fólk máli hvernig framkoma fyrirtækja er í heiminum. Að lokum má segja að það hefur komið mér skemmtilega á óvart að framlög frá ELLA til baráttu gegn ofbeldi gegn konum er að vekja at- hygli erlendis. Ég veit til þess að glærur um fyrirtækið hafa verið notaðar á fundum hjá Styrkt- arsjóði Sameinuðu þjóðanna til að af- nema ofbeldi gegn konum. Þannig að ég get klárlega mælt með því að ný- sköpunarfyritæki sé með skýra sam- félagslega ábyrgð í stefnumótun sinni allt frá byrjun. EKKI MÖRG FYRIRTÆKI EINS OG ELLA Vinnum fyrir samfélagið Elínrós Líndal. Framboð og eftirspurn eftir tísku- fatnaði í anda þriðja áratugarins hefur rokið upp í tískuverslunum í Bretlandi á sama tíma og þriðja sería Downton Abbey, þáttarað- arinnar vinsælu, var sýnd þar á dög- unum. Gerist hún á þriðja áratugn- um sem jafnan er kenndur við „Roaring twenties“. Flapper-kjólar með kögri, töff blússur með blúndukrögum, víð þægileg snið og skraut á borð við perlur og fjaðrir hafa allt rokið upp úr öllu valdi, segir á vef Daily Mail. Þá fara herrarnir ekki varhluta af sömu bylgju en kaupmenn merkja m.a. aukna sölu á vel sniðnum tweed-jökkum í anda sama tíma. Tíska í anda Downton Abbey 11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 DÖMU&HERRA SMÁRALIND/HERRA KRINGLAN FACEBOOK.COM/SELECTEDICELAND Full verslun af FALLEGUM FATNAÐI Eins og öll almennileg og nútímaleg tískublöð heldur eitt það þekktasta, breska Vogue, úti facebooksíðu. Aðdáendur Vogue sem gætu hugsað sér að deila fatastíl sínum með les- endum um allan heim ættu að íhuga að senda ljósmynd af sér til blaðsins því daglega eru myndir valdar út og birtar á facebooksíðu blaðsins. Tölvupósturinn sem senda skal á er voguetiw@condenast.co.uk en myndirnar eiga fyrst og fremst að endurspegla hversdagslegan klæða- burð. Sendu stílinn þinn til Vogue Vogue birtir daglega myndir af smörtustu lesendum sínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.