Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Qupperneq 51
Flókin og löng atburðarás lá að baki inn-rásinni í sendiráðið í nóvember 1979.Stuðningur Bandaríkjanna við Mohamm- ad Reza Pahlavi, sjah af Íran, hafði magnað upp óvild almennings í garð vestræna risa- veldisins. Sjahinn hafði gengið hart fram í að nútímavæða landið og að mati trúarleiðtoga gert lítið úr sjía-menningararfi þjóðarinnar. Margt verkaði saman til að fella Mohammad Reza í ársbyrjun 1979 og hafa stjórn- málaskýrendur m.a. bent á að niðursveifla í olíuverði hafi veiklað getu ríkisins til að við- halda þeirri uppbyggingu og framförum sem hafði verið lofað og haldið höfðu lands- mönnum góðum. Árásin á sendiráðið var skipulögð af hópi námsmanna og segja heimildir að upphaflega hafi ekki annað staðið til en að ná athygli heimsbyggðarinnar með mótmælum á lóð sendiráðsins, eða í hæsta lagi halda gíslunum ekki lengur en í nokkra daga. Þegar á hólm- inn var komið reyndist Ayatollah Khomeini, nú æðsti leiðtogi landsins, styðja aðgerðir námsmannanna og fór því sem fór. Námsmennirnir kröfðust þess m.a. að Bandaríkin bæðust afsökunar á afskiptum sín- um af innanríkismálum Írans og að fryst- ingum á írönskum eignum í BNA yrði aflétt. Af 66 gíslum var þrettán manns, allt konum og svörtum Bandaríkjamönnum, sleppt nokkr- um dögum eftir innrásina í sendiráðið. Fjór- tánda gíslinum var sleppt í júlí 1980 þegar hann veiktist alvarlega. Carter Bandaríkjaforseti hafnaði öllum kröfum og í apríl 1980 sendi hann herinn af stað til að frelsa gíslana. Aðgerð arnarkló misheppnaðist algjörlega. Átta þyrlur voru sendar af stað og gekk mjög illa að komast á leiðarenda. Aðgerðin var blásin af á miðri leið, en á bakaleiðinni skullu saman ein af þyrlunum og Herkúles-flutningavél, með þeim afleiðingum að bæði loftförin eyðilögðust og átta hermenn létu lífið. Þótti þetta mikil niðurlæging fyrir Banda- ríkin og er talið hafa átt stóran þátt í að Ro- nald Reagan sigraði Jimmy Carter í kosn- ingum í nóvember sama ár. Gíslatökunni lauk með Alsír-sáttmálanum. Stjórnvöld í Alsír höfðu milligöngu um sátt milli bandarískra og íranskra stjórnvalda og var sáttmálinn undirritaður skömmu eftir að Regan tók við embætti. Fól samkomulagið í sér, auk frelsunar gíslanna 52, afnám við- skiptahindrana, afnám eignafrystinga og lög- mæta úrlausn ýmissa ágreiningsmála milli þjóðanna. Umfjöllun úr Morgun- blaðinu frá 23.nóvember 1980 þegar gíslarnir höfðu verið í haldi í rúmt ár. 52 af 66 gíslum var haldið í 444 daga. ÓTRÚLEG ATBURÐARÁS ÞEGAR 66 GÍSLAR VORU TEKNIR Í ÍRAN Bandarísku þjóðinni haldið í gíslingu ÁHRIF GÍSLATÖKUNNAR Í SENDIRÁÐINU Í TEHERAN Á BANDARÍSKT SAMFÉLAG VORU MIKIL OG SEGJA MÁ AÐ ALLRI ÞJÓÐINNI HAFI VERIÐ HALDIÐ FANGINNI Ben Affleck og Bryan Cranston í hlutverkum sínum á augnabliki í myndinni þar sem ótrú- leg björgunaraðgerðin fær grænt ljós. Affleck segist ekki hafa getað staðist að taka að sér aðalhlutverkið. Ljósmyndir/Claire Folger Mikillar nákvæmni er gætt í myndinni og leikararnir sláandi líkir fyrirmyndum sínum. 11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Handrit Argo heldur mikilli tryggð við sögulegar stað- reyndir. Ben Affleck segir það vitaskuld þannig að þeir sem upplifðu atburðina hafi oft ólíkar sögur að segja og mis- jafna sýn á atburðarásina, en sagan sem birtist í myndinni er ekki ýkt eða bjöguð svo nokkru nemi. „Á mælikvarða Hollywood erum við að segja frá hlutunum alveg eins og þeir gerðust. Við bættum að- eins við ákveðnum atriðum til að auka ögn á spennuna, en í öllum megindráttum gerðust atburðirnir árið 1980 á þann hátt sem myndin sýnir,“ segir hann. „Ef eitthvað er þá þurftum við að fella burt enn flóknari og ótrúlegri hluti úr atburða- rásinni, eins og t.d. aðkomu kanadískra stjórnvalda að björguninni. Kanadíska rík- isstjórnin aðstoðaði við björg- unina með því að útbúa „fölsk“ kanadísk vegabréf handa hópnum, og þurfti til þess að breyta lögum landsins með mikilli leynd. Það munaði líka minnstu að fréttir sem flettu ofan af björguninni röt- uðu í fjölmiðla á röngum tíma en í ljósi þeirra hagsmuna sem voru í húfi fengust fjölmiðlar með vitneskju um málið til að ritskoða sjálfa sig.“ ARGO Sagan sögð af nákvæmni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.