Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Síða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Síða 53
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Sýningin Þvert yfir Græn- landsjökul 1912-1913 verður opnuð í dag á Veggn- um í Myndasal Þjóðminja- safnsins. Á sýningunni eru myndir sem teknar voru í leiðangri þar sem Grænlandsjökull var þveraður. 2 Tvær sýningar af Gullregni verða í Borgarleikhúsinu um helgina. Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður þreytir með þessu verki frumraun sína á leiksviði en hann er bæði höf- undur og leikstjóri verksins. Mugison semur tónlistina við verkið. 4 BÍÓ:DOX stendur fyrir heimildarmyndahátíð í Bíó Paradís dagana 9.-15. nóv- ember. Þema hátíðarinnar er list en alls verða fimm heimildar- myndir sýndar á hátíðinni sem allar eiga það sameiginlegt að gefa innsýn í líf listamanna 5 Styrktartónleikar fyrir mun- aðarlaus börn í A-Kongó verða haldnir í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á sunnudag kl. 16. Fram koma Garðar Thór Cortes, Páll Rósinkranz, Stefán Helgi Stef- ánsson, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Helgi Már Hannesson, Krystyna Cortes og Ólafur H. Ólafsson. Tónlistarfólkið gefur vinnu sína. 3 Guðni Tómasson listfræðingur tekur þátt í gestaspjalli um listamanninn Erró á sunnudag kl. 15 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Erró fyrir alla er yfirskrift viðburðarins. Guðni fékk að skyggnast inn í líf og list Errós fyrir um ári þegar hann heimsótti vinnu- stofu listamannsins í París. 1 VIÐBURÐIR HELGARINNAR Helga verður fyrst og fremst að fá hrós fyrir þessa velgengni.Hún er svo dugleg og leggur svo mikið á sig fyrir þessa sýn-ingu. Hún hefur nú þegar lært sýninguna á fjórum tungu- málum,“ segir Charlotte Böving meðhöfundur og leikstjóri sýning- arinnar um Helgu Arnalds sem er bæði höfundurinn og flytjandinn. Skrímslið litla systir mín fjallar um ungan dreng og þær sterku til- finningar barna sem fylgja þeim viðburði að eignast lítið systkini. Drengurinn kemst fljótt að því að litla systir er ekk- ert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu þeirra upp til agna. Hann leggur þá í æv- intýralegt ferðalag um skuggalega skóga og dimmar drekaslóðir og lærir á ferðalagi sínu að elska systur sína. Frásögnin er í höndum Helgu Arnalds sem not- ar svartan penna og hvítan pappír til að gæða sýn- inguna lífi. Sýningin var fyrst frumsýnd í Norræna húsinu í byrjun árs og hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins 2012. Þessi óvenjulega sýning hefur farið víða og m.a. verið sýnd á barnaleiklistarhátíðinni Spring Festival í Dan- mörku. Nú er stefnan tekin á Sviðslistamessuna Cinars í Montreal í Kanada sem hefst 12. nóvember. „Sýningin er svo heil og einlæg og svo lyftir rosalega falleg tónlist Eivörar Pálsdóttur henni upp. Hún er full af myndlist þannig að leikhústungumálið er svo allt öðruvísi en það sem ég hef séð áður og hún fjallar um efni sem eiginlega allir þekkja,“ segir Charlotte þegar hún er innt eftir því hvort hún kunni skýringu á þessum góðu viðtökum. Þrátt fyrir að Skrímslið sé á flakki heimshorna á milli gefst Íslend- ingum nú aftur tækifæri að sjá þessa sýningu þar sem hún er sýnd í Norræna húsinu frá 9. nóvember til 2. desember. Helga Arnalds þarf að vera iðin við tungumálaskipti því að það stendur líka til að fara með sýninguna til Færeyja á næstunni. „Mér finnst við búnar að búa til leikhúsperlu sem á sér bjarta framtíð út um allan heim. Það er jafnvel kominn upp sá möguleiki að sýningin fari alla leið til Tasmaníu og nú er líka fullt af hugmyndum á lofti um þessa litla sýningu sem á örugg- lega eftir að fara víðar,“ segir Charlotte. SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN TIL KANADA Öðruvísi leikhústungumál BARNASÝNINGIN SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN HEFUR HLOTIÐ FÁDÆMA GÓÐAR MÓTTÖKUR FRÁ UPPHAFI OG ER EKKERT LÁT Á VELGENGNINNI Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Pappírinn lifnar við í höndunum á Helgu Arnalds. Morgunblaðið/Kristinn Charlotte Böving Magnús Stephensen landshöfðingi í embættisskrúða. Nafnið Magnús er algengt í Stephensensættinni og veldur því að nöfnum er gjarnan ruglað saman. Magnús landshöfðingi var sonur Magnúsar Stephensen sýslumanns sem ólst upp í Viðey hjá föðurbróður sínum, Magnúsi Stephensen dómstjóra …

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.