Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2012
Menning
Astrup Fearnley-safnið í Ósló er eitthelsta nútímalistasafn Norður-Evrópuog skarar fram úr á Norðurlöndum.
29. október var safnið opnað í nýjum sal-
arkynnum á Þjófshólma þar sem það liggur
að hafi og setur sterkan svip á höfuðstað Nor-
egs. Húsið er eftir arkitektinn Renzo Piano,
sem teiknaði Pompidou-safnið í París, og á
sýningunni, sem nú stendur þar yfir, er að
finna lykilverk eftir marga af helstu lista-
mönnum samtímans, öll úr eign safnsins.
„Við förum úr mjög hæverskum sýningar-
sölum í stóru skrifstofuhúsnæði og inn í sjálf-
stæða byggingu, sem einn helsti arkitekt sam-
tímans hannaði,“ segir Gunnar Kvaran,
forstöðumaður Astrup Fearnley-safnsins.
Nýja safnið er fjórum sinnum stærra en það
gamla. „Þessa dagana sýnum við eingöngu úr
safneigninni, um 15% þess, sem stofnunin á,
en í upphafi næsta árs verður önnur bygg-
ingin notuð undir sýningar úr safneigninni og
hin fyrir sérstakar sýningar.“
Hluti af norska efnahagsundrinu
Astrup Fearnley-safnið hefur að geyma slíkt
úrval verka eftir nafntogaða listamenn að
fremur mætti ætla að slíkt safn væri að finna
í Berlín, París eða London heldur en í höf-
uðborg lands í útjaðri Evrópu.
„Ég vil ekki hljóma hrokafullur, en við í
Ósló höfum tekið forustu á Norðurlöndum
hvað snertir söfnun á alþjóðlegri samtímalist,“
segir Gunnar. „Það er engin spurning. Í Loui-
siana-safninu í Danmörku er safneignin orðin
gömul og þeir hafa ekki mikið fé til að kaupa
ný verk. Moderna-safnið í Stokkhólmi er í enn
verri stöðu. En þetta safn er hluti af gríð-
arlegu efnahagsundri í Noregi. Á undan-
förnum 10 til 15 árum hafa Norðmenn áttað
sig á að þeir geta eytt peningunum. Ósló
gengur nú í gegnum hamskipti. Norðmenn
eru að reisa nýtt ríkislistasafn upp á 60.000
fermetra, nýtt landsbókasafn er að rísa og
miðborgin á eftir að taka stakkaskiptum. Slík
þensla finnst ekki í nokkurri annarri borg í
Evrópu. Einu borgirnar, sem minna á þetta,
eru Abu Dhabi í Samein-
uðu arabísku furstadæm-
unum og Dúbaí í Dúbaí.“
Astrup Fearnley-safnið
var opnað 1993 í Drottning-
argötu í Ósló og var þá
teiknað inn í stóra bygg-
ingu, sem Hans Rasmus
Astrup hafði fjármagnað og
reist í upphafi tíunda ára-
tugarins.
„Þar var gert ráð fyrir nútímalistasafni og
allt sérstaklega hannað fyrir það,“ sagði
Gunnar. „Þetta var flott lítið safn á 1.200 fer-
metrum. Hans Rasmus átti hugmyndina að
þessu safni, stofnaði það og ánafnaði því
myndir sínar. Hann fæddist 1938 og er því 74
ára og hafði verið að safna myndum frá sjö-
unda áratugnum. Fjölskylda hans hefur safn-
að listaverkum í eina og hálfa öld. Langafi
hans var skipakóngur og átti besta og fínasta
impressjónistasafn í Norður-Evrópu. Í krepp-
unni 1930 varð hann hins vegar að selja stór-
an hluta safnsins. Í þessu safni var til dæmis
höfuðverk Pauls Gauguins, „Hvaðan erum við,
hver erum við og hvert förum við?“, það hékk
í borðstofu hans en er nú í Boston.“
Áhersla á bandaríska samtímalist
Gunnar, sem stýrði Kjarvalsstöðum í tólf ár
og þar áður Ásmundarsafni, var forstöðu-
maður listasafnsins í Björgvin þegar Hans
Rasmus leitaði til hans. Þar hafði hann verið í
fjögur ár og unnið að uppbyggingu við góðan
orðstír.
„Þegar framkvæmdum við
nýja viðbyggingu við safnið í
Björgvin var að ljúka kemur
Hans Rasmus til mín og spyr
hvort ég vilji koma og vinna
með honum í safninu í Ósló,
vera forstöðumaður þess og
ráðgjafi hans í innkaupum á
listaverkum,“ segir Gunnar.
„Ég tók þessu boði, byrjaði að vinna hjá hon-
um 2001 og hef nú verið þarna í 11 ár. Ég
setti fram áætlun um sýningar og saman
gerðum við áætlun um innkaup á alþjóðlegri
nútímalist eftir hans hugmyndum með meg-
ináherslu á bandaríska samtímalist. Ákveðið
var að fara þá leið vegna þess að ekkert ann-
að safn í Skandinavíu kaupir inn og leggur
slíka áherslu á bandaríska samtímalist.“
Stefna safnsins og áhersla í innkaupum er
óbreytt. „Einkenni safneignarinnar er að þar
er ekki reynt að fá listsögulegt yfirlit eða yfir-
lit yfir listhreyfingar með einu verki eftir
hvern,“ segir Gunnar. „Okkar markmið er að
finna þá listamenn, sem við teljum að hafi
umbreytt listasögunni og skapað nýjar víddir
innan hennar, listamenn eins og Matthew
Barney, Paul Chan, Jeff Koons og Cindy
Sherman, og fara á dýptina. Við eigum 65
verk eftir Barney og 25 eftir Koons. Við fáum
góða innsýn í einstaka listamenn, en förum
allt aðra leið en opinber söfn, sem alltaf verða
að halda sig við söguna og eiga eintak eftir
hvern og einn. Við hins vegar kaupum einfald-
lega ekki verk ef við fáum ekki þau bestu.“
Undanfarið hefur Gunnar unnið að sýn-
ingum þar sem áhersla er lögð á tiltekin
svæði. „Við ákváðum að setja upp sýningar á
bandarískri, kínverskri, indverskri, brasilískri
og evrópskri samtímalist,“ sagði hann. „Við
erum búin með Bandaríkin, Kína og Indland.
Við undirbúum þessar sýningar með því að
ferðast í tvö ár um viðkomandi svæði og kort-
leggja það. Svo gerum við sýningu og ef við
erum ánægð með hana kaupum við hana.
Bandaríska sýningin fór til tólf landa og sú
kínverska á átta söfn í heiminum.“
Gunnar segir að áfram sé þó lögð áhersla á
bandaríska samtímalist. „Við fylgjum eftir
þessum stóru listamönnum, sem við keyptum
hlutfallslega ódýr verk eftir í byrjun, þótt
verkin séu nú orðin dýrari og erfiðara að
kaupa þau. En ef eitthvað nýtt kemur til er-
um við líka tilbúin að kaupa og það á við um
stóru brasilísku samtímalistarsýninguna, sem
undanfarið ár hefur verið í undirbúningi.“
Colosseum eftir kínverska listamanninn Huang Yong Ping sem settist að í Frakklandi eftir blóðbaðið á Torgi hins himn-
eska friðar 1989. Fyrirmynd verksins er hinn forni leikvangur Rómverja og gróðurinn ber forgengileikanum vitni.
ASTRUP FEARNLEY-SAFNIÐ Í ÓSLÓ OPNAÐ
Lykilverk úr list samtímans
ASTRUP FEARNLEY-SAFNIÐ SETUR STERKAN SVIP Á BORGARMYND ÓSLÓAR. GUNNAR KVARAN VEITIR SAFNINU FORSTÖÐU OG SEGIR AÐ ÞAÐ SÉ Í
FORUSTU Á NORÐURLÖNDUM Í SÖFNUN Á ALÞJÓÐLEGRI SAMTÍMALIST. ÞAR ER LÖGÐ ÁHERSLA Á VERK MANNA, SEM HAFA BREYTT LISTASÖGUNNI.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Róið á báti milli tveggja bygginga nýja Astrup Fearnley-nútímalistasafnsins, sem
er eftir arkitektinn Renzo Piano og minnir á bát, sem siglir seglum þöndum.
Verk Jeffs Koons, Michael
Jackson and Bubbles, frá
1988 er til sýnis í safninu
um þessar mundir.
Stytta af
manni eftir
bandaríska
listamanninn
Frank Ben-
son.
*Við hins veg-ar kaupumeinfaldlega ekki
verk ef við fáum
ekki þau bestu.
Ljósmynd/
Anders Valde
Ljósmynd/Nic LehouxLjósmynd/Astrup Fearnley Collection