Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Síða 57
Hringurinn er spennusaga fyrir ungt fólk eftir sænsku höfund- ana Mats Strandberg og Söru Bergmark Elfgren. Eins konar sambland af Hungurleikunum og Harry Potter. Aðalpersón- urnar eru ungar stúlkur sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu í glímu við ill öfl og koma upp um morðmál. Þetta er hörku- spennandi bók sem ungmenni ættu að geta sökkt sér ofan í. Sænskir Hungurleikar Uppheimar voru að kaupa útgáfuréttinn á síðasta verki Nobelsverðlaunahaf- ans.Mo Yan. Sú bók kom út árið 2010 og heitir í enskri þýðingu Change. Þetta er sjálfsævisögulegt verk sem hugsað var sem innlegg í umræðu um kommúnisma. Böðvar Guðmundsson mun þýða verkið. Svo skemmti- lega vill til að Pierre As- tier umboðsmaður Gyrð- is Elíassonar, sem sér um sölu á verkum hans á heimsvísu og rekur um- boðsskrifstofu í París, er jafnframt umboðsmaður Mo Yan og þessa verks. Af Böðvari er síðan fleira að frétta þvi ný skáldsaga eftir hann Töfrahöllin kemur út 17. nóvember. Verk eftir nýja nóbelsskáldið Mo Yan er væntanlegt. Böðvar Guðmundsson þýðir og gefur út skáldsögu. BÖÐVAR GUÐMUNDSSON ÞÝÐIR BÓK EFTIR NÝJA NÓBELSSKÁLDIÐ Frábært hár er bók eftir Írisi Sveinsdóttur en þar er að finna hollráð og greiðslur fyrir öll tækifæri. Sérstakur kafli er um eðlisfræði hársins og finna má uppskriftir að nátt- úrulegri hárnæringu. Auk þess eru leiðbeiningar með myndum um alls kyns greiðslur. Í bókinni Skórnir sem breyttu heiminum fjallar Hanna Guðný Ottósdóttir um skó af öllu tagi. Flatbotna skór, háir hælar og strigaskór fá sitt pláss. Gefið er stutt ágrip af sögu skósins og sérstakur kafli er um það hvernig eigi að finna vandaða skó. Þeir sem vita ekki hvenær á að ganga á háum hælum fá svör við því. Myndir af alls kyns skrautlegum skóbúnaði er svo vitanlega að finna í bókinni. Skófíklar munu fagna því að fá bók eins og þessa á markað. FRÁ TOPPI TIL TÁAR – BÆKUR UM HÁR OG SKÓ „Hún skrifar bara góðar bæk- ur,“ sagði kona nokkur, við- skiptavinur í bókabúð Ey- mundsson á Skólavörðustíg, þegar hún keypti sér nýja skáld- sögu Kristínar Mörju Bald- ursdóttur. Nýja bókin, Kantata, fjallar um brothætt samskipti og fordóma en óvæntar svipt- ingar verða í lífi fólks þegar út- lendingur birtist á sviðinu. Í ljós kemur að ekki er allt sem sýn- ist. Þetta er vandlega unnin saga, öguð og vel skrifuð með sterkum lokaköflum. Samskipti og fordómar Skáldkonur og bækur fyrir unglinga ÁHUGAVERÐAR BÆKUR GERÐUR KRISTNÝ OG KRISTÍN MARJA BALD- URSDÓTTIR EIGA STÓRAN AÐDÁENDAHÓP OG BÁÐAR SENDA FRÁ SÉR BÓK UM ÞESSI JÓL. UNG- LINGAR SEM SAKNA HUNGURLEIKANNA ÆTTU AÐ LESA SPENNUBÓKINA HRINGINN OG UNGMENNI SEM HAFA ÁHUGA Á VÍSINDUM FÁ EINNIG SÍNA BÓK FRÁ BILL BRYSON. Í Stiklað á stóru um býsna margt útskýrir Bill Bryson fyrir ungu fólki hinu ýmsar vísindakenningar og segir frá vísindamönnum. Hann hefur einstakt lag á að gera flókna hluti auðskiljanlega í skemmtilegum texta og svarar spurningum eins og: Hvað varð um risaeðlurnar? og Hvers vegna er sjórinn saltur? Höfundurinn hefur skrifað fjölda vinsælla vísinda- og ferðabóka fyrir fullorðna og tekst ekki síður vel upp þegar hann talar til þeirra sem yngri eru. Þetta er ómissandi bók fyrir forvitin ungmenni. Vísindabók fyrir forvitin ungmenni Í nýrri ljóðabók, Strandir, sýnir Gerður Kristný að hún er meðal allra bestu núlifandi ljóðskálda okkar. Hún þarf ekki að nota mörg orð til að ná til lesandans og ljóð hennar eru meitluð, merkingarrík og áhrifamikil. Hún dregur upp sterkar myndir þar sem dauðinn er oft nálægur og kuldi leikur um umhverfið, eins og í ljóðabálknum Skauta- ferðin sem lokar bókinni. Strandir er bók sem allir ljóðaunnendur eiga að lesa og hlýtur að vekja hrifningu lesandans. Gerður Kristný hlaut á sínum tíma Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabók sína Blóðhófnir. Hún á sannarlega einnig skilið verð- laun fyrir Strandir. Áhrifamikil ljóðabók * Til að ná árangri í lífinu verðurmaður að vera andfélagslegur.Annars gleypa aðrir mann. Sean Connery BÓKSALA 21. OKT. - 3. NÓV. Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 2 HáriðSaga Sig ljósmyndir & Theodóra Mjöll 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones 5 Stóra Disney heimilisréttabókinDisney 6 EldvitniðLars Kepler 7 Stóra prjónabókinÝmsir höfundar 8 KantataKristín Marja Baldursdóttir 9 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason 10 Makalaust lífAnna Ingólfsdóttir, Guðfinna Eydal & Jóna Hrönn Bolladóttir Uppsafnað frá áramótum 1 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 3 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 4 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones 5 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 6 Eldar kviknaSuzanne Collins 7 HungurleikarnirSuzanne Collins 8 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg 9 SnjókarlinnJo Nesbø 10 HermiskaðiSuzanne Collins MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Of seint er að byrgja brunninn þá barnið er dottið ofan í. 11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.