Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2012, Page 59
11.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Sker hár uxa með hluta úr blaði. (8) 4. Stíf á Akureyri sér að gufa valdi lykt. (10) 7. Auðveld við horfnar ár. (10) 8. Hvað þokkalegur í Bandaríkjunum er án sársauka. (9) 11. Þvær goð á þessum stað í Reykjavík? (8) 12. Tekið úr rigningunni? (8) 13. Reiður Kelti er ástfanginn. (10) 14. Laugardagur í Vegas gerir þau heimilislaus. (8) 16. Inniloki barn að sögn. (4) 18. Óþrifarollur sleppa illu í gryfju. (8) 20. Drepur veru í heimi Tolkiens með innri krafti (9) 23. Þíði reiði. (5) 25. Með engum skít, ópi og agni skordýr birtist. (12) 28. Leyniplan byggir á því að fá áfengi til vinnu. (9) 30. Ekki öruggur kærleiki og erlent óöryggi. (12) 31. Þreytt á fínu efni sem berst eftir þekktri braut. (9) 32. Demantseyrnalokkur markast af eftirlæti. (5) 33. Hrosshár berst með sérstöku skeyti. (10) 34. Musterisþjónarnir fá hitunartækin. (7) LÓÐRÉTT 1. Úlla nær hálfvegis að falda afturhluta á líkamshluta ákveðinnar skepnu. (10) 2. Ekki dökkur radíus í orku eða efnisagnastraumi. (10) 3. Sagt er forarskurðir valdi nísku. (8) 4. Alvarlegri og feitri allri lokið. (8) 5. Ást fær krónu eina fyrir reglulegar sendingar. (7) 6. Egypskur guð á liðaslám snýr aftur til þátttakenda. (10) 9. Sá sem svipar til dauðs er sá sem við er að búast. (8) 10. Eigin hæð byggir á monti. (9) 14. Sjá voffa missa kjarna sinn út af draug. (4) 15. Grá skeifa óf einhvern veginn yfirskilvitlega hæfni. (11) 17. Vafði brjáluð í þæfingu. (5) 19. Þá gufa L-lið upp með beygingarmyndinni. (10) 20. Naslið bind einhvern veginn með lestinum. (10) 21. Hópur barna í skóla sem liggur í veikindum á bálki? (10) 22. Víður og fínn til hvílu. (8) 24. Heimskingi milli tveggja heilagra gangi stirðlega. (8) 26. Streymandi fyrir oss dragi andann. (8) 27. Mótstæður er fær til að drepa fugla. (8) 29. Hefur trompið og er talinn. (7) Greinarhöfundur hefur séðglefsur úr bók sem nýveriðkom út þar sem hinn litríki bandaríski stórmeistari, fæddur í Ástralíu, Walter Browne, skrifar um skákferil sinn: The stress of chess … and its infinite finesse. Bókin fjallar m.a. um það tímabil í skáksögunni þegar Bobby Fischer gnæfir yfir alla bandarísku meistarana og kem- ur sem heiðursgestur og nýbakaður heimsmeistari á stórmótið í San Ant- onio haustið 1972 og teflir nokkrar hraðskákir við Browne. Og fjallað er um viðureign sömu aðila tveim árum fyrr, skák sem tók fjóra daga að ljúka. Fischer vann mótið með yfir- burðum en var með gjörtapað tafl á móti Browne: Rovinj/Zagreb 1970 - Sjá stöðumynd 1 - Browne – Fischer Hér blasir við að „yfirvalda“ h1- reitinn og leika 88. Hh7…“ en ég vildi vinna þetta með stæl,“ skrifar Browne og lék 88. c7? sem Fischer svaraði með 88. …. Rd7! Nú kom 89. Kc6? Enn var vinningsvon með 89. Hh7. Fischer bjargaði sér með: 89. … h1(D)! 90. Bxh1 Re5+ 91. Kb6 Bc5+! og eftir 92. Kxc5 Rxf7 fær hvítur fær ekki lengur unnið. „Jafn- tefli eftir 98 leiki“ og „… þúsund martraðir þar á eftir.“ Ef undan er skilið atvik sem átti sér stað meðan á skák hans við Jó- hann Hjartarson stóð á Opna New York-mótinu 1984 voru samskipti Browne við íslenska skákmenn yf- irleitt góð. Eftir keppni úrvalsliða Norðurlanda og Bandaríkjanna í Reykjavík veturinn 1986 varð hann við áskorun um að halda ræðu og þar sagði hann m.a. að í einni lítilli hraðskák færi fram meiri hugsun en í bandarísku ruðningsliði yfir heilt keppnistímabil. Það var óvenjuleg reynsla að tefla við Walter Browne; þegar spennan magnaðist hristist hann og skalf eins og hrísla í vindi. Á hinu glæsilega Reykjavíkurskákmótinu 1978 var tekið upp nýtt tímafyrirkomulag, 1 ½ klst. á 30 leiki og 1 klst. á næstu 20 leiki. „Teflt er nú mest um tíma- hrak,“ orti Benoný. Browne vann mótið og varð á undan Bent Larsen, Friðriki, Hort, Miles og Polugaj- evskí og fleiri góðum mönnum. Í 1. umferð vann Browne sigur á Lev Polugajevskí eftir mikinn bægsla- gang í tímahraki. Heim kominn skrifaði Polu grein í „64“ og kvartaði undan tímafyrirkomulaginu og tók nokkra staði úr skák sinni við Browne sem dæmi um óhentugleika þess. Spurning um aðlögunarhæfni töldu aðrir. Browne hafði ekkert fram að færa í byrjun þessar skákar: Walter Browne – Lev Polugaj- evskí Slavnesk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bb3 Sjaldséður leikur en stórhættu- legur. Algengast er 8. Bd3. 8. … b4 9. Re2 Bb7 10. O-O Bd6 11. Rf4 O-O 12. He1 c5 13. d5 exd5 14. Rxd5 Hc8 15. e4 c4 16. Rxf6 Dxf6 17. Bg5 Dg6 18. Bc2 Hfe8! Með hugmyndinni 19. e5 Bxf3! 20. Bxg6 Bxd1 21. Bf5 Rxe51 22. Bxc8 Hxe1+ 23. Kg1 Bxf3+! og vinnur. 19. Bf4 Bxf4 20. Dxd7 Db6 21. Df5 Bh6 22. e5 g6 23. Dh3 Bg7 24. e6 Hxe6 25. Rg5 Hxe1 26. Hxe1 Magnað sprikl sem á ekki að leiða til neins. Svarta staðan er unnin, 26. .. Da5! sem hótar riddaranum og 27. …b3 vinnur og einnig 26. … h5!) 26. … h6? 27. Rxf7! Þessum leik fylgdi mikill hvinur og Polu kipptist upp af stólnum. Hann á best 27. … Dc6! og á þá betri stöðu. 27. … Kxf7 28. Dd7+ Kg8 29. He7! Dd4 30. De6+! Kh8 31. Dxg6 Be4 32. Hxe4 - og Polugajevskí gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Þúsund martraðir Walters Browne Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 11. nóvember rennur út á hádegi 16. nóv- ember. Nafn vinningshafa er birt í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 18. nóvember. Vinningshafi krossgátunnar 4. nóvember er Erla H. Ásmundsdóttir, Melastíg 41, 600 Akureyri. Hún hlýtur í verðlaun bókina Dauði næturgalans eftir Kaaberøl & Friis í þýðingu Ing- unnar Ásdísardóttur. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.