Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Ljósmynd/Eyrún Felixdóttir Girnilegt Maturinn kominn á borðið og yfirdrifið nóg af öllu. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Við erum búin að geraþetta núna í tíu ár oghöfum komið okkur uppansi mörgum hefðum,“ segir Íris Marelsdóttir, fararstjór- inn í hópnum. Hún og eiginmaður hennar, Árni Ingólfsson, störfuðu sem skálaverðir í Hvanngili fyrir mörgum árum og viðhalda því starfsheiti sínu þessa einu helgi á ári. „Við tökum hlutverk okkar mjög alvarlega en það eru reyndar margir í hópnum sem eru fyrrver- andi skálaverðir. Við erum alltaf í stóra skálanum í Básum.“ Hóp- urinn leggur af stað úr bænum snemma á laugardagsmorgni og kemur svo allur saman á Hvols- velli. Þaðan leggja þau af stað og halda hópinn alla leið inn í Þórs- mörk. Til að vera gjaldgengur í ferðalög með þessum vinahópi er nauðsynlegt að hafa aðgang að breyttum bíl en það fer enginn inn í Þórsmörk á þessum árstíma á minna en 38" dekkjum. „Stundum er þetta auðvitað rennifæri en oft- ast er þetta bara fyrir breytta bíla og fólk sem kann að keyra. Það þarf oft að hleypa úr dekkjunum og það getur verið ansi bratt ofan í árnar. Krökkunum finnst þetta al- veg hrikalega gaman.“ Öll fjölskyldan á breyttum bílum Um síðustu helgi fengu Íris og Árni far með syni sínum, Ingólfi, sem lenti í því að brjóta fjöður á leiðinni. Þau skildu þá bara bílinn eftir og stukku öll upp í bíl til Rögnu Sifjar, dóttur sinnar, sem kom fjölskyldu sinni á leiðarenda í samfloti við hinn bróður sinn, Há- kon Þór. Í þessari fjölskyldu eiga nefnilega allir breytta og Þórs- merkurfæra bíla. Þegar komið er inn í Bása er byrjað á að moka sér leið að skál- anum og salernunum. Vélstjórinn í hópnum, Magnús Þórsson í Hegas, er fenginn til að kynda skálann og svo er lagt af stað í tveggja tíma gönguferð á meðan skálinn hitnar. Oftast verður jólasveinninn á vegi þeirra og færir hann þá börnunum sælgæti. Þegar komið er aftur heim í Bása fer hópur vaskra karlmanna í að kynda kolin fyrir lambalærin og Jólahlaðborð í Þórsmörk Árlega heldur hópur af eldri félögum Hjálparsveitar skáta í Kópavogi í Þórsmörk helgina fyrir aðventu. Með í för eru börn og barnabörn þeirra sem fagna komu að- ventunnar með veglegu jólahlaðborði. Ferðalangar Íris Marelsdóttir og dóttir hennar Ragna Sif Árnadóttir. Mikið sem það er gott að gleðja bragðlaukana með góðu narti og heiti vefsíðunnar nibble.com vísar einmitt til þess. Þar má finna ýmsa girnilega mola, bæði matar- og vín- kyns og er síða þessi einstaklega hentug fyrir áhugafólk um guðafæði ýmiskonar. Ef þig langar t.a.m. að lesa þér til um sögu kalkúnsins, lesa grein um truffluhunang eða forvitnast um allar þær ótal gerðir sem til eru af súkkulaði skaltu kíkja við á nibble.com. Þú munt líklegast ekki sjá eftir því og verða um leið mjög svöng/svangur. Vefsíðan www.nibble.com Smart Eftirréttirnir verða enn betri þegar þeir eru fallega bornir fram. Nartað í guðafæði ýmiskonar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Handverkssala Ljóssins verður haldin á morgun, sunnudag 2. des- ember. Þar munu notendur Ljóss- ins, sem kalla sig Ljósbera, og vel- unnarar selja fallegt handverk sem þeir hafa búið til. Rennur ágóði sölunnar til Ljóssins, endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöðvar fyr- ir fólk sem hefur fengið krabba- mein og aðstandendur þeirra. Handverkssalan stendur frá klukk- an 13 til 17 í Þróttarheimilinu Engjavegi 7 . Húsið á Langholts- veginum hefur iðað af lífi síðustu vikur og mánuði þar sem vinnu- samir og glaðir Ljósberar leggja hönd á plóginn. Á staðnum verður einnig kaffisala, vöfflur og köku- basar og kvennakór Kópavogs mun syngja falleg jólalög. Handverkssala Ljóssins Handverk Markaður Ljóssins. Ljósberar leggja hönd á plóginn Teiknimyndin Snjókarlinn verður sýnd á einstaklega lifandi hátt í Hofi á Akureyri í dag. En Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands mun leika undir og nýtur liðsinnis einsöngv- arans Gissurar Páls Gissurarsonar og barna- og stúlknakórs Akureyr- arkirkju. Sagan um Snjókarlinn sem mörgum er að góðu kunn varð til þeg- ar höfundur bókarinnar, Raymond Briggs, vaknaði einn frostkaldan morgun og hreifst af alhvítri jörð sem sveipaði umhverfið ljósi og kyrrð. Þessi töfrastund varð upp- sprettan að sögunni sem segir frá ævintýrum lítils drengs og snjókarls. Snjókarlinn í Hofi Morgunblaðið/Golli Ævintýri Snjókarl eignast vin. Lifandi tónlist undir myndinni STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : K ar ó lín a Lá ru sd ó tt ir einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.