Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Stórsveit Reykjavíkur heldur jóla- tónleika í Eldborgarsal Hörpu á morgun, 2. desember, kl. 16. Eru það jafnframt fyrstu jólatónleikar sveitarinnar eftir að hún flutti í tónlistarhúsið og mun sveitin fá til liðs við sig góða gesti, þau Diddú, Kristjönu Stefánsdóttur, Helga Björnsson og Gáttaþef. Stjórnandi sveitarinnar er Samúel J. Sam- úelsson. Tónleikarnir eru ætlaðir fólki á öllum aldri og kostar miðinn 3.000 kr. fyrir fullorðna en 2.000 kr. fyrir börn. Miðasala fer fram í Hörpu og á vefsíðunum harpa.is og midi.is. Stórsveitin Uppstilltir og hressir liðsmenn Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu. Í jólasveiflu með Stórsveit Reykjavíkur Rithöfundarnir Hallgrímur Helga- son og Guðmundur Andri Thorsson eru þeir íslensku höfundar sem til- nefndir eru til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2013, Hall- grímur fyrir bókina Konan við 1000° og Guðmundur fyrir Valeyr- arvalsinn. Íslensk dómnefnd um verðlaunin boðaði til blaðamanna- fundar í Gunnarshúsi í gærmorgun og var þar greint frá tilnefningum. Aðrir tilnefndir eru Danirnir Jose- fine Klougart fyrir Én af os sover og Kim Leine fyrir Profeterne i Evighedsfjorden; Finnarnir Rosa Liksom fyrir Hytti nro 6 og Ulla- Lena Lundberg fyrir Is; Norð- mennirnir Nils-Öivind Haagensen fyrir God morgen og god natt og Ole Robert Sunde fyrir Krigen var min families historie og Svíarnir Lars Norén fyrir Filosofins natt og Johannes Anyuru fyrir En storm kom från paradiset. Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1962 og hafa sjö íslenskir höfundar hlotið þau: Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson, Thor Vilhjálmsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Sjón og Gyrðir Elí- asson. Morgunblaðið/Kristinn Tilnefningar Frá blaðamannafundinum sem haldinn var í Gunnarshúsi í gær. Hallgrímur og Guðmundur tilnefndir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Jólaóratóría, nýtt tónverk Sigurðar Sævarssonar, verður frumflutt í Hallgrímskirkju á morgun, sunnu- dag klukkan 17. Verkið er einkum byggt á Lúkasarguðspjallinu og er textinn sunginn á latínu. Flytjendur eru kórinn Schola cantorum, Caput hópurinn, Björn Steinar Sólbergs- son orgelleikari, Kirstín Erna Blön- dal sópransöngkona og bassasöngv- arinn Jóhann Smári Sævarsson, bróðir tónskáldsins. Hörður Áskels- son stjórnar flutningnum. Schola cantorum og Caput frum- fluttu fyrir sjö árum annað trúarlegt verk Sigurðar, Hallgrímspassíu, sem hlaut verðskuldað lof áheyr- enda og gagnrýnenda. Ríkarður Örn Pálsson, tónlistarrýnir Morg- unblaðsins spáði því eftir frumflutn- inginn að „þetta gullfallega verk eigi eftir að lifa með þjóðinni.“ Þegar verkið var flutt aftur á páskum fyrir tveimur árum skrifaði hann um „…heillandi dirfsku einfaldleikans og látlausan ferskleika“ verksins. Vísanir í bar- okkverk Tónskáldið stundaði söng- nám í Tónlistar- skólanum í Kefla- vík og síðan í Nýja tónlistar- skólanum í Reykjavík. Kennarar Sigurðar voru Árni Sighvatsson, Sigurður Demetz Franzson og Alina Dubik. Eftir það hóf hann nám í söng og tónsmíðum við Boston Uni- versity og lauk þaðan meistara- gráðu í báðum greinum 1997. Hann er nú skólastjóri Nýja tónlistarskól- ans. „Þetta er um klukkustundarlöng jólaóratóría sem byggist á Lúk- asarguðspjallinu en saman við það flétta ég öðrum textum, úr Gamla og Nýja testamentinu, og fleiru. Verkið byrjar til að mynda á „Sú þjóð sem í myrkri gengur,“ en Handel notaði þann texta í Messías,“ segir Sig- urður og bætir við að verkið endi á sama texta, þar sem sungið er um að frelsari sé fæddur. „Textinn er allur á latínu en ég held að tónlistin sé öll aðgengileg. Hörður stjórnandi segir að gestir ættu að geta munað flestallar laglín- urnar þegar þeir ganga út,“ segir hann og brosir. „Ég skrifaði verkið fyrir kór og tvo einsöngvara, og kallast þannig á við Hallgrímspassíuna. Hljómsveitin er skipuð níu hljóðfæraleikurum og við notum líka stóra Klais-orgelið.“ Sigurður segir að Lúkasarguð- spjallið hafi lifað með þeim bræðr- um síðan í bernsku. „Við hlustuðum alltaf á það í útvarpsmessunni á jól- unum, þótt við höfum annars verið í pakkahugleiðingum, og það var farið að kalla á mig að semja við þennan texta.“ Hann segir ýmsar skírskot- anir vera í barokkverk sem fjalla um sama efni, „enda held ég að allir lit- ist af þeirri tónlist sem hreyfir við þeim. Það er oft barokktónlistin sem kemur manni í þetta fínna jólaskap.“ Frumflytja Jólaóratóríu Sigurðar Sævarssonar  Byggist á Lúkasarguðspjalli  Kallast á við Hallgrímspassíu Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaverk Hörður Áskelsson stjórnar flytjendum Jólaóratóríunnar á æfingu í Hallgrímskirkju. Sigurður Sævarsson LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ÁSÝND FJARSKANS THE SHAPE OF YONDER Þorbjörg Höskuldsdóttir 26. október – 16. desember Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Lauslega farið með staðreyndir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Hinumegin Þuríður Rós Sigurþórsdóttir Laugardagur 1. desember Syngjandi jól Sýningar safnsins eru lokaðar þennan dag Þriðjudagur 4. desember kl. 12 Hádegistónleikar Ingveldur Ýr Jónsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Ókeypis aðgangur á lau. 1. des. Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Ókeypis aðgangur 1. desember Jólaratleikur og jólasýningar Á Torgi: Sérkenni sveinanna Á 3. hæð: Jólatré frá ýmsum tímum og íslensku jólasveinarnir eftir Helgu og Þórunni Egilsson Aðrar fjölbreyttar sýningar: Fólkið á Þórsgötu - Skyndimyndir frá árunum 2004-2012 Þvert yfir Grænlandsjökul 1912-1913 Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár Teikning - þvert á tíma og tækni Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Úrval af fallegri gjafavöru og bókum í safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11. – 31.12. 2012 VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 31.1. 2013 HÆTTUMÖRK; Rúrí 19.5. – 31.12. 2012 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ dagl. kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 561 2914. Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16 www.listasafn.is SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar TÓMIÐ HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR Athugasemdir: Hildigunnur Birgisdóttir Huginn Þór Arason, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Unnar Örn Laugard. 1. des. kl. 14 AÐVENTA Í flutningi Möguleikhússins Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.