Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er 12-14 milljóna króna verk – miðað við útseldan taxta tveggja sér- fræðinga sem unnu hjá sérstökum saksóknara, samkvæmt fréttum í fyrrahaust,“ sagði Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, glettn- islega um líkan sitt af Þríhnúkagíg. Vandvirknislega gert líkanið er nú á sýningu Félags trérennismiða á Ís- landi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Síðasti sýningardagur er á morgun, 2. desem- ber. Líkanið er gert í hlutföllunum 1:100. Byggt er á mælingum VSÓ Ráðgjafar árið 2007 og á eigin mæl- ingum og athugunum Árna árið 1991 og síðar. Hann seig fyrstur manna, svo vitað sé, niður í þessa tröllauknu hraunhvelfingu á Jónsmessu 1974. Gígurinn er sá dýpsti sinnar gerðar í heiminum og falinn undir yfirborðinu skammt vestur af Bláfjöllum. „Upphaflega smíðaði ég líkanið til að auðvelda hönnun mannvirkja inni í gígnum. Núverandi útfærsla höfðar hins vegar til ímyndunarafls og barns- ins í okkur öllum,“ sagði Árni. „Inn- viðir líkansins eru mjög nákvæm eft- irmynd af gígnum.“ Líkanið er smíðað úr 15 og 18 mm þykkum krossviðarplötum sem Árni sagaði út og límdi saman. Hann þurfti að nota um 100 plötubúta til að ná réttri hæð líkansins. Árni notaði svo loftfræsara til að fullvinna yfirborðið. Um 300-400 vinnustundir fóru í smíð- ina. Hann sagði þetta verkefni falla vel að yfirskrift sýningar Félags tré- rennismiða í Ráðhúsinu sem er „Skáldað í tré“. Von er á niðurstöðu mats á um- hverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg fyrir eða um næstu áramót. Framkvæmd- irnar eru hugsaðar til verndar gígnum og að því gefnu og í framhaldi að opna aðgengi fyrir ferðamenn. Hver sem niðurstaðan verður gerir Árni ráð fyr- ir að sýna líkanið aftur við það tæki- færi, en þá með hugsanlegum mann- virkjum inni í gígnum. Hver er Sigurður? Við hlið líkansins á sýningunni í Ráðhúsinu er ljósrit af síðu Velvak- anda í Morgunblaðinu 27. nóvember 1991. Fyrirsögn aðalgreinarinnar á síðunni er „Skipun ofan frá“ og þykir Árna hún táknræn. Þar undir er bréf frá manni sem heitir Sigurður undir fyrirsögninni „Opnum bláfjallageim“. Árni segir að í stuttu bréfi Sigurðar sé í fyrsta sinn bent á þann möguleika að greiða ferðamönnum leið inn í Þrí- hnúkagíg. Sigurður stingur upp á því að „ríkissjóður leggi fram nokkurt fé til rannsókna á hvelfingunni sjálfri með það fyrir augum, að opnuð verði leið inn í hana með jarðgöngum. Þá fyrst höfum við eignast nýja nátt- úruperlu Það hlýtur að verða stór- kostleg tilfinning að koma inn í þenn- an sannkallaða fjallasal, sem yrði þá auðvitað upplýstur eins og þeir hellar erlendis, sem hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Hefjumst þegar handa með rannsóknir og framkvæmdir“. Árni sagðist hafa mikinn áhuga á að hafa uppi á Sigurði, ef hann er á lífi, og helst að ræða við hann eða ein- hvern sem þekkir til hans. Bréf Sigurðar kom nokkru eftir að Morgunblaðið birti hinn 7. júlí 1991 stóra myndskreytta grein um ferð Árna og félaga hans í Þríhnúkagíg þá um vorið. Var hún eina svörunin við kynningu þeirra félaga sem fram kom á opinberum vettvangi og var Árna lengi hugleikin. „Við félagarnir höfum verið með gíginn í fóstri nánast síðan 1991,“ sagði Árni. „Ef ekkert hefði verið gert þá hefði þetta haldið áfram að drabb- ast niður. Sé tekið mið af ástandinu 2004 væri meira eða minna búið að troða hlíðarnar niður, gróður og sé tekið mið af þeim sex skiptum sem mér er kunnugt um að lá nærri slysi er nánast öruggt að þarna hefðu orðið slys.“ Dýrasta perla hellanna Síðastliðin níu ár hefur Árni varið þriðjungi af starfskröftum sínum, um 700 stundum á ári, í þágu íslenskra hella. Hann segir að Þríhnúkagígur hafi tekið helming þess tíma og vernd og varðveisla annarra hraunhella hinn helminginn. Vinnustundirnar vegna hellanna á þessu tímabili eru að nálgast 7.000. Umhverfis- og auð- lindaráðherra skipaði Árna nýlega í samráðsnefnd um málefni er varða verndun íslenskra hella. Árni sér mikil verðmæti fólgin í hellunum og þar er Þríhnúkagígur dýrasta perlan. „Að mati Williams Hallidays, stofn- anda hraunhelladeildar Alþjóða- hellasamtakanna (UIS), er gígurinn merkasta hraunhellafræðilega fyr- irbrigði jarðar,“ sagði hann. „Þessi gígur er geysilega mikils virði og afar mikilvægt að tryggja verndun hans og varðveislu.“ Máli sínu til stuðnings nefndi hann tvo hella, Silfru og Leið- arenda, sem eru eftirsóttir viðkomu- staðir ferðamanna. Árni kannaði Leiðarenda fyrstur manna 1991 og stóð síðan fyrir kortlagningu hans. Hann sagði að ferðaþjónustan halaði inn um 120 milljónir á hvorum helli á hverju ári. „Það rennur ekki króna af því til varðveislu eða viðhalds þessara stór- kostlegu náttúruminja sem einmitt eru tilurð teknanna,“ sagði Árni. „Þeir sem nýta þessar viðkvæmu minjar lyfta ekki fingri. Þær eru að drabbast niður.“ Hann vill breyta þessu og sjá hluta tekna af nátt- úruperlum renna til varðveislu þeirra, viðhalds og rannsókna. Fjársjóðir faldir í hellunum  Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, hefur gert nákvæmt líkan af dýrustu perlu íslenskra hella – Þríhnúkagíg  Líkanið er nú til sýnis á sýningu Félags trérennismiða í Ráðhúsi Reykjavíkur Morgunblaðið/Styrmir Kári Þríhnúkagígur Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, við líkan sitt af Þríhnúkagíg. Líkanið er gert í hlutföllunum 1:100 og er mjög nákvæm eftirmynd af gígnum innanverðum. Árni útbjó lok sem falla nákvæmlega í opið framan á líkaninu. Að aftanverðu eru lok í opum þar sem kemur til greina að opna leið inn í gíginn í gegnum jarðgöng. Árni hefur einnig smíðað líkan að hugsanlegum mannvirkjum inni í gígnum, en þau verða sýnd síðar. Tröllvaxið Í líkaninu eru tvö furðu lostin tröll að skoða mannkríli. Stærð tröllanna samsvarar 5 og 7 hæða húsum. Gímaldið Mennirnir eru smáir sam- anborið við Þríhnúkagíg sem er um 150 þúsund rúmmetrar að innanmáli. Á R N A S Y N IR util if. is SKÍÐAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU SKÍÐI, BINDINGAR OG SKÍÐASKÓR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.