Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Stuttar fréttir ... ● Slitastjórn Kaupþings hefur ásamt ráðgjöfum sínum og í nánu samráði við kröfuhafaráð unnið að undirbúningi að frumvarpi að nauðasamningi. Þetta kemur fram á tilkynningu frá slit- astjórnar Kaupþings. Þar kemur einnig fram að Seðlabanki Íslands þarf að samþykkja útgreiðslur til kröfuhafa utan Íslands áður en unnt er að leggja fram frumvarp að nauða- samningi og Kaupþing hafi óskað eftir slíku samþykki en svar hafi ekki borist og því ljóst að ekki verði unnt að hefja hið formlega nauðasamningsferli fyrir áramót. Slitastjórn muni veita kröfuhöfum frekari upplýsingar þegar unnt verði. Slitastjórn Kaupþings bíður samþykkis SÍ asta ári, miðað við það gæti fjárfest- ing á ári numið einum milljarði til 1,5. Ómar lagði á áherslu á að fjárfesting í slíku kerfi verði að skila viðunandi arðsemi. Og nefndi að 4G þjónustan væri dýr eins og sakir stæðu, sú ódýr- asta í Bretlandi kosti 37 pund eða 7.500 krónur. Að sögn Ómars er skynsamlegt að fara í samstarf við aðra um uppbyggingu á 4G og dreifa þannig kostnaðinum, og benti á fá- mennið sem hér er. Auk þess styttist væntanlega í 5G farsímakerfi. IFS greining mælir ekki með kaupum í Vodafone. Það metur félag- ið á 8,5 milljarða. Greiningardeild Ar- ion mælir með kaupum í Vodafone nærri neðri mörkum útboðsbils. Ásmundur Tryggvason, forstöðu- maður Fyrirtækjaráðgjafar Íslands- banka, sagði aðspurður um greining- arnar að honum þætti vanta innra samræmi í greiningar, án þess að vilja nefna nein nöfn. Gert væri ráð fyrir vaxtahækkunum, sem væri væntanlega vegna þess að efnahags- lífið væri að vaxa, og töluverðum fjár- festingum en á sama tíma væri spáð litlum sem engum vexti. Varla væri fjárfest mikið í fjarskiptarekstri, ef ekki væri búist við tekjuaukningu. „Þetta rímar ekki í mínum bókum,“ segir hann. 4G farsímakerfi kostar Vodafone þrjá milljarða  Forstjóri Vodafone hefur áhuga á samstarfi við aðra um uppbygginguna Morgunblaðið/Styrmir Þögull Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, upplýsir ekki hvað 4G kostar. Helgi Vífill Júlíuson helgivifill@mbl.is Það kostar Vodafone um þrjá millj- arða króna að ráðast í uppbyggingu á 4G farsímakerfi. Fjárhæðin myndi dreifast yfir þann tíma sem uppbygg- ingin tekur, en það gætu verið fáein ár. Fyrst væri mögulega byggt á höf- uðborgarsvæðinu og svo úti á landi, samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Forstjóri fyrirtækisins segir skynsamlegt að fara í samstarf við aðra á markaðnum í uppbyggingu á slíku kerfi. Fyrirtækið fer í útboð í byrjun mánaðar og ef allt gengur að óskum verður það skráð í Kauphöllina. Framtakssjóður Íslands á 80% hlut í fyrirtækinu og býður til sölu 50-60% hlut. Samkvæmt útboðsgengi er Vodafone metið á 9,7 til 11,2 millj- arða. Ómar Svavarsson, forstjóri Voda- fone, upplýsti ekki á fundi með fjár- festum sem VÍB stóð fyrir í gær hvað uppbygging á 4G farsímakerfi muni kosta fyrirtækið. Hann lagði áherslu á að fyrirtækið ætti að halda sig við alþjóðleg viðmið um að fjárfesta í inn- viðum fyrir um 8-12% af veltunni á ári. Það væri skynsamlegt. Fyrirtæk- ið velti 12,7 milljörðum króna á síð- Fyrstu tíu mán- uðina 2012 voru fluttar út vörur fyr- ir 526,8 milljarða króna en inn fyrir 461,8 milljarða króna fob. Afgang- ur var því á vöru- skiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 65,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 90,7 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 25,6 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands. Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 63,3 milljarða króna og inn fyrir 48 milljarða króna fob. Vöruskiptin í október voru því hag- stæð um 15,2 milljarða króna. Í október 2011 voru vöruskiptin hag- stæð um 8,3 milljarða króna á sama gengi. Mest aukning varð í útflutn- ingi sjávarafurða, aðallega á fersk- um fiski. Á móti kom samdráttur í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls og álafurða. Fyrstu tíu mánuði ársins 2012 var verðmæti innflutnings 29,9 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Óhagstæðari vöruskipti  25,6 milljörðum lakari en í fyrra                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./, ,00.1 +,2.+3 ,+.43, ,,.04 +4.4,/ +/-.,1 +.-+2 +1,.,, +2,.1- +,-.2, ,0+./1 +,2.-+ ,+.102 ,,.+3- +4.454 +/-.25 +.-,03 +1,.51 +2/.3+ ,,3.2,32 +,-.1, ,0+.44 +,2.44 ,+.15 ,,.,+ +4.1// +/2.0- +.-,34 +1/./2 +2/.45 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Útflutningur á þjónustu á þriðja árs- fjórðungi 2012 var, samkvæmt bráða- birgðatölum, 124,1 milljarður en inn- flutningur á þjónustu 89,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 34,8 milljarða króna en var jákvæður um 28,7 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2011 á gengi hvors árs, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands. Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi og af- gangur vegna þeirrar þjónustu var 27,6 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 12,9 milljörðum. Afgangur ferðaþjónustu var 20,1 milljarður króna. Útflutt þjónusta fyrir 124,1 milljarð króna Ferðamenn Afgangur ferðaþjónustu var 20,1 milljarður á 3. ársfjórðungi. Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 SONOKO „Caring Friend” My spirit is generous and sincere. ● Norðurorka hefur undirritað samning um kaup á gashreinsistöð frá fyrirtæk- inu Greenlane – Flotech í Svíþjóð. Stöð- in hreinsar metan úr svonefndu haug- gasi sem vinna á úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal. Á vef Norðurorku kemur fram að stöðin er svonefnd vatnshreinsistöð. Verð stöðvarinnar með uppsetningu er um 115 milljónir króna en þá er ótal- inn kostnaður við jarðvegsfram- kvæmdir við undirstöður og lóð. Afgreiðslustöð fyrir metanið mun rísa á lóð sem verður á gatnamótum Súluvegar og Miðhúsabrautar vestan Mjólkursamsölunnar. Nánar á mbl.is Norðurorka kaupir metangasstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.