Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Nemendur og starfsfólk Árskóla á Sauðárkróki fóru í friðargöngu í gærmorgun og segir á feykir.is að nem- endur hafi látið ljósker ganga sín á milli þar sem kveðj- an „friður sé með þér“ fylgir með. Þetta er í 13. skipti sem þessi keðja er mynduð frá kirkju og upp að ljósa- krossi, en kveikt var á honum í 50. skipti í gær. Mynduðu keðju frá kirkju að krossi Ljósmynd/feykir.is „Ég tek undir gagnrýni Bjarg- ar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti, á hinn skamma frest sem stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd Alþing- is hefur gefið til að veita um- sagnir um frumvarp til stjórnskipunarlaga, og lýsi þungum áhyggjum af þessari málsmeðferð,“ segir Jónas Þór Guðmundsson, hæstaréttar- lögmaður og formaður Lög- mannafélags Íslands, í tilefni af bréfi sem Björg sendi þing- nefndum vegna málsins. Hafa þær frest til 10. desem- ber til að skila umsögn um mál- ið. „Svo stuttur frestur sem raun ber vitni, um tvær vikur, er alls kostar óviðunandi og bendir til þess að meirihluti nefndarinnar skilji ekki alvöru málsins. Um er að ræða sjálf grundvallarlög þjóðarinnar en ekki eitthvert smámál. Fresturinn verður að vera svo langur að hann veiti raunverulegan möguleika á að vinna vel ígrundaða og vandaða athugun á efni einstakra ákvæða og heildaráhrifum frumvarpsins á stjórnskipun landsins, ef að lögum yrði … Það er óþekkt að staðið sé með þessum hætti að breytingum á stjórnarskrá í lýð- ræðisríki.“ „Skilji ekki alvöru málsins“  Formaður Lögmannafélags Íslands tekur undir gagnrýni Jónas Þór Guðmundsson Tíðarfar í nýliðnum nóvember var lengst af óhagstætt, segir í bráða- birgðayfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Engu að síður var hiti nærri með- allagi, aðeins ofan við það á Suður- landi en lítillega undir um landið norðvestan- og norðanvert. Mán- aðarmeðalhitinn í Reykjavík var 1,5 stig og er það 0,3 stigum ofan með- allags áranna 1961 til 1990. Á Ak- ureyri var meðalhitinn -1,0 stig og er það um 0,7 stigum undir meðallagi. Illviðri settu svip sinn á mán- uðinn, sérstaklega framan af. Fyrstu dagana gerði óvenjuöflugt norðanillviðri með foktjóni víða um land. Mjög úrkomusamt var um landið norðan- og austanvert, en tiltölulega þurrt á Suðurlandi. Mikill snjór var víða um landið norðanvert en snjó- létt syðra. Sólskinsstundir í Reykjavík voru færri en í meðalári. sisi@mbl.is Meðalhitinn nærri meðallagi  Nóvember var óvenju illviðrasamur Morgunblaðið/Golli Nóvemberveðrið Færri sólskins- stundir voru í borginni en í meðalári. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur legið ljóst fyrir í samskipt- um mínum við starfsmenn Fjármála- eftirlitsins síðan þessi athugun hófst að þetta hafi verið unnið með hang- andi hendi hjá þeim og nánast ólund. Ég átti því ekki von á öðru eftir að ég sá þeirra fyrstu viðbrögð en að þetta yrði málamyndagjörningur og ekki neitt sem dygði til alvöru rannsókn- ar,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár. Tilefnið er sú niðurstaða FME í gær að ekki beri að gera athugasemd- ir við starfshætti Arion banka í tengslum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot BM Vallár hf. Ætlar að vinna gögnin betur Víglundur unir niðurstöðunni ekki. „Ég mun leggja fram ný gögn eftir helgi. Þau eru stór og mikil þannig að ég ætla að vinna þau aðeins betur til þess að menn geti náð utan um þau og skilið og tekið til meðhöndlunar,“ segir Víglundur. „Þetta er í takt við hvernig FME hefur haldið á málum frá hruni, þar sem hags- munir fjármála- fyrirtækjanna eru teknir fram yfir viðskiptavinina. Tugþúsundir Íslendinga eru til vitnis um það.“ Forsaga málsins er sú að Víglund- ur telur að við endurskipulagningu á BM Vallá í kjölfar efnahagshrunsins, þegar lánasöfn Kaupþings voru endurmetin og þau færð yfir í nýja bankann, Arion banka, hafi verið gengið gegn úrskurðum FME í okt. 2008 sem byggðust á neyðarlögunum. „Eins og ég best veit hafa þeir úr- skurðir aldrei verið afturkallaðir af Fjármálaeftirlitinu og eru því sam- kvæmt stjórnsýslulögum enn hinn lögmæti grundvöllur um stofnun krafna nýja bankans. Ef sá skilningur minn er réttur sýnist mér að sú vinna sem fram hefur farið í Arion banka og skilanefnd Kaupþings sem skipuð var af Fjármálaeftirlitinu kunni að hafa farið gegn þessum úrskurði FME með afdrifaríkum hætti fyrir marga viðskiptavini bankans, þ.m.t. mig og félag mitt BM VALLÁ hf.,“ sagði Víglundur m.a. í tilkynningu þegar hann greindi frá beiðni sinni til FME í ágúst sl. Svör Arion banka ítarleg Fram kom í tilkynningu FME í gær að það hefði leitað eftir sjónar- miðum Arion banka vegna málsins. „Meðal þess sem óskað var eftir voru upplýsingar um verklag bank- ans og viðmið sem lögð voru til grund- vallar við mat á því hvort samþykkja ætti endurskipulagningu fjárhags skuldara eða hvort fara ætti fram á gjaldþrotaskipti … Svör Arion banka hf. við fyrirspurnum FME voru ítar- leg og studd viðeigandi gögnum,“ sagði þar m.a. Segir FME hafa farið yfir málið með hangandi hendi  Víglundur Þorsteinsson boðar gögn um mál BM Vallár Víglundur Þorsteinsson Bílvelta varð við Þingvelli í gær- dag. Ökumaður og farþegi sem voru í bílnum voru flutt á sjúkra- húsið á Selfossi til skoðunar. Bíllinn er óökufær en töluverð ísing var á veginum. Í tilkynningu frá Vega- gerðinni í gær kom fram að sunn- anlands sé veður víða með þeim hætti að varasöm ísing geti mynd- ast á vegunum sem eru blautir. Valt í ísingu á veg- inum við Þingvelli Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr. „Við erum komin upp eina brekk- una, eina þá veigamestu. Það er náttúrlega grundvallaratriði að láns- samningurinn sé í höfn. Óháð þessu liggur fyrir að það verður hins vegar ekki byrjað að sprengja fyrr en það glittir í vorið af tæknilegum ástæðum,“ segir Pétur Þór Jón- asson, form. stjórnar Vaðla- heiðarganga hf., um þýðingu þess að fjármálaráð- herra hafi í gær undirritað fyrir hönd ríkisins lánssamning upp á 8,7 ma.kr. vegna jarðganganna. „Þetta er veigamesti samning- urinn. Síðan er það samningur við innanríkisráðuneytið um gerð og rekstur ganganna sem bíður undir- ritunar eftir helgi. Sá samningur kveður á um heimild til að reka göngin og til að innheimta veggjald. Loks er eftir að ljúka samningi við verktakann,“ segir Pétur Þór. Gætu byrjað í vor Karl Þráinsson, forstjóri Ís- lenskra aðalverktaka, segir fram- kvæmdir geta hafist með vorinu. „Ég á ekki von á öðru en að þetta geti fari að rúlla. Maður er búinn að bíða svo lengi að maður vill ekki segja neitt fyrr en hlutirnir eru af- staðnir. Um leið og samningur er undirritaður tekur þrjá til fjóra mánuði að hefja jarðgangagerð. Þarf þar m.a. að horfa til veðurs. Þetta gæti klárlega hafist næsta vor.“ Geti byrjað að sprengja með vorinu  Vaðlaheiðar- göng hf. fá lán Pétur Þór Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.