Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Einholt, 160082, Hornafirði, þingl. eig. Lífsval ehf., gerðarbeiðandi
Arion banki hf., föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á Höfn,
30. nóvember 2012.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Iðufell 8, 205-2548, Reykjavík, þingl. eig. Magnús Hjörtur Karlsson,
gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 6. desember 2012 kl.
14:00.
Krummahólar 6, 204-9489, Reykjavík, þingl. eig. Ingi Geir Hreinsson,
gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 6. desember 2012 kl.
11:30.
Laufrimi 3, 222-4594, Reykjavík, þingl. eig. Helga Ólafsdóttir og Þórir
Ingi Sveinsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Reykjavíkurborg,
fimmtudaginn 6. desember 2012 kl. 14:30.
Logafold 77, 204-2704, Reykjavík, þingl. eig. Lovísa Guðbjörg
Sigurjóns, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, SP Fjármögnun hf og
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 6. desember 2012 kl.
10:30.
Veghús 13, 204-0989, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Brynhildur Þöll
Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 6.
desember 2012 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
30. nóvember 2012.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Borgartún 30a, 226-0280, Reykjavík, þingl. eig. Benedikt Ólafsson og
Björg Ólöf Berndsen, gerðarbeiðandi Stafir lífeyrissjóður, miðviku-
daginn 5. desember 2012 kl. 10:30.
Hátún 8, 201-0310, Reykjavík, þingl. eig. Db. Þuríðar Hermannsdóttur,
gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 5. desember
2012 kl. 10:00.
Hraunbær 20, 204-4514, Reykjavík, þingl. eig. Hulda Ingvarsdóttir,
gerðarbeiðendur Gildi - lífeyrissjóður, Reykjavíkurborg og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 13:30.
Krókháls 5, 222-4903, Reykjavík, þingl. eig. Njála ehf, gerðar-
beiðendur Reykjavíkurborg og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn
5. desember 2012 kl. 15:00.
Naustin 1, 200-2582, Reykjavík, þingl. eig. BS10 ehf., gerðarbeiðandi
Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 11:30.
Skúlagata 40a, 200-3521, Reykjavík, þingl. eig. R.S. vörur og þjónusta
ehf, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 5. desember
2012 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
30. nóvember 2012.
✝ Björn Breið-fjörð Finn-
bogason fæddist á
Eyri við Mjóafjörð
N-Ísafjarðarsýslu
24. maí 1937. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Ísafirði 23. nóv-
ember 2012.
Foreldrar Björns
eru Salvör Krist-
jánsdóttir og Finn-
bogi Björnsson frá
Kirkjubæ og eru þau bæði látin.
Systkini Björns eru: 1) Ólöf, maki
Guðmundur Ólason. Þau eru
bæði látin. Börn þeirra eru: a)
Kristján Bjarni, b) Guðrún Ólöf,
c) Salvar Finnbogi, d) Vignir. 2)
Guðmundur Kristján, hann er
látinn, eftirlifandi sambýliskona
Valdís Jónsdóttir. 3) Kristján
Ragnar, maki María Sonja
Hjálmarsdóttir, hún er látin.
Börn hans eru: a) Kristinn Finn-
bogi, hann er látinn. b) Jón
Brynjar. 4) Arndís,
barn hennar er: a)
Árni Þór Einarsson.
Björn vann alla
sína starfsævi sem
bifreiðastjóri. Árið
1963 byrjaði hann í
vörubílaakstri og
gekk síðan til sam-
starfs við Gunnar
og Ebeneser hf.,
það samstarf varði
allt til ársins 1980.
Eftir það starfaði hann við eigin
rekstur með vörubíla og leigu-
bílaakstur. Árið 2000 gerðist
hann verktaki hjá Íslandspósti og
stofnaði fyrirtækið Vestanpóst-
urinn ehf. Á árinu 2012 hóf hann
síðan rekstur á eigin vöruflutn-
ingabifreið og starfaði sem verk-
taki hjá Eimskip-Flytjanda allt til
dauðadags.
Útför Björns fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 1. desember
2012, og hefst athöfnin kl. 14.
Nú hefir „maðurinn með ljá-
inn“ lagt að velli Björn Finn-
bogason eða Bjössa á Kirkjubæ
eins og hann var kallaður. For-
eldrar hans fluttu að Kirkjubæ
vorið 1946. Þau voru félagslynt
fólk og gengu þau fljótlega til
liðs við Íþrótta- og málfunda-
félagið Ármann og voru mjög
virk í starfi þess um árabil.
Þannig tókst mikil vinátta milli
okkar fjölskyldu á Grænagarði
og þeirra.
Þegar ég eignaðist minn
fyrsta vörubíl ók ég mikið fyrir
þau, þar til að Guðmundur sonur
þeirra eignaðist vörubíl strax og
hann hafði aldur til. Þetta voru
heyflutningar, kol og fleira. Það
var því ekki óeðlilegt að kynni
mín við Kirkjubæjarfólkið yrðu
mikil.
Bræðurnir á Kirkjubæ urðu
strax liðtækir skíðamenn og
tóku þátt í Vestfjarðamótum og
innanfélagsmótum með góðum
árangri.
Vorið 1953 þegar tengdafaðir
minn tók við vegaverkstjórn í
Djúpinu útvegaði ég Bjössa
vinnu þar hjá honum. Þar var
búið í tjöldum og vorum við
tjaldfélagar í þrjú sumur. Hann
keypti síðan af mér sinn fyrsta
vörubíl vorið 1956 og er með
hann í vegavinnu þar í nokkur
ár. Haustið 1959 þegar Dynjand-
isheiðin opnast hófum við
Ebeneser Þórarinsson fyrstir
manna reglubundna vöruflutn-
inga milli Ísafjarðar og Reykja-
víkursvæðisins. Þetta var fjór-
hjóladrifinn bíll, þá forfallaðist
Ebbi og ég fékk Bjössa til að
keyra með mér um haustið.
Þetta var gott haust þó að snjór
væri á heiðum. Þá kom strax í
ljós hvað Bjössi var góður og
gætinn bílstjóri sem hægt var að
treysta. Ferðirnar þetta haust
voru erfiðar, þá þekktist ekki
snjómokstur. Ég minnist þess
sérstaklega þegar millikassinn
bilaði á miðri Þingmannaheiði,
við urðum að taka hann undan
bílnum og fara með hann til
Þingeyrar til viðgerðar. Við vor-
um svo heppnir að fá góðan Rús-
sajeppa frá Fossá, og Matthías í
smiðjunni á Þingeyri átti réttar
legur. Þegar við komum til baka
var komið leiðindaveður með
slyddu og snjókomu þannig að
ekki var sældarverk að koma
kassanum í (það voru engir
kuldagallar í þá daga).
Bjössi keypti sér síðan flutn-
ingabíl og byrjaði vöruflutninga
frá Reykjavík, en okkur öllum til
happs gekk hann til liðs við okk-
ur Ebba. Fyrsta mars 1963
stofnum við fyrirtækið Gunnar
og Ebeneser h/f sem við rákum
saman til 1980. Við seldum flutn-
ingabílana 1980 en héldum
áfram mjólkur- og póstflutning-
um í Djúpinu til 1987. Þegar við
keyptum fyrsta kojubílinn ókum
við Bjössi saman í mörg ár, við
slíkar aðstæður kemur vel í ljós
hvort menn eiga skap saman.
Björn annaðist síðan póst-
flutninga að sunnan frá árinu
2000 þar til í haust og fór það vel
úr hendi.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Bjössa af heilum hug öll okkar
samskipti og veit að hann fær
góða heimkomu og ekur áfram á
ókunnum slóðum. Að lokum
sendum við Valgerður og fjöl-
skylda aðstandendum Bjössa
hugheilar samúðarkveðjur og
veit að sá sem öllu ræður verður
með þeim nú um stundir.
Gunnar Pétursson.
Björn Breiðfjörð
Finnbogason
Í dag kveðjum við Valborgu
Sigurðardóttur, fyrrverandi
skólastjóra Fósturskóla Íslands.
Árið 1946 kom Valborg heim til
Íslands að loknu háskólanámi í
uppeldis- og sálarfræði í Banda-
ríkjunum. Það ár varð hún fyrsti
skólastjóri Uppeldisskóla Sum-
argjafar sem síðar varð Fóstru-
skóli Sumargjafar og Fóstur-
skóli Íslands. Þar mótaði hún
skóla sem átti sér enga hefð í ís-
lensku skólakerfi og gegndi
skólastjórastarfinu í hartnær 40
ár. Hún var því sannkallaður
brautryðjandi í menntun leik-
skólakennara. Valborg var
margbrotinn persónuleiki. Hún
var skólamaður með skýra sýn á
þarfir ungra barna og hvernig
samfélagið gæti sem best upp-
Valborg
Sigurðardóttir
✝ Valborg Sig-urðardóttir
fæddist 1. febrúar
1922 í Ráðagerði á
Seltjarnarnesi en
ólst upp á Ásvalla-
götu 28 í Reykja-
vík. Hún lést á dval-
ar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund
25. nóvember 2012.
Útför Valborgar
fór fram frá Nes-
kirkju 30. nóvember 2012.
fyllt þær og unnið
að velferð þeirra.
Hún var dugleg
baráttukona og ein-
læg í baráttunni
fyrir menntun
kvenna og gegn al-
gengum fordómum
sem sneru að hlut-
verki leikskóla og
menntun leikskóla-
kennara, átakamál-
in voru svo sannar-
lega mörg. Valborg var að auki
glæsileg heimskona, vel ritfær,
skemmtileg og hnyttin í tilsvör-
um. Það gustaði af henni hvar
sem hún kom.
Ég kynntist Valborgu 1981
þegar ég leysti hana af sem
skólastjóra í nokkur ár með
hléum, m.a. þegar hún vann að
Uppeldisáætlun fyrir dagvistar-
heimili á vegum menntamála-
ráðuneytisins. Útgáfa Uppeldis-
áætlunar 1985 markaði tímamót
í leikskólamálum. Ég tók síðan
við skólastjórastarfinu þegar
hún ákvað að segja því lausu.
Hún sat þó ekki auðum höndum
heldur lét áfram til sín taka í fé-
lagsmálum sem tengdust velferð
barna og sinnti ritstörfum.
Valborg var ákaflega farsæl í
sínu einkalífi. Eiginmaður henn-
ar var Ármann Snævarr, fyrr-
verandi rektor Háskóla Íslands,
og eignuðust þau fimm börn. Ár-
mann lést fyrir tveim árum.
Heimili þeirra hjóna var mikið
menningarheimili og þar var
mjög gestkvæmt m.a. vegna
starfa þeirra beggja en einnig
voru þau vinmörg. Valborg
sinnti hlutverki gestgjafans með
sama glæsibrag og dugnaði og
skólastjórastarfinu. Ég undrað-
ist oft hvernig hún kæmist yfir
þetta allt saman. Að mínu áliti
kom tvennt til. Annars vegar
hugmyndaauðgi, dugnaður og
þrautseigja Valborgar og hins
vegar sú staðreynd að hún stóð
ekki ein. Við Haukur eiginmaður
minn kynntumst Valborgu og
Ármanni og áttum með þeim
margar góðar stundir. Það fór
ekki á milli mála hve stoltur Ár-
mann var af Valborgu og starfi
hennar og studdi hana með ráð-
um og dáð. Þetta var svo sann-
arlega gagnkvæmt, þarna fóru
mjög samhent hjón.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Valborgu
og hugsjónum hennar. Minning
hennar mun lifa áfram í huga
margra og verða þeim hvatning
til góðra verka, ekki síst þeim
sem vinna að menntun barna.
Við Haukur sendum börnum
og fjölskyldu Valborgar okkar
innilegustu samúðaróskir.
Gyða Jóhannsdóttir.
Af lífi og starfi heiðurs-
hjónanna Valborgar Sigurðar-
dóttur og Ármanns Snævarr má
lesa hluta af nútímasögu ís-
lensku þjóðarinnar er það voru
forréttindi bestu námsmannanna
að fara utan til framhaldsnáms.
Sem að loknu námi stjórnuðu
stofnunum, sátu í nefndum,
fluttu erindi, rituðu greinar,
námsefni og bækur auk þess að
stunda kennslu og standa sjálfir í
einstökum aðgerðum.
Með þessu móti gátu þeir í
rauninni afkastað mörgum ævi-
störfum og það átti vel við þau
hjónin.
Er Valborg Sigurðardóttir
varð dúx Menntaskólans í
Reykjavík tíðkaðist að dúxar og
semidúxar menntaskólanna
fengju sjálfkrafa námsstyrk er
nægði til að hefja framhaldsnám
í framandi löndum.
En þarna við útskrift Valborg-
ar, árið 1941, var styrkjunum
fjölgað úr fjórum í tíu en hún lát-
in vita að styrkirnir væru ein-
göngu ætlaðir piltum.
Þá 19 ára þurfti hún að berja
niður þennan fordæðuskap úr
fortíðinni og styrkinn fékk hún
árið eftir.
Á stríðsárunum stundaði Val-
borg nám í Bandaríkjunum,
bæði í sálarfræði og uppeldis-
fræði, þegar konurnar fóru þar
út af heimilunum að vinna við
hergagnaframleiðsluna til jafns
við karlanna.
Valborgu varð ljóst að þannig
yrði þróunin framvegis að konur
færu, með aukinni menntun, að
njóta sín í atvinnu utan heimil-
anna.
Börn þeirra þyrftu því að
hefja skólagöngu fyrr og það á
stofnunum þar sem fléttað væri
saman lærdómi og leik.
Heimkomin frá námi hóf Val-
borg strax að gera grein fyrir
þessum óumflýjanlegu þjóð-
félagsbreytingum, en flestir hér
heima hugðu slíkar hugmyndir
bæði aðför að húsmæðrastarfinu
og heimilinu, þar sem konur
ættu að halda sig.
Árið 1946 tók Valborg að sér
stofnun og rekstur á Uppeldis-
skóla Sumargjafar er fagmennt-
aði starfsfólk fyrir barnaheimili.
Barnagæslu töldu heimamenn
þá ekki til sérstakra uppfræðslu-
starfa og þyrfti hvorki til mennt-
un né námsefni.
Í brautryðjandastarfi sínu
hélt félagsvísindakonan Valborg
ótrauð áfram að mennta þá
starfsstétt þeirra er leiðbeindi
ungum börnum til aukins
þroska. Innan almenna mennta-
kerfisins var Fósturskóli Íslands
stofnaður árið 1973 og varð Val-
borg skólastjóri. Ekki vildu
ráðamenn þá samþykkja tillögu
Valborgar að hún útskrifaði leik-
skólakennara, frá fornu fari teld-
ust þær fóstrur er gættu að
börnum annarra og væri ekkert í
ætt við kennslu.
Valborg fylgdist með ávöxtum
ævistarfsins þar sem leikskólar
risu í hverju sveitarfélagi og
menntun leikskólakennara end-
aði í Háskóla Íslands sem hluti af
kennaramenntun í landinu. Auk
þess að sjá svo konur flykkjast
til náms og starfa í atvinnulífinu.
Við hégiljur og fáfræði fortíð-
arinnar vann Valborg Sigurðar-
dóttir öll sín stríð.
Þessi fluggáfaða og skemmti-
lega kona fagnaði afkomendum
sínum á 90 ára afmæli sínu í
febrúar síðastliðnum við bæri-
lega líðan og mikla hamingju.
Afkomendum vottum við sam-
úð og þökkum viðkynninguna við
eina af merkustu menntakonum
þjóðarinnar.
Lena Kristín Lenharðs-
dóttir og Viggó Jörgensson.
Ég sá þig í fyrsta
sinn með mömmu á
matsölustað. Þú
varst í bleikri skyrtu og með
tvenn gleraugu, nokkuð sem þú
varst oftast með þegar þú varst
að lesa, mér fannst það alltaf
svo rosalega fyndið og við hlóg-
um öll þrjú að því. Við gerðum
svo margt saman, það eru svo
Jón Ásbjörnsson
✝ Jón Ásbjörns-son fæddist í
Reykjavík 30. nóv-
ember 1938. Hann
lést 2. október 2012.
Útför Jóns fór
fram frá Hallgríms-
kirkju 11. október
2012.
margar sögur til
þess að segja, all-
ar fyndnar, eins
og þegar við fór-
um að skíða og þú
hélst mér niður
erfiðustu brekk-
urnar til þess að
komast niður, en
þegar við komum
að bílnum fundum
við ekki lyklana og
við komumst að
þeirri niðurstöðu að þeir hefðu
dottið úr vasanum. En það var
ekki svo leiðinlegt, við gistum á
hóteli og fórum að borða í
skíðaskónum og lopapeysum.
Það var gaman að vera í sum-
arbústaðnum, veiða, fara í golf-
ferðir, út að borða, og á litla
bátinn þinn sem þú áttir í Salo-
brena, þar sem við veiddum
skrítna fiskinn sem var eitr-
aður.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Fyrir mér hefur þú alltaf verið
pabbi minn. Þú kenndir mér
svo margt og við gerðum svo
marga hluti saman. Ég man að
ég spurði þig hvort ég mætti
kalla þig „pabba“ og hvort að
þegar þið mamma mynduð gift-
ast væri Birgir bróðir minn.
Við vorum litla fjölskyldan, ég
hef alltaf sagt það, þú kallaðir
okkur „the incredibles“.
Ég vildi óska þess að þú
værir hér. Þetta var erfitt, eins
og margt í lífinu, en ég ætla að
reyna að gleyma þessu vonda
og geyma þetta góða.
Þín dóttir,
Aðalheiður Björg.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil.
Minningargreinar
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent má
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is.
Minningargreinar