Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 12
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Alþjóðlegi alnæmisdagurinn, dagur Rauða borðans, er í dag, 1. desem- ber. Viðburðir í tilefni hans verða víða um heim til að vekja athygli á baráttunni gegn HIV og alnæmi. Ís- land er þar enginn eftirbátur en hjá samtökunum HIV-Ísland verður op- ið hús að Hverfisgötu 69 milli kl. 15 og 18. Einar Þór Jónsson fram- kvæmdastjóri HIV-Ísland segir að það verði líka heilmikið um að vera í Kringlunni eftir hádegi þar sem m.a. samtökunum verður afhentur pen- ingastyrkur frá snyrtivörufyrirtæk- inu MAC upp á 2,5 milljónir til fræðslustarfs. „Þetta bjargar fræðslustarfinu hjá okkur. En við förum og tölum við krakka í grunn- skólum og fræðum þau um HIV, al- næmi og kynsjúkdóma,“ segir Ein- ar. „MAC hefur haldið úti mjög miklu hjálparstarfi varðandi HIV og alnæmi út um allan heim. Á níunda áratugnum voru það tveir hommar sem stofnuðu MAC, annar þeirra dó úr alnæmi og í framhaldinu var stofnaður þessi sjóður sem við fáum nú afhent úr.“ Einar fór á alþjóðlega alnæm- isráðstefnu í Bandaríkjunum á árinu og segir hann það hafa verið tíma- mót. „HIV-jákvæðu fólki var lengi vel bannað að koma inn til Banda- ríkjanna en í tíð Obama var því af- létt. Þegar ég mæti út er mér boðið ásamt litlum hópi af fólki í hádeg- ismat til Obama í Hvíta húsið. Þetta sýnir hvað hlutirnir og viðhorfin geta breyst hratt,“ segir Einar. Á alheimsvísu segir hann að það sé orðinn miklu meiri sam- takamáttur og samvinnuvilji að ná utan um HIV og alnæmi. „Það eru ekki mörg ár þangað til það verður búið að ná böndum utan um þennan faraldur,“ segir Einar sem er þó áhyggjufullur yfir því að fjöldi HIV greindra hér á landi virðist ætla að fara hægt minnkandi. Vefsíða:www.hiv-island.is. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn í dag  Opið hús hjá HIV- Ísland  Fá 2,5 m.kr. styrk til fræðslu AFP Táknrænt Rauði borðinn er tákn um baráttuna gegn HIV og alnæmi. Morgunblaðinu var í gær veitt mannúðarviðurkenn- ing frá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir árið 2012. Á myndinni má sjá Pétur Blöndal, blaðamann Morgunblaðsins, taka við verðlaununum úr höndum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Fékk blaðið, ásamt fréttastofu Stöðvar 2, viðurkenn- ingu sem fjölmiðill mannúðar. Einnig fengu 16 fyrir- tæki viðurkenningu sem fyrirtæki mannúðar. Fjölskylduhjálp veitti 16 fyrirtækjum og tveimur fjölmiðlum viðurkenningar Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið fjölmiðill mannúðar Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Kröfurnar um að honum yrði refs- að voru áberandi og háværar. Þær byggðu hins vegar hvorki á þekk- ingu á sakarefninu né greiningu á því. Meira að segja var opinberlega settur persónulegur þrýstingur á dómarana í málinu meðan málið var til meðferðar og jafnvel eftir að það var tekið til dóms. Vilji dómstólar standa undir nafni verða þeir að standa slíkan þrýsting af sér og dæma einungis eftir lögunum,“ skrifar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, um dóm gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón Steinar skrifar grein um mál- ið í Tímarit lögfræðinga og færir þar rök fyrir því að Baldur hafi ranglega verið dæmdur fyrir inn- herjasvik vegna sölu á hlutabréfum í Landsbankanum í september 2008. Jón Steinar rifjar upp setu Bald- urs í svonefndum samráðshópi, stjórnskipaðri nefnd sem fjallaði um fjármálastöð- ugleika og við- búnað við hugs- anlegum áföllum í fjármálakerfinu. Var það m.a. á vettvangi hópsins sem Baldur átti að hafa fengið innherjaupplýsingar sem hafi leitt til sölu hans á hluta- bréfunum, svo og á fundum með fyrirsvarsmönnum Landsbanka Ís- lands 13. ágúst og fjármálaráðherra Bretlands 16. september 2008. Ekki refsivert að selja Jón Steinar spyr hvort refsivert sé að selja hlutabréf ef sá sem selur viti eitthvað neikvætt um hlutafélag- ið sem „markaðurinn“ viti ekki og svarar því svo neitandi. Hann rifjar einnig upp 120. gr. laga um verðbréfaviðskipti þar sem segi að innherjaupplýsingar séu þær „nægilega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinber- ar“ og séu líklegar til að hafa mark- tæk áhrif á markaðsverð hlutabréfa ef opinberar væru. Hann spyr svo hvort það hafi ver- ið innherjaupplýsingar í Lands- bankanum að breskir og hollenskir eftirlitsaðilar með fjármálafyrir- tækjum hefðu látið í ljós áhyggjur af því að innistæðutryggingakerfi bankans væri ófullnægjandi fyrir hagsmuni innlánseigenda á Icesave- reikningum í þessum löndum. Svar- ið sé nei. Þá vísar hann til lagaákvæðis þar sem kveðið er á um að fjármála- fyrirtæki skuli þegar í stað miðla innherjaupplýsingum til markaðar- ins. Jón Steinar spyr af hverju um- ræddar upplýsingar í máli Baldurs hafi aldrei verið birtar og svarar því til að það hafi verið vegna þess að þær voru ekki innherjaupplýsingar. Telur Hæstarétt hafa látið undan þrýstingi  Jón Steinar gagnrýnir dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni Jón Steinar Gunnlaugsson SJÁLFSTÆÐI EÐA INNLIMUN? Baráttan um uppkastið 1908 Hér fjallar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur af alúð og innlifun um þennan mikilvæga þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. „Gunnar hefur skrifað vandaða bók um áhugaverðan kafla í sögu þjóðarinnar. Að baki henni liggur greinilega mikil vinna. Hann lýsir skoðunum sínum á mönnum og málefnum, en passar um leið að færa skýr rök fyrir afstöðu sinni . .. Þetta er mjög fróðleg bók.“ EGILL ÓLAFSSON / MORGUNBLAÐIÐ KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD- BLANDARAR vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Jólatilboð á www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.