Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Þegar litið er yfir þjóðmálasviðið vakna ýmsar hugleiðingar hjá gömlum heimagangi sem amlaði þar eitt sinn. Kosningar nálg- ast og þær þýða alltaf einhvers konar uppgjör og vonandi að það fari eftir málefnum einum, en ekki upphrópunum gífuryrðanna sem aldr- ei hefur verið meira af en nú. Sem stuðningsmanni þessarar ríkisstjórnar þykir honum afar margt hafa vel til tekist eftir þau býsn auðgræðginnar sem voldugir stjórnmálamenn leiddu til öndvegis í þjóðfélaginu, þótt sumir vilji ekki við krógann kannast í dag og jafnvel klif- að á því að það hafi aldrei orðið hrun, en látum þá um það, aðeins ef við ekki tökum minnsta mark á orðum þeirra. Það er líka meira en lítið broslegt að sjá þá sem tóku erlend- um tíðindum af íslenzkum vettvangi sem heilögum sannleika að sjá nú þá sömu gjöra sem allra minnst úr þeim vitnisburðum óháðra aðila sem telja okkur Íslendinga hafa náð undra- verðum árangri miðað við þann hrikalega vanda sem menn stóðu frammi fyrir. Auðvitað hefur ekki allt tekist sem skyldi og of margir hafa hlaupist undan þeirri ábyrgð sem kjósendur síðast fólu þeim og á margan veg gjört erfiðara fyrir um framkvæmd alla. Ýmislegt hefur einnig verið knú- ið fram af meira kappi en forsjá svo sem ESB-endaleysan og stjórn- arskrármálið sem hefði svo sann- arlega þurft að verða samkomulag um milli sem allra flestra, þótt auð- vitað hefðu gæzlumenn sérhags- munanna aldrei orðið ásáttir. Varð- andi ESB-málið finnst mér þó alltaf jafngrátbroslegt þegar sama liðið og knúði EES-samninginn í gegn þrátt fyrir kröfur þúsundanna um þjóð- aratkvæði eru að býsnast yfir reglu- gerðarfarganinu hjá ESB, því sama fargani að meirihluta sem þeir leiddu yfir okkur og dynur yfir nær dag hvern. Hitt er svo annað mál að reglustiku„blýantsnagarar“ Brussel- valdsins hafa auðvitað ekkert annað að gjöra en semja endalausar reglu- gerðir um allt milli himins og jarðar, í ljósi þeirrar trúar að betra sé illt að gera en ekki neitt. En svo ég víki að megintilgangi þessa pistils þá tel ég að brýnasta verkefni þessarar ríkisstjórnar, ef hún vill einmitt nú á komandi kosningaári standa vel undir nafni sem vinstri- og velferð- arstjórn, að láta þess sjást rækileg merki í fjárlögum næsta árs. Þar eru fremst kjara- mál öryrkja og eldri borgara, sem þarfnast verulegrar lagfær- ingar. Þar dugar nefni- lega ekki að hampa ein- hverju frumvarpi sem á að sögn að taka á og draga úr alls konar skerðingum í tryggingakerf- inu einhvern tímann í framtíðinni, slíkt er einfaldlega aumkunarvert, ef ekki verður ráðin á bragarbót nú með fjárlagagerð. Ég skal við- urkenna að vissulega var kjörum hinna allra lægstlaunuðu í þessum tekjuhópum hlíft að nokkru eftir hrun og ekki skal ég heldur taka und- ir það að launahækkun gangi rakleitt upp allan tekjustigann hjá þeim eldri borgurum sem blessunarlega hafa það bærilegt í dag. En að hinum þarf að hlúa og það myndarlega sem eru við og undir fátæktarmörkum í dag. Það verður ugglaust spurt hinnar sí- gildu spurningar: Hvar á að taka peningana? Þá svara ég því til að svo skelfilega víða er of í lagt í alls konar gæluverk- efni í fjárlögunum að þaðan má færa fjármuni. Ég nefni bara hin geggjuðu ESB-útgjöld svo og framlög til utan- ríkisþjónustunnar almennt og fleira má nefna af verkefnum sem hæglega má setja á ís og mega og eiga að bíða. Hins vegar þola kjarabætur til ör- yrkja og aldraðra sem á þurfa að halda enga bið. Það skiptir nefnilega máli hvernig á því verður tekið. Og skal þá ekki gleymt því hversu við var brugðist af þeim sem áður vermdu valdastóla, þegar leitað var á sínum tíma eftir leiðréttingum á þessum þætti kjaramála. En slíkt af- sakar ekki kalt kæruleysi núverandi stjórnvalda gagnvart sárri fátækt þessa fólks. Það kalda kæruleysi má ekki verða staðreynd nú. Eftir Helga Seljan » Þar eru fremst kjaramál öryrkja og eldri borgara, sem þarfnast verulegrar lag- færingar. Helgi Seljan Höfundur er fyrrv. alþingismaður. Það sem skiptir máli Íslendingar standa framarlega í björg- unarstörfum. Hvert mannslíf er með réttu talið dýrmætt og fátt til sparað að bjarga fólki sem er í háska statt. Viðbrögð björg- unarsveita láta ekki á sér standa, menn vita að hver mínúta getur skilið milli lífs og dauða. Þessu er ólíkt farið þegar háskinn er ekki auðsær í augnablik- inu en snertir samt milljónir, jafnvel mannkyn allt, og liggur í fjarlægri framtíð á tímaskala meðal manns- ævi. Þó hafa slíkar horfur verið að skýrast og taka á sig raunverulega mynd síðustu hálfa öld og eru nú í huga flestra vísindamanna orðin vissa sem fátt geti haggað nema skjót og samhent viðbrögð. Hér er átt við loftslagsbreytingar af manna- völdum sem eru óðfluga að kalla yfir mannkynið það syndaflóð sem eng- um mun hlífa. Upplýsingar á hvers manns borði Loftslagsþróunin hefur verið við- fangsefni herskara vísindamanna um áratugi. Niðurstöður sem varða hnattræn líkön eru dregnar saman með jöfnu millibili og bornar saman við reynslu hvers árs og síðustu ára- tuga. Allt ber þar að sama brunni: Hlýnun andrúmsloftsins og heims- hafanna er staðreynd og leiðir af sér bráðnun jökla, hækkun sjávarborðs, röskun veðurkerfa og úrkomu, þurrka á stórum svæðum og úrhellis á öðrum, magnaðra storma og sjáv- arflóða. Sveiflur hafa fylgt veðurfari frá ómunatíð, en það sem nú er að gerast gengur þvert á það sem hnattræn líkön gera ráð fyrir sem náttúrulegum sveiflum. Skýringin sem við blasir er losun gróðurhús- lofts af mannavöldum sem á uppruna sinn í notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa – olíu, jarðgass og kola. Allt stefnir það upp á við, í öfuga átt, og magnar þann háska sem að mannkyni steðjar. Ráðstefnur eru haldnar, þær stærstu á vegum aðild- arríkja að loftslagssamningi SÞ, 18. ársfundurinn (COP-18) stendur yfir þessa dagana í Doha. Þess utan eru haldnir óteljandi fundir, einn fróðlegur t.d. fyrir hálf- um mánuði hér í Reykjavík á vegum Vísindafélags Íslend- inga. Þar voru stað- reyndir lagðar á borðið af vísinda- og fræði- mönnum, þróunin rak- in og spáð í horfur sem að óbreyttu ganga í eina átt. Almenningur fyllti þar bekki en starfandi stjórnmálmenn voru því miður fjarverandi. Viðbrögð úr ólíkum áttum Þótt endurnýjað alþjóðlegt sam- komulag til að bregðast við loftslags- vandanum hafi enn ekki tekist, fjölg- ar óðfluga þeim röddum sem gera sér ljósan þann háska sem við blasir. Aðvörunarorð hafa á síðustu vikum borist úr ólíkum áttum. Það þóttu stórtíðindi þegar borgarstjórinn í New York úr flokki Repúblikana lýsti yfir stuðningi við Obama for- seta stuttu fyrir forsetakosning- arnar 6. nóvember sl. með vísan til loftslagsmálanna. Sá horfði á afleið- ingar sjávarflóða sem skildu eftir stór svæði New York borgar raf- magnslaus og í rúst. Það var einnig nýmæli að Alþjóðabankinn sendi nú í nóvember frá sér skýrslu með eins konar dómsdagsspá um afleiðingar af hækkun meðalhita í allt að 4°C sem nú stefnir í að óbreyttu fyrir lok þessarar aldar. Í hóp hrópenda bættist síðan fyrir viku Karl Breta- prins með ákall um að mannkynið verði að snúa við blaðinu og taka upp græna stefnu („go green“) eða horf- ast í augu við ólýsanlegar hörm- ungar ella („unbearably toxic and unstable existence“). Það er ekki að- eins banvæn orkustefna sem er að eitra fyrir komandi kynslóðum, við hana bætast horfur á fólksfjölgun úr 7 milljörðum í 9 milljarða fram til 2050. Um þessa þróun sagði David Attenborough skýrt og skorinort fyrir nokkrum dögum: „Sá sem held- ur að takmarkalaus vöxtur sé ger- legur í afmörkuðu umhverfi er ann- aðhvort vitfirrtur eða hagfræðingur.“ En það eru fleiri en hagfræðingar sem þurfa að líta í eig- in barm, þótt ljóst sé að undirrót vandans liggur í ósjálfbæru efna- hagskerfi. Ísland í ólgusjó umhverfisbreytinga Fyrir liggur að hlýnun andrúms- loftsins gengur ekki jafnt yfir jörð- ina, stefnir t.d. í að verða langtum örari á norðlægum slóðum en nær miðbaug. Þannig geta umhverfis- breytingar af hennar völdum orðið afdrifaríkari á norðurslóðum en sunnar á tempraðri svæðum. Þetta varðar ekki aðeins vistkerfi þurr- lendis heldur áhrifin á sjávar- strauma og fiskistofna og þar er Ís- land í einkar viðkvæmri stöðu. Hlýnunin flýtir ekki aðeins fyrir bráðnum heimsskautaíss heldur einnig sífrera á landi; þiðnun hans leysir í auknum mæli úr læðingi met- an (mýragas) sem afar öfluga gróð- urhúsalofttegund. Olíuvinnsla á norðurslóðum sem nú er víða í und- irbúningi magnar upp þann al- þjóðlega vanda sem við er að fást. Í stað þess að gerast þátttakendur í þeim leiðangri eigum við Íslendingar að leggjast fast á sveif með þeim sem mæla fyrir alþjóðlegu samkomulagi gegn olíuvinnslu í Norður-Íshafi, Drekasvæðið umtalaða ekki undan- skilið. Niðurstöður loftslagsrannsókna þurfa að verða sameign almennings. Tími afneitunar og rangtúlkana skammsýnna hagsmunaafla er lið- inn. Eigi að takast að draga úr lofts- lagsógninni þarf vitneskja og vitund um hana að hafa forgang í stjórn- málaumræðu, hvort sem menn telja sig til hægri eða vinstri, grænir eða bláir. Í þeim allsherjarvanda sem að steðjar erum við öll á sama báti og tími til kominn að leggjast á eitt til að ná landi. Eftir Hjörleif Guttormsson » Þetta varðar ekki að- eins vistkerfi þurr- lendis heldur hefur áhrif á sjávarstrauma og fiskistofna og þar er Ís- land í einkar viðkvæmri stöðu. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Loftslagsógnin er prófsteinn á stjórnmálin Ósómi Þegar grannt er skoðað er ekki mjög fagurt um að litast við blómabeðin sem sett voru upp við Austurvöll til að gleðja augu vegfarenda. Stubbahrúgan er ljótur blettur á Austurvelli. Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.