Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 23 dagar til jóla Íbúarnir í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal í Reykjavík eru komnir í jólaskap og jólakötturinn, gæludýr Grýlu, er fluttur í Hafrafell við refagirð- inguna. Þeir sem þora eru hvattir til að heimsækja hann þar. Sauðfé Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins fær jólaklippinguna á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu en þá kemur Guðmundur Hall- grímsson í garðinn og rýr tíu ær og einn hrút. Í för með Guðmundi verður fólk frá Ullarselinu á Hvanneyri sem mun vinna úr ull- inni jafnóðum. Byrjað verður að rýja klukkan 13 og rúningi lýkur um klukkan 16. Ýmislegt annað verður í boði í garðinum um helgar í desember, þar á meðal hestateyming frá klukkan 14 til 14.45. Jólakötturinn kominn í Húsdýragarðinn Jólakötturinn býr í Hafrafelli. Jólasýning Árbæjarsafns í Reykjavík verður opnuð sunnudaginn 2. desember. Þar geta ungir sem aldnir rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um í hestvagni. Klukkan 14 á sunnudag verður guðsþjónusta í safn- kirkjunni. Prestur er séra Egill Hallgrímsson og org- anisti er Sigrún Steingrímsdóttir. Klukkan 15 hefst jóla- trésskemmtun á torginu. Þar verða sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð, við undirleik harmónikku og kórsöng. Jólasveinar verða á vappi um safnsvæðið á milli 14 og 16 og taka þátt í dansinum kringum jólatréð. Hægt er að sýsla við ýmislegt í safninu, svo sem að skera út laufabrauð og börn og fullorðnir fá að föndra, búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira. Sýningin verður opin sunnudagana 2., 9. og 16. desember kl. 13-17. Jólasýning Árbæjarsafns um helgina Jólasveinar verða í Árbæjarsafni í dag. Ljós verða tendruð á jólatré á Ráð- hústorginu á Akureyri í dag en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akur- eyrar í Danmörku. Dagskráin hefst klukkan 14.45 og þar verður ýmislegt til skemmt- unar, meðal annars koma jólasvein- ar á torgið. Sundfélagið Óðinn mun selja heitt kakó og smákökur, Norðurport verður með jólamarkað á Ráðhústorgi frá klukkan 13-16 og hjartað í Vaðlaheiðinni mun aftur byrja að slá. Tendrun jólaljósanna markar upphaf þess sem nefnt er Aðventu- ævintýri á Akureyri. Um helgina verður fjöldi annarra viðburða í tengslum við þá dagskrá, þar á meðal fullveldishátíð Háskólans á Akureyri, fyrsti glugginn á jóla- dagatali Menningarhússins Hofs og Myndlistarskólans á Akureyri verð- ur opnaður, ljósmyndasýning verð- ur opnuð í Ketilhúsinu og jólagjafir liðins tíma verða til sýnis á Leik- fangasýningunni í Friðbjarnarhúsi. Þá mun jólastrætó aka um götur Akureyrar á aðventunni. Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Jólasnjór Glerárkirkja á Akureyri. Ljósin tendruð á Ráðhústorginu Ljósið, end- urhæfingar- og stuðnings- miðstöð, stend- ur fyrir stórri handverkssölu sunnudaginn 2. desember. í Þróttarheim- ilinu, Engjavegi 7, í Reykjavík klukkan 13-17. Notendur Ljóssins, sem kalla sig Ljósbera og velunnara þeirra hafa búið til handverk sem verð- ur selt til styrktar starfsemi Ljóssins. Fram kemur í tilkynningu, að handverkssalan sé árlegur við- burður og ein af stærstu fjáröfl- unum Ljóssins. Húsið á Lang- holtsveginum hafi iðað af lífi síðustu vikur og mánuði þar sem vinnusamir og glaðir Ljósberar leggi hönd á plóginn. Að auki verður kaffisala, vöffl- ur og kökubasar. Þá mun kvenna- kór Kópavogs syngja jólalög. Ljósið með hand- verkssölu á morgun Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið um helgina. Þar verður ýmislegt á boðstólum í sölubásum og einnig skemmtiatriði en Grýla mun stjórna því að allir hagi sér vel. Í dag verða Syngjandi jól haldin í sextánda sinn í Hafnarborg en þá koma saman yfir tuttugu kórar og syngja við hátíðlega athöfn sem stendur frá kl. 9.40-17. Einnig verða jólaljósin tendruð á vinabæjartrénu frá Cuxhaven við höfnina kl. 15. Á sunnudeginum verður að vanda slegið upp úti- jólaballi og mun Rauðhetta sjá um ballið að þessu sinni auk jólasveina. Þá verður Einar töframaður með sýn- ingu, Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar spilar og leikatriðið Hver týndi jólakettinum? frumflutt. Síðar um daginn mun Margrét Arnardóttir rölta um með nikkuna. Jólaþorpið í Hafnarfirði opið um helgina Í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Jóladagatal Norræna hússins hefst kl. 12:34 í dag. Er þetta gjöf Nor- ræna hússins til gesta sinna og er aðgangur ókeypis. Í tilkynningu segir, að hug- myndin á bak við dagatalið sé að bjóða upp á öðruvísi dagskrá á að- ventunni. Viti gestir vita ekki hvað bíði þeirra á bak við gluggann fyrr en gullbjöllu er klingt og dagatals- gluggi dagsins er opnaður. Hugleikur Dagsson hefur skapað mynd fyrir hvert atriði í dagatalinu og birtast þær ein í einu á Facebook Hugleiks. Jóladagatal í Norræna húsinu Jóladagskrá Þjóðminja- safnsins hefst í dag, 1. des- ember, og er þá ókeypis að- gangur að safninu. Jólasýningar verða opn- aðar og í boði er jólarat- leikur. Sýningin Sérkenni svein- anna á Torgi tengir nöfn jólasveinanna við gripi sem tengjast þeim, svo sem ask, kerti og hangilæri. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna. Í forsal á 3. hæð safnsins verður jafnframt hægt að skoða gömul jólatré og jólaskraut. Jólaratleikurinn Hvar er jólakötturinn? hefur verið þýddur á frönsku, þýsku, pólsku og ensku. Í tilkynningu frá safninu segir, að leikurinn sé til- valin leið fyrir fjölskyldur að skemmta sér saman en um leið að fræðast. Á heimasíðu safnsins er að auki hægt að fræðast um íslenska jólasiði og opna jóladagatal á hverjum degi frá 1. desember. Þá er Safnbúðin og er þar hægt að kaupa þjóðleg leikföng, minjagripi, íslenska hönnun og bækur. Jóladagskrá í Þjóðminjasafninu Jólin nálgast Jólasveinar koma í heimsókn í Þjóð- minjasafnið þegar nær líður jólum. Árlegur jólabasar Fríkirkjunnar Kefas verður í dag frá kl. 13-17. Til sölu verða heimabakaðar kökur, smákökur, handverk, bækur, gjafa- vörur og ýmislegt annað á mjög góðu verði að því er kemur fram í tilkynningu. Á basarnum verður happdrætti fyrir börn og fullorðna þar sem vinningar eru á öllum miðum. Jólabakstur Fríkirkj- unnar Kefas í dag Basar KFUK verður haldinn í dag, 1. desember, kl. 14 –17 í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík. Á boðstólum verður handverk og jólaskraut, kökur og tertur, sultur, marmelaði og paté. Í tilkynningu segir, að basarinn sé mikilvæg fjár- öflun fyrir starfsemi KFUM og KFUK og allur ágóði af honum renni til starfs félagsins. KFUK verður með jólabasar í dag Ljósin verður tendruð á Óslóar- trénu svonefnda á Austurvelli í Reykjavík á morgun, sunnudag. Dagskráin hefst klukkan 15.30 en ljósin á trénu verða kveikt um klukkan 16. Meðal gesta verða Hurðaskellir, Gluggagægir og Stúf- ur en þeir hafa laumað sér í bæinn til að segja börnunum sögur og syngja jólalög. Íbúar Óslóar færðu Reykvík- ingum fyrsta grenitréð að gjöf fyrir rúmum sextíu árum og er hefð fyrir því að tendra ljós á trénu fyrsta sunnudag í aðventu. Eimskip hefur frá upphafi flutt Óslóartréð til Reykjavíkur, borgarbúum að kostnaðarlausu. Jón Gnarr borg- arstjóri tók þátt í að fella tréð í Sol- emskogen við Grefsen í Ósló hinn 7. nóvember sl. en það var flutt frá Fredrikstad til Reykjavíkur. Tréð er rúmlega 12 metra hátt og skreytt ljósum, jólastjörnu og jólaó- róa Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Morgunblaðið/ÞÖK Jólaljós Ljósin á Óslóartrénu hafa lengi glatt landsmenn á aðventunni. Ljósin tendruð á Óslóartrénu Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA. Hitler leit svo á að norður- slóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi ... Sjá úr bókinni á: http://issuu.com/magnusthor/ docs/navigi-issuu Návígi á norðurslóðum er sjálfstætt framhald metsölu- bókarinnar Dauðinn í Dumbshafi. holabok.is/holar@holabok.is Fölmenningarleg danssýning og danssmiðja verða í Viðey í dag. Sýningin hefst klukkan 14 þegar sýningarflokkur frá Listdansskóla Hafnarfjarðar mun kynna þrjá ólíka dansstíla; ballett, diskó og nú- tímadans. Að því loknu verður danssmiðja þar sem þátttakendur læra einfaldan dans tengdan gleði og friði. Ef veður og vindar eru vin- samlegir verður deginum lokið með dansi við Friðarsúlu Yoko Ono. Umsjón með danssmiðjunni hefur Eva Rós Guðmundsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Hafn- arfjarðar. Danssýning og danssmiðja í Viðey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.