Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er verið að skoða tæknileg atriði eins og hvernig best væri að fram- kvæma björgun ef Herjólfur strand- aði þarna við hafnargarðana í Land- eyjahöfn og eins hvernig best væri að ná fólki frá borði ef það yrði óhapp milli lands og Eyja,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almanna- varnadeildar Ríkislögreglustjóra um aðgerðaáætlun sem nú er í smíðum vegna Landeyjahafnar. „Þetta voru atriði sem við ætluðum að æfa nú í vikunni en frestuðust vegna óhapps- ins.“ Víðir sagði að áfram yrði unnið að því nú í fyrstu viku desember að afla upplýsinga um þann björgunarbúnað sem er til á svæðinu og hvernig væri hægt að koma honum á staðinn. Þá ætla björgunarsveitir að gera tilraun til að koma búnaði sínum, t.d. flug- línutækjum o.fl., út á hafnargarða við Landeyjahöfn. „Við frestuðum því sem átti að æfa beint með skipinu, eins og móttöku þyrlu og að tæma skipið af farþegum á sjó,“ sagði Víðir, enda er skipið í slipp til viðgerðar. Þá á að halda stóra „skrifborðsæfingu“ 17. janúar 2013 varðandi viðbrögð við mögulegu óhappi sem tengist Herjólfi. Í fyrra var gefin út skýrsla, Áhættuskoðun almannavarna, fyrir umdæmi lögreglustjórans á Hvols- velli. Þar kemur m.a. fram að meta þurfi sérstaklega hættu í Landeyja- höfn og gera viðbragðsáætlun ef þörf er talin á því. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri, sagði að fyrirhuguð björgunaræfing í Landeyjahöfn mundi sýna hvort einhverjir veikir þættir væru í viðbúnaðinum. Eyþór Ólafsson, öryggisstjóri Eimskips, sagði að komið hefðu fyrir atvik þar sem lá við óhappi við sigl- ingar Herjólfs í Landeyjahöfn en þau væru ekki mörg og yfirleitt minni- háttar. Atvikið á laugardagi hefði verið það alvarlegasta hingað til. „Það sem vantar þarna er straum- mælir. Við höfum kallað lengi eftir honum en það hefur hvorki gengið né rekið með það,“ sagði Eyþór. Straummælingar erfiðar Siglingastofnun segir á heimasíðu sinni að hún hafi frá upphafi stutt frekari straummælingar við Land- eyjahöfn. Settur var fastur straum- mælir utan við höfnina í fyrrasumar. Fljótt kom í ljós að sandurinn olli of miklum truflunum til að upplýsing- arnar væru áreiðanlegar. „Vegna mikils ölduróts við strönd- ina hefur verið útilokað að gera stöð- ugar straummælingar því hefð- bundnir straummælar standast ekki það álag sem þarna er, einkum yfir vetrartímann. Þegar útséð var um að tilraunir til straummælinga myndu skila tilætluðum árangri kom til at- hugunar nýleg tækni sem hefur ekki verið reynd áður hér á landi í þessu skyni. Er það radar sem komið er fyrir í landi og skilar jafnóðum yf- irborðsmælingum á straumi, öldu- hæð og öldustefnum á tilteknu svæði. Fyrstu athuganir benda til þess að slíkur radar gæti komið að gagni við straummælingar í Landeyjahöfn. Verði niðurstaðan sú, verður hann settur upp á næstu mánuðum,“ segir í frétt Siglingastofnunar.. Aðgerðaáætlun fyrir Landeyjahöfn  Almannavarnir vinna að gerð aðgerðaáætlunar  Viðbrögð verða æfð á næstunni  Eimskip, útgerð Herjólfs, kallar eftir straummælingum  Siglingastofnun athugar með ratsjá til að mæla strauminn Morgunblaðið/Árni Sæberg Herjólfur í flotkví Fresta varð björgunaræfingu sem fram átti að fara í dag því Herjólfur var ekki tiltækur. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Staðan er hvorki betri né verri en hún hefur verið,“ sagði Guðlaugur Ólafsson, einn þriggja skipstjóra Herjólfs, um siglingar í Landeyja- höfn. Hann er einnig í þarfagrein- ingahópi um nýsmíði Herjólfs. Guð- laugur sagði að menn ætli sér að láta smíða nýja ferju og vonandi breyti hún einhverju. En hvort það reynist fullnægjandi er óvíst, að hans mati. Hann sagði ýmsa í þarfagreininga- hópnum vera þeirrar skoðunar að nýr Herjólfur muni leysa vandann. Aðrir vilji meina að einnig þurfi að gera lagfæringar á höfninni og eru skipstjórar Herjólfs þeirrar skoð- unar. „Við höfum alltaf verið á því að það þurfi að lengja hafnargarðana en við segjum um leið að við séum ekki sérfræðingar í hafnargerð. En það þarf eitthvað að koma til,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði skipstjórana vilja losna við að úthafsaldan geti brotnað á skut skipsins en Sigl- ingastofnun hugsi um að minnka sandburðinn í höfninni svo ekki þurfi að dýpka eins mikið. Guðlaugur segir að mjög gott samstarf hafi verið á milli skipstjór- anna á Herjólfi og Siglingastofnunar undanfarið ár. Erfitt sé að fá fjár- magn til framkvæmda og allt varð- andi höfnina kosti mikla peninga. Hann sagði að aðstæður væru mjög breytilegar og nefndi að hann sigldi í fimm daga áður en óhappið varð á laugardag, þegar skipið rakst utan í annan hafnargarðinn og skemmdir urðu á skrúfu og stýri. Þessa fimm daga var blíða og ekkert sem á bját- aði. Guðlaugur var ásamt öðrum skip- stjóra á Herjólfi og fulltrúa Sigl- ingastofnunar í Danmörku á mánu- daginn var í tengslum við nýsmíði Herjólfs. Þar voru þeir í hermilíkani og líktu eftir siglingu Herjólfs inn í höfnina við slæmar aðstæður. Þeir munu fara fljótlega aftur og prófa þá hvernig skrokklag skips hentar best í Landeyjahöfn. Guðlaugur sagði reynsluna hafa sýnt að ferjan Baldur henti betur en Herjólfur og sé stöðugri við siglingu inn í Landeyjahöfn. Þar hjálpi skrokklag Baldurs og lögun hans að aftan en hún virðist henta betur við þessar aðstæður en lögunin á skut Herjólfs. Siglingastofnun hefur sagt að verulegir annmarkar séu á Herjólfi til siglinga í Landeyjahöfn vegna djúpristu og skrokklags skipsins. Auk hönnunar og smíði nýrrar ferju verður leitað leiða til að tryggja að aðstæður við höfnina geri hentugri ferju kleift að sigla þangað allt árið. Skipstjórar Herjólfs vilja fá lagfæringar á höfninni  Tilraunir gerðar í siglingahermi í Danmörku Ljósmynd/Eyjafréttir Skipstjóri Guðlaugur Ólafsson er í þarfagreiningahópi Herjólfs. Ljósin á jóla- trénu í versl- unarmiðstöðinni Smáralind verða kveikt klukkan 14 í dag og þá hefjast Pakkajól Smáralindar formlega. Smáralind hef- ur um árabil haldið Pakkajól þar sem fólk er hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa auka jólagjöf til að setja und- ir jólatréð í Smáralind. Fjöl- skylduhjálp Íslands, Mæðrastyrks- nefnd og Hjálparstarf kirkjunnar sjá um að koma pökkunum til þeirra sem á að gleðja. Pakkajól Smáralind- ar hefjast í dag Tvöfalt kjördæmisþing Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið í íþróttahúsinu í Reykjahlíð í dag og hefst klukkan 11. Þar verður valið á framboðslista flokksins í kjördæminu. Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þór- hallsson bjóða sig fram í 1. sæti, Aðrir frambjóðendur eru Anna Kol- brún Árnadóttir, sérkennari, Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri, Huld Aðalbjarnardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi, Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, Margrét Jóns- dóttir, leikskólakennari, Kristín Thorberg, Þórunn Egilsdóttir, verk- efnastjóri, Hjálmar Bogi Hafliðason, grunnskólakennari, og Guðmundur Gíslason, stjórnmálafræðinemi. Framsóknarmenn kjósa á lista Á R N A S Y N IR util if. is MIKIÐ ÚRVAL SPORTBAKPOKAR FRÁ 4.990 kr. MARGIR LITIR. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is - ABS hemlar - Aksturstölva - Armpúði - Álfelgur - Bakkmyndavél - Orginal dráttarbeisli - Fjarlægðarskynjarar - Fjarstýrðar samlæsingar - Geisladiskamagasín - Geislaspilari - Glertopplúga - Hiti í sætum - Hraðastillir - Kastarar - Leðuráklæði - Leiðsögukerfi - Litað gler - Líknarbelgir - Loftkæling - Minni í sætum - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Reyklaust ökutæki - Spólvörn - Stöðugleikakerfi - Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri - Þjónustubók - Panorama sóllúga - Lyklalaust aðgengi - Audi Bluetooth símakerfi - Samlæsingar - Smurbók - Xenon aðalljós - Þakbogar Nýskráður 10/2007, ek. 72 þ.km, bensín, 6 manna, sjálfskiptur. Listaverð 5.690.000 Tilboð óskast. Ekkert áhvílandi. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 698 9898. Til sölu AUDI Q7 QUATTRO PREMIUM 4.2 V8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.