Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 11
kveikja á útikertum og dreifa þeim en allir ferðafélagar koma með eitt eða tvö útikerti með sér. Á meðan kveikt er á ljósunum fer afgang- urinn af hópnum inn í heitan skál- ann og býr til jólaskraut. Hópurinn sem skreytir skálann „Við skreytum svo skálann með heimatilbúna föndrinu okkar og hjá Útivist heitum við Hópurinn sem skreytir skálann. Við gerum músastiga, kramarhús og annað skraut og gerum skálann ofboðs- lega fallegan. Föndrið er svo skilið eftir og svo kemur Útivist með hóp helgina á eftir og þá koma þau í skreyttan skálann. Þetta skraut fer ekki niður fyrr en eftir nýárs- ferðina þannig að við erum svolítið ánægð með okkur.“ Þegar skreyt- ingunni er lokið er hafist handa við að elda og leggja á langborð og kemur hver fjölskylda með mat sem dugar fyrir hana. „Það er allt- af jólahlaðborð en aldrei gefið út hvað menn eiga að koma með. Ég fer með mat fyrir átta og ég ræð hvort ég kem með forrétt, aðalrétt eða eftirrétt. Svo þegar við komum inneftir kemur í ljós hvað er á hlaðborðinu. Það er alltaf nóg af öllu og mér finnst það alltaf jafn- fyndið hvað þetta dreifist jafnt.“ Hjálparsveitarfólkið kann bæði að skemmta sér og skipu- leggja sig og því er jafnan veislu- stjóri. Það hlutverk hefur fallið í skaut Magneu Einarsdóttur, skóla- stjóra í Snælandsskóla. „Veislu- stjórinn stjórnar borðhaldi sem hefst á söng og svo hefur skapast sú hefð að leyfa börnunum alltaf að byrja að borða. Svo þegar menn eru búnir að borða eru skemmti- atriði. Síðan er kaffi og litlu börnin sett í rúmið og þá er gítarinn dreg- inn fram og sungið þar til fólk fer að geispa.“ Þægileg uppskrift að ferð Krakkarnir sjá til þess að ferðafélagarnir fari snemma á fæt- ur en daginn eftir fara þau yfirleitt út að leika sér á meðan eldra fólkið fer í gönguferð. „Svo hittumst við í hádegismat og klárum afgangana og yfirleitt tökum við engan mat með okkur heim. Þessi uppskrift að ferð er mjög þægileg. Börn og fullorðnir eru saman á jólahlað- borði sem stendur í rúman sólar- hring og allir eru afslappaðir. Það var einn með okkur í ferðinni núna sem er kokkur á Hilton. Við spurð- um hann hvort þetta væri ekki miklu betra en á Hilton og hann svaraði bara: Sko skrautið á Hilton er allavega ekki heimagert! Við eigum það fram yfir Hilton en ég veit ekki með rest,“ segir Íris og hlær. Ljósmynd/Eyrún Felixdóttir Jólaskraut Það fylgir því ábyrgð að tilheyra hópnum sem skreytir skálann. Ljósmynd/Magnús Þórsson Jólalegt Ferðalangarnir búnir að moka helstu gönguleiðir að skálanum, skreyta og kveikja á útikertunum í Básum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Jólahelgi verður haldin nú um helgina, 1. og 2. desember í glerblástursverk- stæðinu á Kjalarnesi. Gestablásarar eru Amy Kruger frá Svíþjóð, Marie Bang frá Danmörku, og Verena Schatz frá Austurríki og munu þær, ásamt Ólöfu og Sigrúnu Einarsdætrum sýna glerblástur. Gefst fólki með þessu skemmtilegt tækifæri til að sjá lista- verk verða til úr gleri. Á staðnum verður einnig útsala á útlitsgölluðum glermunum og af- sláttur af öðru gleri. Þá verða kaffi og piparkökur og munu félagar úr Vinabandinu leika jólalög á munnhörpu og gítar á laugardags- morgun. Verkstæðið er staðsett milli Klébergsskóla og Grundarhverfis og eru allir velkomnir frá milli 10 til 15. Endilega… …sjáið glerblástur Glerblástur List verður til úr gleri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.