Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 É g held að fólk víðast hvar í heim- inum hafi meiri skilning á ástandinu í Palestínu í dag en nokkru sinni fyrr,“ sagði dr. Mu- stafa Barghouti í gær, þegar ég ræddi við hann um nýafstaðna atkvæðagreiðslu um áheyrnarstöðu Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum. Barghouti var staddur hér á landi í tilefni 25 ára afmælis Félagsins Ísland- Palestína en það voru félagið sjálft, Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðu- neytið sem stóðu að heimsókn hans. Barghouti hefur víða komið við og lengi bar- ist fyrir mannréttindum palestínsku þjóð- arinnar og ég spurði hann hvort honum þættu sjónarmið Palestínumanna fá að heyrast í er- lendum fjölmiðlum. Hann svaraði spurningu minni á þann veg að hann væri ekki viss um að þeir hefðu fullan skilning á stöðu mála. Hann sagði að þrátt fyrir að fjölmiðlar segðu oftast rétt frá smáatrið- unum, þá væru frásagnir þeirra yfirleitt hliðhollar Ísr- aelum og fréttir sagðar frá þeirra sjónarhorni. „Ef við tökum t.d. Gaza sem dæmi, þá er það alltaf skiln- ingur fólks að Hamas sé að ráðast á Ísrael og að Ísrael sé að verja sig. Sannleikurinn er sá að Hamas er aðeins að svara stöðugum árásum frá Ísrael. Það eru svo mörg brot sem Ísraelar fremja sem aldrei er sagt frá,“ sagði Barghouti. Hann nefndi annað dæmi, nýumsamið vopnahlé milli Ísraela og Hamas-liða, en Barghouti segir Ísraela þegar hafa brotið fimm sinnum gegn vopnahléinu og að tveir hafi látið lífið og þrjátíu særst síðan því var komið á. Um þetta hafi hvergi verið skrifað eða sagt frá í fjölmiðlum. „Þetta mun halda áfram þar til að, eftir ein- hvern tíma, Hamas skýtur eldflaug, eða álíka, og þá munu berast fréttir af því að Hamas hafi skotið á Ísrael,“ segir hann. Barghouti segir evrópska fjölmiðla mun skárri en þá bandarísku hvað þetta varðar en vandamálið sé m.a. fólgið í því að fjölmiðlar í löndum á borð við Ísland, Danmörk og Hol- landi, svo einhver dæmi séu nefnd, reiði sig að miklu leyti á fréttaveitur þegar kemur að er- lendu efni og að fréttir þeirra, t.d. AFP, AP og Reuter, séu yfirleitt sagðar útfrá sjónarhóli Ísraela og í afar fáum tilvikum útfrá sjónarhóli Palestínumanna. Það var mjög forvitnilegt að heyra hvernig maður, sem hefur verið beinn þátttakandi í þeim átökum sem hafa verið í sviðsljósi fjölmiðla í áratugi, upplifir fréttaflutning heimspressunnar. Hann var ekki harðorður, heldur lýsti hann því einfaldlega hvernig honum virtust hlutirnir ganga fyrir sig. Ég ætla ekki að dæma um það hvort Barghouti hefur fullkomlega rétt fyrir sér varðandi fjölmiðla en það er hins vegar sorgleg staðreynd að þeim gefast alltof mörg tilefni til að segja fréttir af stríðum, átökum og dauðsföllum. Það væri mun skemmtilegra að geta sagt frá gleði, sátt og samlyndi. Ég held að um það geti allir verið sammála. holmfridur@mbl.is Palestína, Ísrael og fjölmiðlar Auk þess er Þorleifur ekki í vafa um að við þróun rafrænnar kosningar aukist kosningaþátttaka fólks til muna. „Þá getum við kosið miklu, miklu, oft- ar, þá er kominn grunnur til að kjósa um hvaðeina og hvenær sem er á til- tölulega öruggan hátt.“ Kostnaðarsamt í upphafi Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að ef það verði að lögum muni það leiða til nokkurs kostnaðar m.a. vegna undirbúnings, innleiðingar og útfærslu tæknilegra atriða. Gert er ráð fyrir að kostnaðinum verði mætt m.a. úr fjárveitingu frá ríkinu sem fell- ur undir verkefni á sviði upplýsinga- samfélagsins. „Það er ákveðinn stofnkostnaður í þessu, eins og að smíða kosningakerfi, gera kjörskrána rafræna o.fl. Eftir það er kostnaðurinn óverulegur miðað við pappírskosningarnar,“ segir Þorleifur. Hann bendir á að kostnaður á lands- vísu við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar hafi verið í kringum 240 millj- ónir. „Við stígum varlega til jarðar og viljum gera tilraunir og læra af þeim áður en við höldum áfram að gera allar kosningar rafrænar,“ segir Þorleifur. Öll sveitarfélög geta sótt um að vera tilraunasveitarfélög í verkefninu sem tekur til fimm ára og stefnt er að því að það taki yfir eitt kjörtímabil. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2013. Rafrænar íbúakosn- ingar auka lýðræði Morgunblaðið/Ómar Kosningar Heyrir þetta brátt sögunni til? Rafrænar íbúakosningar eru á teikniborðinu og munu jafnvel leysa pappírinn alfarið af hólmi. Stjórnarmeiri-hlutinnreynir varla að fela vinnu- brögðin sem hann beitir í árásum sínum á stjórn- arskrána. Þó er til málamynda látið eins og unnið sé á eðlileg- an hátt að því að koma í gegn frumvarpi um nýja stjórn- arskrá. Nýjasta dæmið um þann ljóta sýndarleik eru um- sagnarbeiðnir nefnda þingsins í framhaldi af ósk stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar um að aðrar nefndir þingsins gefi álit sitt á frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd þingsins sendi fyrir fá- einum dögum beiðni til ann- arra nefnda þingsins um að þær fjölluðu um málið og ósk- aði svara fyrir 10. desember. Þessi stutti frestur um svo viðamikið grundvallarmál er vitaskuld með öllu óboðlegur. Engu að síður tóku hinar nefndirnar þátt í leiknum og sendu beiðni um álit til ýmissa samtaka og sérfræðinga sem höfðu þar með örfáa daga til að veita álit sitt eða undirbúa sig fyrir að mæta fyrir við- komandi nefnd og ræða frum- varpið. Allt er þetta með miklum ólíkindum og hefur þegar vak- ið hörð viðbrögð. Björg Thor- arensen, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands, svaraði beiðni efnahags- og viðskipta- nefndar, sem er aðeins ein þeirra nefnda sem hafa sent henni beiðni um álit, þannig að ekki verður misskilið. Í svari sínu sagði Björg: „Ég er um þessar mundir að brjótast í gegnum fyrstu beiðnina sem barst í fyrradag frá allsherjar- og mennta- málanefnd, er að setja niður í snarhasti athugasemdir um tuttugu og eina grein í I. og II. kafla frumvarpsins og hef á meðan vikið til hliðar brýnum verkefnum við yfirferð prófa og ritgerða í háskólanum. Ég spyr, er í alvöru ætlast til þess að hægt sé að vinna vandaðar umsagnir til þing- nefnda á þessum fordæma- laust stutta fresti við meðferð Alþingis á frumvarpi til nýrr- ar stjórnarskrár, fresti sem á sér tæpast hliðstæður í með- ferð venjulegra lagafrum- varpa jafnvel um smámál? Þótt ég kasti öllum öðrum verkefnum frá, efast ég um að mér tækist að útbúa ásætt- anlega greiningu á þessum at- riðum. Þó er víst, að þrátt fyr- ir að málið sé komið svo langt sem raun ber vitni liggur slík greining hvergi fyrir og er mjög brýn. Þetta frumvarp um grundvallarreglur stjórnskipunar- innar verðskuldar af óskiljanlegum ástæðum ekki sömu meðferð og önnur frum- vörp, smá og stór, sem eru send út um víðan völl til um- sagnar með rýmri frestum.“ Björg lætur ekki staðar numið við þetta en heldur áfram og spyr hvort rétt sé skilið „að ekki verði leitað neinna umsagna um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár nema í formi fyrirspurna eins og þessarar frá fastanefndum og með því að kalla eftir at- hugasemdum frá almenningi“. Hún spyr einnig út í tíma- frestina og hvort ályktað verði af þeim „að í raun sé ekki ver- ið að óska eftir vönduðum og ítarlegum álitum og breyt- ingatillögum sem geti hugs- anlega haft einhver áhrif til breytinga“. Þá spyr hún að því hvort efnahags- og viðskiptanefnd eða aðrar fastanefndir muni geri „beinar breyting- artillögur á efni frumvarpsins með skýringum eftir umfjöll- un sína um málið eða aðeins senda stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd almenna umsögn“. Björg segist í bréfinu muni gera sitt besta til að láta uppi rökstutt álit og segir að það sé orðið samviskuspursmál fyrir sig og örugglega fleiri „að láta ekkert færi ónotað til að koma að athugasemdum, a.m.k. við brýnustu atriði við þessar erf- iðu aðstæður í þeirri von að það kunni að hafa einhver áhrif. En undir niðri er ég uggandi um að í raun standi ekki til að hnika neinu í þessu frumvarpi sem m.a. forsætis- ráðherra heldur fram að hafi hlotið efnislegan gæðastimpil í lögtæknilegri yfirferð“. Allt frá upphafi þessa máls hefur verið augljóst að annað en áhugi á að bæta stjórn- arskrána hefur rekið rík- isstjórnina áfram í þeim breytingum sem hún reynir nú að knýja í gegn. Enginn sem les bréf Bjargar Thorarensen getur velkst í vafa um að ástæður breytinganna eru ekki stjórnarskrárumbætur heldur eitthvað allt annað. Útilokað er að fordæmalaus vinnubrögð af þessu tagi væru viðhöfð ef ætlunin væri að vinna að almennum end- urbótum á stjórnarskránni. Slíkar endurbætur myndu krefjast vandaðra vinnu- bragða en ekki þeirrar árásar sem stjórnarskrá lýðveldisins má nú þola. Árás ríkisstjórn- arinnar á stjórn- arskrána á sér enga innlenda hliðstæðu} Fordæmalaus vinnubrögð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Hugsunin er að svara kalli tím- ans í lýðræðismálum. Íbúarnir eru tilbúnir að stíga skref í þessa átt. Íslendingar eru með einna mestu tölvunotkun og tölvufærni í heimi. Þar sem Ís- lendingar þurfa á því að halda nota þeir rafræna kosti í ríkum mæli, til dæmis eru rafræn skil á skatti yfir 97%. Við erum framar flestum þjóðum hvað þetta varðar, ef ekki öllum,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi VG. Hann segir jafnframt að í slík- um rafrænum íbúakosningum þurfi að vera örugg auðkenning á netinu og unnið sé að því. Stefnt er að því að búa til einn miðlægan gagnagrunn sem öll sveit- arfélögin geta nýtt sér. Svar við kalli tímans RAFRÆNIR KOSTIR NÝTTIR Þorleifur Gunnlaugsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Íbúar geta kosið rafrænt í íbúa-kosningum ef frumvarp, semlagt hefur verið fram, verðursamþykkt á alþingi. „Hugsunin er sú að allar kosningar í framtíðinni verði rafrænar. Við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt með þessu til- raunaverkefni,“ segir Þorleifur Gunn- laugsson, varaborgarfulltrúi VG. Hann var formaður nefndar um eflingu sveit- arstjórnarstigsins sem skilaði tillögu um þetta efni sem varð til þess að ný nefnd var skipuð um rafræna stjórn- sýslu og rafrænt lýðræði. Hann er jafn- framt formaður þeirrar nefndar. Í frumvarpinu er lagt til að ráð- herra geti heimilað sveitarfélögum, að beiðni þeirra, að íbúakosningar fari ein- göngu fram með rafrænum hætti og kjörskrá verði rafræn. Á þessu stigi er ekki gert ráð fyrir að sveitarstjórnarkosningar verði með rafrænum hætti. Í sveitarstjórnarlögum er kafli um samráð sveitarfélaganna við íbúa. Þar er kveðið á um að sveitarfélögum beri að hafa ákveðið samráð við íbúa. Ákveðinn fjöldi íbúa getur farið fram á kosningu um tiltekin málefni og verða sveitarfélögin að verða við því. Sveitarfélögin standa frammi fyrir því að kostnaður þeirra eykst við íbúa- kosningu. Aukið íbúalýðræði „Þetta er jákvætt fyrir sveitar- félögin og íbúana að boðið sé upp á raf- rænar kosningar. Þetta er framtíðin. Þetta er bæði þægilega og hagkvæm- ara fyrir sveitarfélögin,“ segir Anna Guðrún Björnsdóttir, sem situr í nefnd- inni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir að þetta geti auðveldað sveitarfélögunum til muna að kanna vilja og afstöðu íbúanna til einstakra mála. „Þetta er eitt af þeim tækjum sem stuðla að íbúalýðræði,“ segir Anna. Jafnframt bendir hún á að hér eins og annars staðar sé krafa frá íbúum að fylgjast með og hafa áhrif, ekki bara í kosningum heldur líka á milli kosninga og telur rafræna íbúakosningu komi til móts við þær þarfir. Þorleifur tekur í sama streng og segir að markmiðið sé „að auðvelda lýð- ræði og taka niður kostnað. Þetta eru fyrst og fremst þægindi fyrir íbúana“. Pistill Hólmfríður Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.