Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 42
42 MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 ✝ Egill SigurjónBenediktsson fæddist á Kópa- reykjum í Borg- arfirði, 14. júlí 1953. Hann lést 16. nóvember 2012. Foreldrar hans voru Sigríður Sig- urjónsdóttir frá Kópareykjum, f. 29. september 1925, d. 26. febrúar 1960, og Benedikt Egilsson, f. 12. febrúar 1922, d. 17. janúar 2010. Systkini Egils eru: Helga, f. 1948, Margrét, f. 1950, Indriði, f. 1951, Jakobína Eygló, f. 1952, Guðrún, f. 1957, og Sigrún, f. 1959. Sambýliskona Egils er Guðrún Björg Guðmundsdóttir, f. 17. mars 1958. Synir þeirra eru: a) Benedikt Rúnar, f. 8. júní 1983, sambýliskona hans er Ás- björg Ýr Einarsdóttir. Sonur þeirra er Egill Rúnar. b) Unnar Bjarki, f. 7. júlí 1988, unnusta hans er Elín Árdís Björnsdóttir. Egill var giftur Rósu Hugrúnu Svandís- ardóttur, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: a) Svan- ur Þór, f. 16. sept- ember 1972, kona hans er Rut Garð- arsdóttir, sonur þeirra er Þórhallur Ragnar. b) Hugrún Ösp, f. 19. september 1973. Hún á Ísak Örn og Lovísu Ósk Inga- börn. Sambýlismaður Aspar er Lars J. Handegaard. Egill ólst upp á Kópareykjum til 16 ára aldurs er hann fluttu til Sauðárkróks og bjó þar til æviloka. Hann lærði bifvéla- virkjun í Iðnskólanum á Sauð- árkróki og vann lengst af á vinnuvélum. Útför Egils verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 1. des- ember 2012, kl. 11. Elsku Egill. Mig langar til að þakka þér fyrir árin okkar rúmlega 30. Og allar góðu stundirnar okkar sam- an. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl þú í friði. Guðrún B. Guðmundsdóttir. Elsku pabbi. Núna ertu farinn og söknuður- inn er svo óbærilegur. Undanfarna daga hafa svo margar endurminningar skotið upp kollinum. Þú kenndir okkur að klára öll verkefni sem byrjað var á og lagðir alltaf svo mikla áherslu á að gera það eins vel og maður gæti. Þegar ég hugsa til baka sé ég hversu duglegur þú varst í öllu því sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Í vinnunni, garðinum, sum- arbústaðnum, bjarga mömmu með eitthvað nú eða að brasa eitt- hvað með okkur bræðrum. Ég veit ekki hversu oft við strákarnir stóðum niður á verk- stæði og klóruðum okkur í hausn- um yfir einhverjum vandamálum þegar lausnin labbaði inn um dyrnar. Og alltaf sama viðmótið „ekkert mál“. Við þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum hvort heldur sem er heima við eða nið- ur á verkstæðinu okkar þar sem þú hjálpaðir okkur við jeppa- breytingar og alltaf varstu til staðar að standa við bakið á okk- ur sama hvaða vitleysu okkur datt í hug. Ég sá síðasta sumar hvað þér þótti vænt um að fá nafnann þinn þegar við Obba skírðum ljósgeisl- ann okkar. Og ég veit hversu vænt þér þótti um hann. Ég hlakka til þegar Egill Rúnar verður nógu gamall til að skilja hvaða nafn hann ber og af hverju. Ég hlakka líka til þegar ég get sagt honum sögur af afa sínum. Með stolti. Við erum ákaflega stoltir synir sem eigum ykkur mömmu allt að þakka. Þið gerðuð okkur að þeim mönnum sem við erum í dag. Elsku pabbi, við kveðjum þig með sorg í hjarta. Þín verður sárt saknað um ókomna tíð. Hvíl þú í friði, kæri faðir. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. Þau sýna okkur veröld þá sem var og vísa áfram veg til framtíðar. Við eigum þarna engla þú og ég sem áttu sporin ljúf um æviveg. Sem traustast ófu öll sín tryggðabönd og trúföst alltaf réttu hjálparhönd. Í draumum okkar staldra þau um stund og styrkja þannig von um endurfund. Frá brjóstum sindrar gullmolanna glit og glæðir allan regnbogann með lit. Er dagur rennur dögg er aftur ný og dögun eilífðar er mjúk og hlý. Í fangi sínu hefur frelsarinn nú fólkið okkar, – líka himininn. Svo demöntum er dreift um æviskeið og dásamleg er farin litrík leið. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. (Jóhanna H. Halldórsdóttir.) Benedikt Rúnar Egilsson og Unnar Bjarki Egilsson. Meira: mbl.is/minningar Kæri vinur og tengdapabbi. Ég þakka þér allar góðu sam- verustundirnar síðan við kynnt- umst. Þú varst alltaf boðinn og búinn ef ég þarfnaðist aðstoðar og varst alltaf að brasa eitthvað fyrir mig á snyrtistofunni minni eða í hús- inu hjá okkur Benna bæði úti og inni. Þín verður sárt saknað, Egill minn. Blessuð sé minning þín. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ásbjörg Ýr Einarsdóttir. Elsku afi minn. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar okkar saman, ég er svo lítill að mamma og pabbi munu segja mér hvað þú varst frábær og góður maður. Alltaf tilbúinn að koma og líta eftir mér þegar á þurfti að halda. Ég veit að englarnir munu passa þig vel. Í bænum okkar besti afi biðjum fyrir þér að guð sem yfir öllu ræður allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og engin kvilli á þar sama stað Við biðjum þess í bænum okkar á bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgar sár. Við þökkum guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen.) Egill Rúnar Benediktsson. Elsku Egill minn. Mig langar að þakka fyrir ynd- islegar móttökur á heimili ykkar Gunnu, þar sem óhætt er að segja að alltaf hafi verið kátt í höllinni. Nú kveiki ég á kerti og rifja upp fallegar minningar með skemmti- lega brosið þitt í huga og vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þín verður sárt saknað. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Elín Árdís. Egill Sigurjón Benediktsson MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HELGU PÁLSDÓTTUR frá Hnífsdal, Hlíð 2, Ísafirði. Guðrún Skúladóttir, Páll Skúlason, Jóhanna Einarsdóttir, Guðfinna Skúladóttir, Kristján Guðmundsson, Helga Skúladóttir, Hilmar Sigursteinsson, Sólveig Gísladóttir og aðrir aðstandendur. ✝ HJÖRDÍS NÍELSEN, fædd Guðmundsdóttir, Sydtoften 112, 7200 Grindsted, Danmörku, lést föstudaginn 9. nóvember. Minningarathöfn verður haldin í Langholts- kirkju mánudaginn 10. desember kl. 15.00. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Jarðsett verður í Hólavallakirkjugarði. Bálför fór fram 16. nóvember frá Grindsted-kirkju. Aðstandendur. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS GUNNARSSONAR hæstaréttarlögmanns. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun. Bryndís Jóhannsdóttir, Þórunn Kristinsdóttir, Garðar Jóhann Guðmundsson, Þórdís Kristinsdóttir, Ásgeir Magnússon, Gunnar Kristinsson, Claudia Picenoni, Jóhann Kristinsson, Sólveig Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, KRISTFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir umönnun. Guðmundur Kristjónsson, börn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinahug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ODDNÝJAR LAXDAL JÓNSDÓTTUR, Skálagerði 6, Akureyri. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Heimahlynningar Akureyrar. Jón Laxdal Halldórsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ólafur Halldórsson, Gígja Gunnarsdóttir, Halldór Halldórsson, Halldóra B. Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLADÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sunnudaginn 18. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Álfdís Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ingimundarson, Gunnar Hjörtur Gunnarsson, Jónína I. Melsteð, Óli Gunnarsson, Ingibjörg S. Gísladóttir, Ingi Þórir Gunnarsson, Ragnheiður Jósúadóttir, Bjarni Einar Gunnarsson, Valgerður Olga Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Vesturströnd 15, Seltjarnarnesi, sem andaðist sunnudaginn 18. nóvember og jarðsett var frá Grensáskirkju mánudaginn 26. nóvember. Gísli Gíslason, Ásta Gísladóttir, Halldór Hrafn Gíslason, Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Heba Sigríður, Gísli Hrafn og Sigrún Ýr Halldórsbörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og jarðarfarar okkar ástkæru KRISTNÝJAR PÁLMADÓTTUR, Völusteinsstræti 22, Bolungarvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði. Valdimar Lúðvík Gíslason, Runólfur Kristinn Pétursson, Eygló Harðardóttir, Jón Pálmi Pétursson, Annika Olsen, Margrét Lilja Pétursdóttir, Agnar Ebenezersson, Sigurlín Guðbjörg Pétursdóttir, Pétur Oddsson, barnabörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.