Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Veitingahúsið Hreðavatnsskáli í Borgarfirði er til sölu hjá Fasteigna- miðstöðinni. Veitingaskálinn var í áratugi fjölsóttur áningarstaður ferðafólks á leið- inni á milli Vest- urlands og Norð- urlands. Hann var einnig þekkt- ur dansstaður og samkomustaður sveitarinnar. Óskað er til- boða í eignirnar. Magnús Leó- poldsson fasteignasali segir að aðilar hafi sýnt skálanum áhuga en ekki hafi verið gengið frá sölu. Veitinga- og gistihús hefur verið rekið í Hreðavatnsskála í nærri átta áratugi. Vigfús Guðmundsson vert, síðar í Borgarnesi, reisti fyrsta Hreðavatnsskála í landi Hreðavatns í Norðurárdal, við Bifröst, og opnaði veitingastaðinn 1933. Þrettán árum síðar flutti hann sig um set, upp að Grábrók, og reisti nýjan veit- ingaskála. Skálinn var áfram tengd- ur við Hreðavatn þótt hann væri nú kominn inn fyrir landamerki Brekku. Leópold Jóhannesson og Olga Sigurðardóttir tóku við rekstri Hreðavatnsskála 1960 og höfðu með höndum til 1977. Eftir það rak Pétur Geirsson, hótelhaldari í Borgarnesi, oft kenndur við Botnsskála, Hreða- vatnsskála með fjölskyldu sinni og síðustu árin hefur félag í eigu Péturs Kjartanssonar lögfræðings átt eign- irnar. Skálinn er lokaður í vetur. Hreðavatnsskáli ásamt tilheyr- andi byggingum er alls um 941 fer- metri að stærð. Í skálanum sjálfum eru veitingasalir, eldhús, íbúðarrými og fleira. Einnig fylgja með sér hús með gistiaðstöðu, með tveimur íbúð- um og sjö herbergjum. Á útsýn- isstað fyrir ofan skálann eru tveir sumarbústaðir og eitt íbúðarhús. Fram kemur í kynningu fast- eignasölunnar að komið sé að við- haldi eignanna en þótt húsakostur sé ekki nýr nýtist hann vel til þeirra hluta sem honum er ætlaður. Bensíntittur í nokkur sumur Magnús er sonur Leópolds, hins kunna gestgjafa í Hreðavatnsskála, sem lést á síðasta ári. Þótt Magnús hafi ekki alist upp í skálanum á hann margar minningar þaðan. Hann kom þangað oft og starfaði nokkur sumur sem bensíntittur hjá föður sínum. Magnús telur að þarna geti verið tækifæri fyrir fólk sem vilji leggja það á sig að sinna þjónustu við ferða- fólk.  Óskað eftir tilboðum í Hreðavatnsskála í Borgarfirði  Var í áratugi fjölsóttur áningarstaður ferðafólks  Aðstaða til rekstrar veitingaskála og gistihúss auk sumarbústaða Sögufræg vegasjoppa er til sölu Gamall áningarstaður Hreðavatnsskáli stendur sunnan undir Grábrók sem er þekkt kennileiti við hringveginn í Norðurárdal í Borgarfirði. Magnús Leópoldsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Flugið liggur miklu betur fyrir mér. Ég nýt mín vel í því,“ segir Sigurður Aðalsteinsson, yfirflugstjóri Flug- félags Íslands, sem í gær flaug sína síðustu ferð fyrir félagið. Hann ber saman stjórnunar- og flugmanns- störfin. Sigurður er kominn á aldur. Félagið kom mál- um þannig fyrir að hann flaug frá Reykjavík til Akur- eyrar og lauk þar með atvinnuflugmannsferlinum í heimabæ sínum. „Það var tilviljun. Ég fékk allt í einu þá flugu í höf- uðið strax eftir stúdentspróf að læra flug og ekki varð aftur snúið,“ segir Sigurður. Hann lærði hjá Tryggva Helgasyni sem rak lítið flugfélag á Akureyri, Norður- flug. „Ekki strax, en það kom fljótlega,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort stefnan hafi strax verið tekin á atvinnumennsku. „Þetta er baktería sem maður losnar ekki svo glatt við. Það er eitthvað við flugið.“ Þegar Sigurður hafði lokið flugnámi og öðlast nauðsynleg réttindi keypti hann flugvél með Gunnari Þorvaldssyni félaga sínum og hóf rekstur vorið 1970. „Það var enga vinnu að hafa svo við keyptum Cessnu 180 af Birni Pálssyni.“ Þeir stofnuðu Austurflug á Eg- ilsstöðum og tóku að sér ýmis verkefni, meðal annars póstflug um Austfirði sem var nýjung hér á landi. Árið eftir fór Sigurður að fljúga fyrir Tryggva Helgason og Gunnar fór til Loftleiða. Sigurður keypti rekstur Norðurflugs ásamt nokkrum samstarfsmönnum sínum þegar Tryggvi hætti og nefndu þeir félagið fljót- lega Flugfélag Norðurlands. Sigurður var fram- kvæmdastjóri félagsins jafnframt því sem hann starfaði sem flugstjóri. Auk innanlandsflugsins sinnti Flugfélag Norðurlands sérstaklega verkefnum á Grænlandi og náði þar ágætri fótfestu. Flogið var á staði þar sem ekki voru fullbúnir flugvellir og var meðal annars lent á skíðum í óbyggðum. Tengslin við Grænland hafa aldrei rofnað. Meðal annars hefur Sigurður flogið reglulega á áfangastaði Flugfélags Íslands í Grænlandi síðustu árin. Þegar Flugfélag Norðurlands sameinaðist innan- landsdeild Flugleiða gerðist hann flugrekstrarstjóri hins nýja Flugfélags Íslands og síðar flugstjóri. Því starfi hefur hann gegnt síðan þótt félaginu hafi verið skipt með því að Twin Otter-hluti þess var seldur til fé- lags sem nú heitir Norlandair og starfar á Akureyri. Sigurður verður 65 ára í dag en við þann aldur liggur hámarksaldur flugmanna hjá Flugfélagi Íslands. Sigurður segist þó verða tengdur félaginu um sinn. Hann muni hjálpa til við flughandbókarvinnu í flug- deildinni og skipulagningu ferða fyrir eldri borgara í markaðsdeildinni. Þá útilokar hann ekki að hjálpa til á ferðaskrifstofunni Nonna sem kona hans, Helena De- jak, rekur á Akureyri. Baktería sem maður losnar ekki svo glatt við  Sigurður Aðalsteinsson lýkur atvinnuflugmannsferli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hættur Margir tóku á móti Sigurði á Akureyrarflugvelli eftir lokaferðina, þar á meðal eiginkonan, Helena Dejak. félögum. Maður er alinn upp við að ef það var ball á annað borð þá mættu allir, óháð aldri,“ segir Ragnar en aukaleikarar eru allt frá því að vera táningar upp í að vera áttræðir karlmenn. Líkar vel undir Eyjafjöllum Að sögn Ragnars hafa tökur far- ið fram fyrir austan fjall, undir Eyjafjöllum. „Þar er yndislegt að vera, fólk er svo áhugasamt og hjálplegt. Þetta er mjög stórt verk- efni, eitt af þeim stærri sem ég hef tekið að mér,“ segir Ragnar. Tökur á myndinni hófust í síð- ustu viku en hún fjallar um stúlku sem elst upp í sveitasamfélagi, hef- ur mikinn áhuga á metal-tónlist og dreymir um landvinninga á því sviði. Með aðalhlutverk fara Þor- björg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðs- dóttir. „Þetta er svona lítil fjöl- skyldusaga um fólk á kúabúi og gerist snemma á tíunda áratugn- um,“ segir Ragnar sem m.a. á heið- urinn af vaktaseríunum sívinsælu og hefur áður gert myndirnar Börn, Foreldrar og Bjarnfreðarson. Frumsýning á myndinni er áætluð næsta haust. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Um 100 aukaleikarar taka þátt í að setja á svið sveitaball í Þjórsárveri um helgina. Um er að ræða upp- tökur á myndinni Málmhaus eftir Ragnar Braga- son. Auglýst var eftir aukaleik- urum, m.a. í Bændablaðinu, og viðtökurnar voru afar góðar en. „Við fengum gríðarlega góð viðbrögð og ég held að við séum búin að fylla í allar stöður. Við munum taka upp í Þjórsárverum, þetta er einn kafli myndarinnar sem fer fram á íslensku sveitaballi,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri myndarinnar em hann skrifaði einnig handrit. Auglýst var eftir fólki á aldrinum 18-100 ára og segir Ragnar tilganginn að reyna að búa til alvöru íslenskt sveitaball þar sem ungir sem aldnir skemmti sér saman. „Oft er það þannig í minni sam- Búa til alvöru ís- lenskt sveitaball Ragnar Bragason  100 aukaleikarar á öllum aldri Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is GLÆSILEG JÓLALJÓS Frá Svíþjóð Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 15 sunnudag Frá í j Mikið úrval samtengjanlegra útisería Allt að 1.040 ljós við einn straumbreyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.