Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 35
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Á R N A S Y N IR util if. is BOLTAR FRÁ 1.990 kr. HANDBOLTAR, KÖRFUBOLTAR, FÓTBOLTAR. Hallur skorar illvígasta TABÚ veraldar á hólm Váfugl gerist seint á núöld þegar Ísland leitar útgöngu úr stórríki Evróníu ... Eyjatröllið Krummi tekst á við hinn svarta váfugl sem hefur hreiðrað um sig djúpt, djúpt í myrkviðum mannlegrar vitundar. „Besta bók frá Íslandi síðan SJÁLFSTÆTT FÓLK...“ - Dan Hannan, Evrópuþingmaður „Allt í senn hrollvekja, spennusaga og ádeila ...“ - Hrafn Jökulsson Lævíslega læðist kolsvartur váfugl aftan að mannkyni ... Nýir tímar - Ný útgáfa „Þú hefur fundið helvíti, minn kæri Krummi!“ hrópar Helgi undrandi. „Dýflissu mannkyns,“ botnar tröllið. Váfugl brýnir, glyrnur gráðugar, ágrind, öfund, mannlíf siðspillist. Klær kreppast. Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 YORIKO „Dependable” My spirit is steady and true Það er sérstakt að sækja um aðild að ESB þegar kreppa herðir að Evrópu og framtíðin er jafn óviss og raun ber vitni. Því er ekki að neita að margir landa minna líta Íslendinga öfund- araugum því þið hafið samning án þess að sæta ofríki ESB. Frelsið er of dýrmætt að glata. Maður saknar ekki fyrr en misst hefur. Við sem viljum úrsögn Bretlands úr ESB komum víða að. Úrsögn er ekki hægri/vinstri pólitík. Nógu margt sameinar okkar til þess að fylkja liði í baráttunni fyrir úrsögn úr ESB. Pólitísk samstaða þýðir meiri styrk og vonandi tekst okkur að knýja fram þjóðaratkvæða- greiðslu á næstu misserum. Þið Íslendingar ættuð að skoða nokkra þætti áður en því takið svo dramatíska ákvörðun sem aðild að ESB er; lýðræði ekki síður en efna- hags- og gjaldeyrismál. Kreppan á evrusvæðinu hraðar samruna ríkja, fæðingu evrópsks stórríkis. Evran hefur brugðist of mörgum þjóðum. Hún er víti til varnaðar. Evran stjórnast af hagmunum Þýska- lands. Þjóðir, sem ekki slá þýskan takt, hafa orðið illa úti. ESB er ekki lýðræðisstofnun Brussel er klúbbur sem ég hef miklar efasemdir um. Ég á erfitt með að skilja að nokkur þjóð vilji gerast aðili að bandalagi sem ekki hlítir lýðræðislegu skipulagi. ESB skaðar þjóð mína og kjósendur. Kreppan í Evrópu væri ekki svo skelfileg ef hlustað væri á rödd al- mennings og brugðist við í sam- ræmi við vilja fólksins. Evrópusam- bandið hlítir ekki reglum lýðræðis. Evrópuþingmenn eru kosnir af flokkslistum og fáir Bretar þekkja sína þingmenn. Kjörsókn er skelfi- leg, kostnaður yfirþyrmandi. Kjör elítunnar í Brussel eru algjörlega á skjön við laun í Bretlandi. Það er sagt að þjóðir verði að vera „inni“ til þess að hafa áhrif. Það er alið á ótta. En ég get sagt ykkur hrein- skilnislega að í Brussel er ekki hlustað á rödd Bretlands. Hið sama yrði upp á teningnum varðandi Ís- land. Um það er ég alveg viss. Mantra evrópuelítunnar er „stöð- ugt nánara bandalag“. Þeir láta „smámuni“ eins og lýðræði ekki stöðva sig. Flestar ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr og marg- ar ganga gegn lögum einstakra ríkja. Ef þjóðir dirfast að hafna sáttmálum – líkt og Danir, Frakkar og Írar gerðu – þá er þeim sagt að kjósa aftur. Engin þjóð sem hefur sagt „já“ á nokkurn kost að breyta skoðun sinni. Tannhjólið vindur stöðugt upp á sig í átt að stórríki. Brussel gefur ekki eftir þumlung. Hundrað þúsund störf í súginn Ég veit að eitt helsta áhyggju- efni ykkar Íslendinga eru áhrif ESB-aðildar á sjávarútveg. Sam- eiginleg fiskveiðistefna ESB tekur fyrst og fremst tillit til hagsmuna spánskra fiskimanna, líkt og landbúnaðarstefnan tekur mið af hags- munum franskra bænda. Í júlí síðast- liðnum kom út skýrsla sem er stórfelldur áfellisdómur yfir sjáv- arútvegsstefnu ESB. Skýrslan er eftir Mörtu Andreasen sem er Evrópuþingmaður fyrir Suðaustur- England. Fram kemur fram að um eitt hundrað þúsund störf hafa tap- ast í breskum sjávarútvegi vegna ESB. Marta vann fyrir fram- kvæmdastjórn ESB. Hún var rekin eftir að hafa opinberað spillingu í Brussel. Hún er ein fjölmargra hugrakkra Evrópubúa sem hafa af- hjúpað sóun og spillingu innan ESB en mátti sæta ofríki og út- skúfun. Í 18 ár samfleytt hafa end- urskoðendur ESB neitað að skrifa upp á reikninga sambandsins. Sameiginlega sjávarútvegs- stefnan tæki yfir íslenskan sjávar- útveg. Þið fengjuð einhverjar tíma- bundnar undanþágur en hratt flýgur stund. Í stað skynsemi kæmi dýrt kerfi sóunar stjórnað af búró- krötum sem ekkert vita um fisk- veiðar. Jafnvel sjávarútvegs- framkvæmdastjóri ESB viðurkenndi á síðastliðnu ári að sameiginlega sjávarútvegsstefnan gengi ekki upp. Við viljum okkar lýðræði aftur Ekkert breytist, né mun breyt- ast nema þjóðir fái aftur stjórn sinna mála. Evrópuþingið kveðst vilja umbætur en framkvæmda- stjórnin drepur þær jafnan í dróma með stöðugt meiri útgjöldum fyrir skattgreiðendur. ESB er rándýrt apparat, 65% Breta vilja út. Það er áskorun að sannfæra breskan al- menning um bjarta framtíð utan ESB. Við þurfum að móta stefnu sem verður skýr valkostur fyrir breskan almenning. Andstæðingar ESB á Íslandi verða að skapa þverpólitíska sam- stöðu. Þið megið aldrei vanmeta vilja ESB til að gleypa ykkur. Þeir munu dæla inn peningum til þess að hafa áhrif á fólk og stofnanir. Við höfum séð það gerast, nú síðast í ríkjum A-Evrópu. Að mínu mati væri rétt að hætta viðræðum. Nú eru 3½ ár frá því viðræður hófust og þeir hafa ekki einu sinni opnað sjávarútvegskaflann. Það er allt sem segja þarf um farinn veg. Þeir þreyta laxinn. Viðræður hafa verið um ekki neitt sem máli skiptir. Ég segi því enn og aftur. Lýð- ræði er of dýrmætt að glata. Bret- ar vilja endurheimta lýðræði. Við viljum ráða málum okkar, slíta tengsl við útþanið búrókratískt bákn sem kallar sig Evrópusam- bandið. Ávarp til Íslendinga – Lýðræði er of dýrmætt að glata Eftir Kate Hoey » Bretar vilja end- urheimta lýðræði. Við viljum ráða málum okkar, slíta tengsl við útþanið búrókratískt bákn sem kallar sig Evrópusambandið. Fyrri grein. Kate Hoey Höfundur er þingkona Vauxhall í London fyrir Verkamannaflokkinn og flutti nýlega erindi á málþingi Ís- lensks þjóðráðs. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.