Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Tónlistarbransinn stendur ráðþrota gagnvart fyrrverandi tyggjókúlu- popparanum, síðar dramapopps- söngvaranum Scott Walker. Síðustu plötur hans þykja það sýrðar og það „erfiðar“ að meira að segja þeir, sem hugnast slík list best, klóra sér í höfðinu. Skilningsleysið er slíkt að menn nota gamalt „trix“, líta á Walker sem hálfgerðan geðsjúkling og það skýri þennan magnaða stað þar sem list hans dvelur á um þessar mundir. Sem betur fer eru þeir þó til sem virða list hans við hann og persónu- lega er engin ein plata sem hefur vakið með mér jafn mikla eftirvænt- ingu í ár og þessi nýja plata hans, Bish Bosch. Hún kemur út á merk- inu góða og gegna 4AD nú eftir helgi en síðasta plata hans, The Drift (2006), er eitt það ótrúlegasta tónlist- arverk sem ég hef nokkru sinni heyrt, segi og skrifa það. Young (The Wire, Electric Eden o.fl.) skrifar langan texta á bis- hbosch.com þar sem ýmislegt fróð- legt er að finna, þó textinn sé svo gott sem jafn lyklaður og platan sjálf. Scott segir sjálfur að tónlist hans sé „andleg“ fyrst og fremst og í gegnum allan þann orðahrauk sem er raðað í kringum þessa „erfiðu“ plötu er vel hægt að greina að Scott er um leið frekar niðri á jörðinni með það sem hann vill ná fram. Hann er listamaður og „eitthvað nýtt“ virðist vera megindrifkrafturinn hjá honum þegar grannt er skoðað. Hann sagði t.a.m. í viðtali við Mojo fyrir stuttu- :„Þið þurfið ekki á mér að halda til að koma með þetta „venjulega“.“ Af „Epizootics!“ að dæma er það lauk- rétt. Bendi að lokum á stórmerkilega heimildarmynd, Scott Walker: 30 Century Man (2006) fyrir þá sem vilja kynna sér málin betur. Einnig bókina No Regrets: Writings on Scott Walker (2012) sem ritstýrt er af nefndum Rob Young. Við, hin dauðlegu … Nýtt Scott Walker fer eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni. Umbreyting Ég ætla ekki að fara ítarlega í hina merku umbreytingu sem Scott Wal- ker hefur gengið í gegnum á ferl- inum. Það var á Nite Flights (1978), plötu sem eignuð var Walker Brot- hers, sem Walker hóf að gera til- raunir með tónlist sína og hafa þær orðið sértækari og farið lengra frá tónlistinni, ef svo mætti segja, með hverri sólóplötu síðan. Sú fyrsta, Cli- mate of Hunter, kom út 1984, síðan Tilt (1995) og loks The Drift (2006). The Drift er mögnuð plata svo ekki sé nú meira sagt, hrollvekjandi og martraðarkennd tónlistin er bundin í kolniðamyrkur en svo brestur skyndilega á með birtu, yl og fegurð. Walker syngur í þessum „krúnustíl“ sínum (e. „crooner“) þannig að plat- an hljómar eins og I am a Bird Now með Antony and the Johnsons hafi verið snúið á rönguna. Það er ekki oft sem maður verður beinlínis hræddur við að hlusta á tónlist en The Drift kallar fram þannig stemningu – af mun meiri ofsa en grimmasta og kaldasta öfgarokk sem ég hef heyrt. Á jörðinni „‘See You Don’t Bump His Head’“, „Corps De Blah“, „SDSS1416+13B (Zercon, A Flagpole Sitter)“, „Epi- zootics!“ og „The Day The “Con- ducator Died“ eru á meðal lagatitla á plötunni og eru vísbendingar um innihaldið (þegar er hægt er að nálg- ast „Epizootics!“ á netinu). Upptökur hófust 2009 og platan var tekin upp í lotum í þrjú ár. Flest er á huldu með plötuna en poppfræðingurinn Rob » Skilningsleysið erslíkt að menn nota gamalt „trix“, líta á Walker sem hálfgerðan geðsjúkling og það skýri þennan magnaða stað þar sem list hans dvelur á um þessar mundir.  Scott Walker gefur út Bish Bosch  Við sama heygarðshornið og enginn veit hvernig bregðast skal við TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Sýning Halldórs Ásgeirssonar, Ferða- lagið, verður opnuð í dag kl. 16 í Slunkaríki í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði. Í tilkynningu segir að Halldór hafi frá sinni fyrstu tíð sem myndlist- armaður haft áhuga á ferðalögum. „Frá unglingsaldri hefur líf mitt meira og minna snúist um ferðalagið, út- þrána, að kanna og sjá heiminn sem hefur einnig síast inn í mína list frá upphafi. Fyrsta alvöru listaverkið sem ég gerði tvítugur að aldri finnst mér vera dagbók með textum og teikn- ingum ásamt ljósmyndum frá 9 mán- aða ferðalagi um Austurlönd fjær 1977,“ er haft eftir Halldóri. Hann hafi alla tíð unnið með náttúruöflin í ýmsa listmiðla. Sýningin í Edinborgarhúsinu fjallar um níu ferðir hans til Vest- fjarða á árunum 1986-2007. Sýningin Ferðalagið opnuð í Slunkaríki Náttúruöfl Fire – Lava eftir Halldór. RISE OF THE GUARDIANS 2D Sýnd kl. 2 RISE OF THE GUARDIANS 3D Sýnd kl. 4 KILLING THEM SOFTLY Sýnd kl. 8 - 10 Sýnd kl. 8 - 10 NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýnd kl. 2 - 4 - 6 Sýnd kl. 2 - 4 - 6 SKYFALL Sýnd kl. 6 - 9 Sýnd kl. 6 - 9 PITCH PERFECT Sýnd kl. 8 - 10:15 Sýnd kl. 8 - 10:15 WRECK-IT RALPH 2D Sýnd kl. 2 Sýnd kl. 2 WRECK-IT RALPH 3D Sýnd kl. 4 - 5:40 Sýnd kl. 4 - 5:40 TEDDI: TÝNDI LANDKÖNNUÐURINN Sýnd kl. 2 - 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL 12 12 16 L L L L L L J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS “GEÐVEIK RÓMANTÍK” -S.G.S., MBL ARFUR NÓBELS KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 - 8 - 10.10 16 NIKO 2 KL. 3.20 (TILBOÐ) L HOTEL TRANSYLVANIA ENSKT TAL ÍSL. TEXTI KL. 3.20 (TILB.) SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 16 SNABBA CASH 2 KL. 10.40 16 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 - 9 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16 HERE COMES THE BOOM KL. 8 7 / SKYFALL KL. 5.20 12 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.40 - 10 12 NIKO 2 KL. 2 (TILBOÐ) - 3.50 L HOTEL TRANSYLVANIA ENSKT TAL ÍSL. TEXTI KL. 3.50 L TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 2 (TILBOÐ) L *AÐEINS LAUGARDAG ** AÐEINS SUNNUDAG KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16 GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D FORSÝNING KL. 1** SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 HERE COMES THE BOOM KL. 3.10 - 5.40 - 8 - 10.20 NIKO 2 KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 6 L HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 1 - 3.10 7 SKYFALL KL. 1* (TILBOÐ) - 5 - 8 12 SKYFALL LÚXUS KL. 1 - 5 - 8 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 1 (TILBOÐ) L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.