Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 BRETTAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU BRETTI, BINDINGAR OG BRETTASKÓR. Á R N A S Y N IR util if. is Sértækri skuldaaðlögun lýkur um áramót Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Samkomulag um sértæka skuldaaðlögun rennur út um áramótin. • Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðs- virði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. • Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að önnur vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Hægt er að sækja um sértæka skuldaaðlögun á islandsbanki.is eða í útibúum og á vef viðskiptabanka umsækjanda. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þúsundir stjórnarandstæðinga mótmæltu á götum Kaíró í gær í kjölfar þess að sérstakt stjórnlagaþing samþykkti drög að nýrri stjórn- arskrá Egyptalands. Drögin voru samþykkt án þátttöku fulltrúa frjálslyndra og kristinna. Atkvæði voru greidd um drögin eftir sólar- hringslangan fund en talið er að íslamistar, sem ráða lögum og lofum í þinginu, hafi hraðað afgreiðslu stjórnarskrárdraganna áður en dómstólar gætu leyst samkunduna upp. Stjórnlagadómstóll á að kveða upp úr um það á morgun hvort leysa eigi upp stjórnlagaþingið. Samþykktin gerir lítið til að draga úr spennu á milli stjórnarandstöðunnar annars vegar og Mohamed Morsi, forseta landsins, og Bræðra- lags múslíma sem hann tilheyrir hins vegar. Frá því að Morsi gaf út tilskipun í síðustu viku sem færðu honum svo gott sem einræð- isvald í landinu þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt og þingkosningar haldnar hef- ur hörð valdabarátta staðið yfir á milli forset- ans og dómstóla. Tilskipun Morsis fól meðal annars í sér að ekki væri hægt að leysa upp stjórnlagaþingið og að dómstólar geti ekki hnekkt ákvörðunum hans. Samkvæmt lögum verður Morsi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrög- in innan þrjátíu daga en hann segir að hún verði haldin „fljótlega“. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, hvatti Morsi í gær til þess að end- urskoða tilskipun sína og varaði við því að hún stangaðist á við alþjóðlega mannréttindasátt- mála. Lýsti hún sérstökum áhyggjum sínum af áhrifum hennar á sjálfstæði dómstóla og að- gang að dómstólum. Drögum hraðað í gegnum þingið  Stjórnlagaþing Egyptalands samþykkti drög að stjórnarskrá eftir maraþonfund  Samþykkt án að- komu frjálslyndra og kristinna  Fjöldi stjórnarandstæðinga mótmælti Morsi og Bræðralaginu í gær AFP Mótmæli Maður hrópar slagorð gegn Morsi. Rússneskur dóm- stóll hefur lagt bann við birtingu myndbands pönkhljómsveit- arinnar Pussy Riot á þeim for- sendum að það sé „öfgafullt“. Því eigi að fjar- lægja það af vefsíðum sem hýsa það. Dómarinn sagði dóminn byggjast á niðurstöðu nefndar sérfræðinga sem hefði skoðað myndband af því þegar meðlimir sveitarinnar rudd- ust inn í kirkju. Í því væru ákveðnir hópar niðurlægðir vegna trúar sinnar og frjáls dreifing á því gæti ýtt undir kynþátta- og trúarhatur. RÚSSLAND Myndband Pussy Riot verði fjarlægt Nú um helgina eru sextíu ár liðin frá einni fyrstu kynleiðréttingaraðgerð- inni sem framkvæmd var með bæði skurðaðgerð og hormónameðferð. Það var árið 1952 sem Banda- ríkjamaðurinn George Jorgensen fór í kynleiðréttingaraðgerð í Dan- mörku og gekk upp frá því undir nafninu Christine Jorgensen. Sem unglingur varð Jorgensen fullviss um að hún væri föst í karlmannslík- ama. Það var svo seint á 5. áratug síðustu aldar sem hún rakst á grein um danskan lækni, Christian Ham- burger, sem gerði tilraunir með kyn- leiðréttingu með því að prófa horm- ón á dýrum. Báðir foreldrar Jorgensen voru fæddir í Danmörku svo að það reyndist henni auðvelt að réttlæta ferð þangað árið 1950 án þess að segja neinum frá hinum raunveru- lega tilgangi. „Ég var svolítið taugaóstyrk vegna þess að það voru svo margir á þessum tíma sem héldu því fram að ég væri klikkuð. Dr. Hamburger fannst hins vegar ekkert sérstak- lega athugavert við það,“ rifjaði Jorgensen upp í viðtali mörgum árum eftir að- gerðina. Læknirinn var sá fyrsti sem greindi Jorgensen sem transmann- eskju og setti hana á kvenhormón. Þá hvatti hann hana til að haga sér og klæða eins og kvenmaður. Eftir rúmt ár af hormónameðferð fór Jor- gensen í röð kynleiðréttingar- aðgerða. Lögum um geldingar í Danmörku var meðal annars breytt til þess að aðgerðirnar gætu farið fram. Eftir aðgerðirnar skrifaði Jorgensen foreldrum sínum bréf þar sem sagði: „Náttúran gerði mis- tök sem ég hef nú látið leiðrétta og ég er nú dóttir ykkar.“ Kom heim frá Danmörku sem kona Christine Jorgensen Bráðnun heimskautaíssins hefur hækkað yfirborð sjávar um ellefu millimetra á undanförnum tveimur áratugum. Þetta er niðurstaða rannsóknar fjölda vísindamanna á ís við Grænland og Suðurskauts- landinu sem birt hefur verið í vís- indatímaritinu Science. Þetta er nákvæmasta mat á hækkun yfirborðs sjávar sem gert hefur verið. Rannsóknin bendir jafnframt til að bráðnun heims- skautaíss hafi valdið um fimmtungi af yfirborðshækkuninni frá árinu 1992. Þá kemur fram að ísinn á Grænlandi bráðni nú fimmfalt hraðar en hann gerði það ár. AFP Hafísinn hverfandi á norðurhveli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.