Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 41
flutti fjölskylda mín í Eiða. Fyrstu árin bjuggum við í lítilli íbúð í Barnaskólanum sem þá var heimavistarskóli. Yngstu börnin sem gistu heimavistina voru ósköp ung. Fyrir nokkrum árum heyrði ég fyrrverandi nemanda úr Barnaskólanum segja að hann hefði verið í skóla hjá þeim Jón- björgu og Sigurði. Mamma kímdi yfir þessu en ekki pabbi. Hann vissi að þrátt fyrir að móðir mín hefði aldrei kennt í skólastofunni sinnti hún mörgum þáttum sem eru mikilvægir litlum börnum, að hugga, þerra tár, segja sögur og hlusta. Heimilið okkar var afdrep ým- issa. Stundum var drepið hljóð- lega á dyr eða hurðin hentist upp og inn þeysti pjakkur sem búinn var að espa alla upp á móti sér og hafði enga leið til útgöngu nema í eldhúsið hjá móður minni. Þegar veður aftraði heimferð nemenda var gjarnan slegið upp grímuballi. Þá tíndi mamma til öll sín föt og föt föður míns til að krakkarnir hefðu úr einhverju að moða. Stundum hékk ekkert í skápnum þeirra nema sparifötin þeirra. Tími okkar á Eiðum var for- eldrum mínum góður. Fyrir fólk eins og þau sem unnu náttúrunni er svæðið óþrjótandi uppspretta allsnægta. Eiðaskógurinn, Eiða- vatnið, Húsatjörnin, ásarnir um kring og svo mætti lengi telja. „Æ, hér áttum við pabbi þinn mörg sporin,“ sagði móðir mín aftur og aftur þegar við keyrðum framhjá Eiðum á leið okkar á Borgarfjörð. Svo komu minning- arnar hver á fætur annarri, um blómin, um útsýnið af ásunum, um örnefnin og um samferðamennina á Eiðum sem henni voru svo kær- ir. Það var mikið sungið í skólan- um. Enskan var okkur ekki eins töm og hún er börnum í dag svo við sóttumst eftir að fá vinsælustu lögin með íslenskum textum. Það var alltaf auðsótt mál að fá texta við þessi lög og textar móður minnar og föður, leikandi léttir og hrífandi voru sungnir ár eftir ár. Ég vil kveðja móður mína og þakka henni fyrir samfylgdina með einu þessara ljóða. Vorblær, þú sem vekur allt af dvala vorblær, viltu strjúka mér um kinn. Vorblær, fræ í mold um börð og bala bíða komu þinnar vinur minn. Vorblær, viltu anda sveitir yfir svo að allt sem grær og lifir fái nýjan gleðibrag. Ó vorblær, leystu vötn úr klakadróma. Vorblær, viltu koma strax í dag. Faðir minn lést í aprílmánuði sl. og nú eftir að móðir mín endaði lífsgöngu sína sé ég þau foreldra mína fyrir mér, gangandi, alltaf hönd í hönd, í yndislegu vori fyrir austan, pabbi kíminn en mamma brosandi út að eyrum með fangið fullt af blómum. Sesselja. Jónbjörg frá Bjargi kvaddi skyndilega eftir áttatíu og eins árs jarðvist. Löng dagleið, og oft á brattann að sækja. Bjargsheimilið stóð um þjóð- braut þvera, öllum opið, pósthús og símstöð. Faðir Jónbjargar, hreppstjóri í mörg ár, lagði sig allan fram um að leysa vanda íbúanna sem oft var stór og margvíslegur á þeim árum. Móðir Jónbjargar „síma- stúlkan“ söngkennari í barnaskól- anum, ásamt því að annast um- svifamikið heimili. Dagleg kjölfesta barnanna á Bjargi var því „afi og amma“. Afi, blindur í árafjöld, smíðaði leik- föng og muni af listfengi handa okkur. Ég, sem átti langa göngu- leið í skólann, minnist stundanna í „ömmuherbergi“ þar sem dregin voru af mér vosklæðin. Minnist spilamennsku, tafls, leikja og lest- urs meðan fötin mín þornuðu á slánni við eldavélina. Einstök geð- prýði og andlegur þroski ein- kenndi Jónbjörgu frá öndverðu. Hún var hagmælt, söngvin, minn- ug og hafði sérhæfni í að umgang- ast fólk og laða fram það besta í hverjum og einum. Hún sóttist ekki eftir veraldlegum auði eða völdum en skilaði ágóða ævi- starfsins með sæmd til barnanna sinna sem öll hafa erft mannkosti foreldranna. Þetta er leiðin okkar allra. Ég held áleiðis með gleði yf- ir minningunni um Jónbjörgu og æskuheimili hennar, sem var mitt annað í uppvextinum. Þórunn Sigurðardóttir. Þegar ég sest niður og minnist Jónbjargar á Skriðubóli finn ég til þess að þau eru öll farin sem áttu svo ríkan þátt í því að móta líf okk- ar barnanna og unglinganna á Geitavíkurtorfunni: pabbi og mamma í Útbænum, Margrét og Daníel í Frambænum og Siggi og Jónbjörg á Skriðubóli. Það var daglegur samgangur á milli bæj- anna, og ef einhver þurfti ein- hvers með leitaði hver til annars. Þetta var gott samfélag, gott fólk, sem gaf hvað öðru af gæsku sinni og glaðværð, ekki síst okkur börn- unum, við áttum alls staðar hauk í horni. Það er gott að hafa fengið að njóta þeirra, þau höfðu öll svo mikið að gefa, en voru samt svo ólík. Jónbjörg var gleðigjafi torf- unnar, þar var alltaf hlátur, það var spaugsemi, aldrei notuð ljót orð, þar var tónlist, hún var eig- inlega tónlistarkennarinn okkar, minnist ég stunda þar sem við skólastelpurnar fengum notið leiðsagnar hennar og æfðum fyrir skólaskemmtanir, Jónbjörg spil- aði á gítarinn og raddaði. Siggi var kennarinn, hann kenndi okkur í skólanum, hann sagði okkur sögur, hann kenndi okkur leiki, það var gaman þegar safnast var saman á Tungunni og farið í leiki, þá var vorið komið. Margrét átti alltaf tíma fyrir okkur krakkana, hún kenndi okk- ur virðingu, við trufluðum hana ekki þegar hún var að leggja sig, hún gaf okkur jólaköku og mjólk á eftir, gerði kúnstir og skemmti sér með okkur. Daníel var dásamlegur karl, víðsýnn, kátur og skemmtilegur, hjá honum við eldhúsborðið upp- lifði ég menningu heimsins, hann að ráða danska krossgátu og segja frá lífinu og tilverunni í nú- tíð og þátíð, þvílík frásagnargáfa, takk fyrir, Daníel. Pabbi og mamma voru stoðin og styttan, þau báru ábyrgðina á okkur Útbæjarkrökkunum, þeirra er sárt saknað og þakkað fyrir að við fengum að alast upp við frelsi, ábyrgð, metnað, og rétt- læti. Í dag felli ég tár yfir þeim öllum sem gerðu mig að þeirri mann- esku sem ég er. Það er komið að kveðjustund en Jónbjörg lést 16. nóvember síðastliðinn eftir stutt veikindi. Ég kveð hana með söknuði og þakka alla gleðina, sönginn og tónlistina sem ég lærði að njóta með henni. Ég þakka fyrir jóla- stundirnar sem ég sóttist eftir að mæta í þegar gengið var í kring- um eldhúsborðið á Skriðubóli og sungin jólalög og sálmar, þakka fyrir að læra kurteisi. „Það er svo gaman,“ sagði Jónbjörg „þegar þú kemur Gunna, þú heilsar alltaf, en þú gleymir alltaf að segja bless“. Ég þakka fyrir hláturinn og gleðina. Jónbjörg sagði engin blótsyrði, hún sagði horngrýti. Við áttum góða stund saman síðastliðið sumar, Jónbjörg og dætur hennar, þær komu í kaffi og vöfflur, það var glaðværð, það var hlátur, það voru rifjuð upp bernskubrek barnanna: þegar Birgir steikti frönsku kartöflurn- ar og sendi krakkana til að stela kartöflum, þegar Hannes og Geira böðuðu kettlinginn svo „Hann get ekki labbað“. Það er dásamlegt að eiga svona stund til minningar um góða granna. Um leið og ég votta systk- inunum frá Skriðubóli og fjöl- skyldum þeirra samúð þakka ég Jónbjörgu samfylgdina. Hvíl í friði, Jónbjörg mín, ég bið að heilsa þeim hinum. Guðrún Björnsdóttir. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Við sem starfað höfum í Barð- strendingafélaginu kveðjum í dag einn af okkar góðu félögum. Mann sem mér fannst eiginlega vera klettur félagsins með sinni rólegu og traustu framkomu. Þegar ég byrjaði að sækja sam- komur Barðstrendingafélagsins árið 1956 tók ég strax eftir nokkrum glæsilegum hjónum sem komu saman á samkomur fé- lagsins, ein af þeim voru Bolli og Svanhildur kona hans. Ég átti seinna eftir að kynnast þeim og eiga með þeim samleið í starfi fé- lagsins. Ég var með Svanhildi í kvennadeild Barðstrendinga- félagsins frá stofnun hennar, það mátti eiginlega segja að Bolli væri líka í kvennadeildinni, svo vel lagði hann deildinni lið. Bolli kom oft á vinnufundi með kon- unni sinni og gerði margt fyrir deildina, bakaði oft vestfirskar hveitikökur í kaffisöluna og margir eignuðust dúkkurúm sem hann smíðaði fyrir basarinn. Bolli Bolli A. Ólafsson ✝ Bolli A. Ólafs-son fæddist í Valhöll á Patreks- firði 12. september 1926. Hann lést í Sunnuhlíð, hjúkr- unarheimili í Kópa- vogi, 20. nóvember 2012. Útför Bolla fór fram frá Kópavogs- kirkju 29. nóv- ember 2012. var lengi varafor- maður Barðstrend- ingafélagsins og vann þar mikið starf, hann tók svo við formennsku af Guðbjarti Egilssyni þegar hann veiktist. Bolli hafði alltaf færst undan því að taka við for- mennsku og sinnti því formannsstarf- inu stutt. Bolli starfaði í flestum deildum félagsins og sat einnig í stjórn Gests, sem rak hótelin fyrir vest- an, hann vann því mikið og gott starf fyrir Barðstrendingafélagið og sýndi félaginu alltaf mikla tryggð. Þrátt fyrir veikindi síð- ustu ár mætti hann með aðstoð barna sinna á kaffi félagsins með- an hann gat og söknuðum við fé- lagarnir vinar í stað hinn 3. nóv- ember síðastliðinn þegar sonur hans kom og sagði hann ekki treysta sér til að koma því heils- unni hafði hrakað. Við kveðjum Bolla, heiðurs- félaga Barðstrendingafélagsins, og þökkum honum öll hans góðu störf fyrir félagið. Við biðjum Guð að geyma hann og gefa hon- um góða heimkomu. Fjölskyldu Bolla vottum við innilega samúð og biðjum þeim guðs blessunar. Fyrir hönd Barðstrendinga- félagsins, Ásta Jónsdóttir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Þökkum samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, AUÐAR SVEINSDÓTTUR LAXNESS. Guðný Halldórsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU JÓHÖNNU ÞORVALDSDÓTTUR, fv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Reykholti. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar fyrir einstaka umönnun. Þórir Jónsson, Hulda Olgeirsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Eiríkur Jónsson, Björg Guðrún Bjarnadóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Haraldur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við fráfall ástkærs vinar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS ÞORSTEINS JÓHANNSSONAR mjólkurfræðings frá Siglufirði, Suðurbraut 2, Hafnarfirði, og öllum þeim sem sýndu minningu hans virðingu á útfarardaginn 14. nóvember. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, Rut María Pálsdóttir, Sigurður Kristinn Pálsson, Jóhann Ásgrímur Pálsson, tengdabörn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS AXELSSONAR Tungötu 22, Grenivík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Grenilundi fyrir góða umönnun. Erla Friðbjörnsdóttir, Anna Pétursdóttir, Kristinn Skúlason, Birgir Pétursson, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Helga Pétursdóttir, Jón Bragi Skírnisson, Friðbjörn Axel Pétursson, Jón Ásgeir Pétursson, Elín Berglind Skúladóttir, Guðrún Hildur Pétursdóttir, Helgi Teitur Helgason, afa- og langafabörn. ✝ Af einlægu hjarta sendum við þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐMUNDU SUMARLIÐADÓTTUR, Faxabraut 13, Reykjanesbæ, sem lést 11. nóvember. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi fyrir framúrskarandi þjónustu við móður okkar. Ykkar umhyggja og góðvild verður seint fullþökkuð. Jósebína Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Kristjana Sigurðardóttir, Hafdís Gunnlaugsdóttir, Róbert Svavarsson, Karl Hólm Gunnlaugsson, Sigurveig Þorsteinsdóttir, Sævar Gunnlaugsson, Selma Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BRAGA STEINARSSONAR, Löngulínu 10, Garðabæ. Ríkey Ríkarðsdóttir, Steinarr Bragason, Kristín Thoroddsen, Björk Bragadóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Eiríkur Bragason, Guðbjörg Jóna Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR frá Klauf, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við frábæru starfsfólki Einihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir hlýja og kærleiksríka umönnun. Geir Guðmundsson, Heiðbjört Eiríksdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jón Eggertsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir, Leifur Guðmundsson, Þórdís Karlsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Haukur Geir Guðnason og aðrir afkomendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.