Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 HEIMURINN KANADA ABBOTSFORD Lögregl- an í Abbotsford skammt frá Vancouver þar sem glæpa- tíðni er einna mest í Kan- ada, sendir afbrotamönnum borgarinnar jólakort í ár. Þar sést lögreglustjórinn í Abbotsford klæddur jólasveinabúningi og skotheldu vesti með hjálm á höfði og hríðskotabyssu í hendi. Kortið var sent síbrotamönnum, innbrots- þjófum og einstaklingum, sem tengjast gengjum og eiturlyfjamisferli. Spyr lögreglustjórinn viðtak- andann á hvorum gjafalista jólasveinsins hann vilti lenda, hinna góðu og fá eitthvað fallegt eða hinna vondu og fá kolamola. RÚSSLAND MOSKVU Ded Moroz eða Afi Frosti nefnist jólasveinninn í Rússlandi. Í vikunni tók hann á móti börnum að heimili sínu í Kuzminskí-garði í suðausturhluta Moskvu í aðdraganda nýársfagnaðarins, sem er helsti hátíðardagur ársins í Rússlandi. JAPAN TÓKÝÓ Jólasveinninn er vanur að fljúga um í sleða, en í Japan stundar hann einnig köfun. Í Sunshrie-sædýrasafninu í Tókýó kafar jólasveinninn tvisvar á dag með fiskunum fram að jólum. ÁSTRALÍA HOBART Flugmálayfirvöld í Hobart á Ástralíu greindu frá því í vikunni að flugleið jólasveinsins lægi fyrir og hefði verið samþykkt. Aðrir flugmenn myndu taka tillit til jólasveinsins á þeirra flugumferðarsvæði og gæta þess að vera ekki í vegi fyrir honum. Börn munu geta fylgst með för jólasveinsins á slóðinni www.airservices- australia.com/santa. BRASILÍA RIO DE JANEIRO Jólasveinninn klæddist bláu og hvítu til að minna á sveitir friðarlögreglunnar í Bras- ilíu þegar hann heimsótti hreysa- hverfið Morro dos Macacos í Rio de Janeiro 20. desember og gekk meðal annars á þaki grunnskólans í hverfinu og dreifði jólagjöfum til barna þar. Múslímska bræðralagið hugð- ist 1979 fylgja eftir klerkabylt- ingunni í Íran og gera upp- reisn í Aleppo. Vonuðust liðsmenn bræðralagsins til að fá almenning á sitt band. Liðs- menn þess byrjuðu á að myrða 83 kadetta úr röðum alavíta í herskóla í Aleppo. Stjórnvöld brugðust við af hörku og tókst á skammri stund að brjóta bræðralagið á bak aftur. Stjórnvöld beita byltingarmenn sama mis- kunnarleysi nú og íbúar Aleppo finna fyrir því þegar sprengjum rignir yfir borg- ina. Í búar í Aleppo í Sýrlandi hafa mátt þola grimmileg átök í borginni undanfarna mánuði og nú í upphafi vetrar blasir við þeim skortur á fæði og eldsneyti. Í fréttaskeytum segir frá því að fólk myndi langar raðir fyrir utan bakarí í þeirri von að á boðstólum verði brauð, sem stöðugt hækkar í verði. Drengir binda kaðla utan um tré til að sveigja þau niður og höggva í eldivið. Aleppo var áður viðskiptamiðstöð landsins. Nú berst þaðan ákall til alþjóða- samfélagsins um aðstoð og íbú- arnir rétt skrimta. „Olía og matur eru mjög dýr,“ sagði ávaxtasali, sem ekki vildi láta nafns getið, í samtali við fréttastofuna AFP. „Vandamálið er ekki ávaxtaskortur, vandamálið er brauð og eldsneyti.“ Götusali við hlið hans benti á garð hinum megin götunnar og sagði að fyrir nokkrum mánuðum hefði hann verið fullur af trjám, en nú væri búið að höggva þau niður og nota til að kynda. Bardagar milli sveita, sem eru hollar Bashar al-Assad forseta, og uppreisnarmanna hafa geisað síð- an í júlí. Nú er svo komið að skorið hefur verið á allan birgða- flutning til hverfa og borgarhluta, sem eru á valdi uppreisnarmanna. Charles Glass, fyrrverandi fréttamaður bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar ABC í Mið-Austu- löndum, lýsir borginni þannig að þar hafi myndast innri landamæri í grein í tímaritinu New York Re- view of Books. Í einu hverfinu, Sulaimaniya, hafi logað götuljós og kaffihús ið- að af lífi þegar hann kom þangað í október, en 50 metra í burtu, í hverfinu Jdaideh, sjáist varla hræða. Íbúarnir hafi forðað sé þegar uppreisnarmenn komu mán- uði áður. Skortur grípur um sig Vegna stríðsins er nú farið að skorta vörur, sem framleiddar eru í Aleppo og nágrenni, sápu, vefn- aðarvörur, unna matvöru og lyf. Það gengur hratt á birgðir af nauðsynjavörum og reiðufé. „Þú þarft ekki að fara til Aleppo,“ hefur Glass eftir vini sínum í Beirút. „Aleppo er hér.“ Þangað hafa margir flúið í út- legð. Á kaffihúsum í Beirút sitja stuðningsmenn og and- stæðingar Assads hlið við hlið og bíða þess að geta snúið aftur. Í hugum margra skar Aleppo sig úr. Þar ríkti umburðarlyndi. Aðeins einu sinni hefur verið gerð aðför að kristna minnihlutanum í borginni. Það var 1851, mannfall var lítið og ofsóknirnar endurtóku sig ekki. Ef olía er frátalin urðu 65% af þjóðarauði Sýrlands til í Aleppo. Þar eru vefnaðarvörur unnar úr sýrlenskri baðmull, framleidd lyf og smíðuð húsgögn. Víðtæk eyðilegging Viðmælendur Glass segja að Aleppo hafi ekki skorist í átökin, átökin hafi borist til borgarinnar. Þegar uppreisnarmennirnir komu til borgarinnar var þeim í upphafi fagnað í úthverfunum þar sem búa bændur sem hafa flutt þangað úr þorpum og sveitum landsins. Stuðningur hefur hins vegar fjarað undan þeim. Uppreisn- armennirnir eyðilögðu verksmiðjur þar sem fjöldi manns vann. Þeim hefur ekki tekist að ná Aleppo á sitt vald og eru ófærir um að tryggja öryggi íbúa þeirra hverfa, sem þeir hafa náð, fyrir árásum og sprengjuregni stjórnarliða. Uppreisnarmennirnir eru farnir að veita Mukhabarat, hinni ill- ræmdu leyniþjónustu Assads, sam- keppni. Grimmilegar aðfarir stjórnarinnar hafa ýtt mörgum stuðningsmönnum hennar í fang uppreisnarmanna, sem aftur á móti hafa hrakið frá sér stuðning með ofbeldi, skemmdarverkum og mannránum. Andstaða við stjórn Assads er útbreidd, en ekki er þar með sagt að almenningur styðji að landið verði lagt í rúst til að koma honum frá. Talið er að 40 þúsund manna hafi fallið í átökunum, tvær millj- ónir hafi misst heimili sín og séu á faraldsfæti og þar af hafi 400 þúsund manns flúið land. Og nú er langur vetur framundan. Blóðug barátta um Aleppo ALEPPO VAR ÞRÓTTMESTA BORG SÝRLANDS. BARÁTTAN UM ÞESSA BORG HEFUR NÚ STAÐIÐ MÁNUÐUM SAMAN, SKORTUR ER FARINN AÐ GRÍPA UM SIG OG BÆÐI STJÓRN- ARLIÐAR OG BYLTINGARMENN ERU ILLA ÞOKKAÐIR. Móðir í Aleppo heldur um barn sitt í loftárás. UPPREISNIN 1979 Mannþröng fyrir utan bakarí í borginni Aleppo í Sýrlandi 16. desember. Brauð er af skornum skammti í borginni vegna átaka, sem staðið hafa síðan í sumar, og verðið fer hækkandi. Íbúar borgarinnar sjá fram á erfiðan vetur. AFP * „Þau fá hvorki brauð né heilsugæslu. Veturinn verður grimm-ur, ekki bara vegna bardaganna, heldur einnig aðstæðna.“Michal Przedlacki, stjórnandi Sýrlandsdeildar tékkneskra hjálparsamtaka.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.