Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012
Heimili og hönnun
óeigingjörn. Gunnar hafði fest sig í sessi sem ungur hús-
gagnaarkitekt í Kaupmannahöfn og engin teikn sáust á lofti
um atvinnuöryggi fyrir hann hér á landi. En það sannast
hér sem oftar: Íslendingurinn kýs að snúa heim. Þau hjónin
tóku upp heimili sitt í Kaupmannahöfn og fluttu með börn
sín til Íslands. Enda kom í ljós að verkefnin biðu hér heima.
Gunnari tókst á örfáum árum að skapa sér stöðu sem frum-
kvöðull. Hann veitti tilsögn og álit um híbýli fólks og tók
þátt í að byggja upp vitund um mikilvægi góðrar hönnunar,
bæði með verkum sínum og þeirri kennslu sem hann stund-
aði um langt árabil. Áhrifa hans gætir víða og þau eru
margskonar…
Gunnar […] er af kynslóðinni sem fær það verkefni að
glíma við tækifæri og ögranir sem fólust í hraðri nútíma-
væðingu með stærri híbýlum fólks og með vaxandi iðnaði á
sviði húsgagnagerðar. Gunnar setti sér kröfu um frumleika í
Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur og Gunnar Magnússon. „Hann var alltaf með geómetrísk form, nokkuð klippt og skorin,“ segir hún.
Morgunblaðið/Ómar
HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS GEFUR ÚT BÓK UM VERK GUNNARS MAGNÚSSONAR
Frumkvöðull
í nútímahönnun
„ÞAÐ SEM ÉG VAR AÐ GERA Í DANMÖRKU VAR Í ANDSTÖÐU VIÐ MARGT ÞAÐ SEM ÞÁ VAR
Í TÍSKU EN ÉG FÉKK SAMT MIKINN HLJÓMGRUNN,“ SEGIR GUNNAR MAGNÚSSON. FJALLAÐ ER UM
HÚSGÖGN HANS OG INNRÉTTINGAR FRÁ SJÖUNDA OG ÁTTUNDA ÁRATUGNUM Í NÝRRI BÓK.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Skápar og húsgögn í Bjarmalandi 13 hafa fengið að halda sér í
upprunalegri mynd. Palisander-viðurinn fær að njóta sín.
Dæmi um efni og frágang Gunnars í baðherbergisinnréttingu frá
áttunda áratugnum. Hann notaði oft við og litað plastefni saman.
G
unnar Magnússon – Húsgögn og innréttingar
er heiti nýrrar bókar sem Hönnunarsafn Ís-
lands gefur út. Þær Snæfríð Þorsteins og
Hildigunnur Gunnarsdóttir hafa hannað bók-
ina sem kemur í framhaldi sýningarinnar
Gunnar Magnússon 6́1-́78 sem sett var upp í safninu í fyrra.
Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur var sýningarstjóri og hún er
höfundur texta bókarinnar.
Í formála Hörpu Þórsdóttur, forstöðumanns Hönn-
unarsafns Íslands, segir að sjöundi áratugur tuttugustu ald-
ar hafi um margt verið merkilegur í íslenskri hönnunarsögu
og markaði upphaf blómlegs tíma.
„Á fyrri hluta sama áratugar er Gunnar Magnússon að
flytja heim eftir að hafa numið húsgagnahönnun og starfað
við hana í nokkur ár í Danmörku. Ákvörðun Gunnars og
konu hans, Guðrúnar Hrannar Hilmarsdóttur, var stór og
af jólavöru
-500/0
-200/0
Stakir stólar ver-d frá
29.900