Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Matur og drykkir HLUTFÖLL 60 PRÓSENT MALT 40 PRÓSENT APPELSÍN GÓÐUR SLURKUR AF KÓKI Það er grundvallaratriði að það gleymist ekki að setja kók út í jólablönduna að mati Svanhildar Hólm Valsdóttur. „Blandan af malti og appelsíni er um það bil 60 af malti og 40 af appelsíni og góður slurkur af sykurkóki út í,“ segir Svanhildur og bætir við að sér finnist blandan ekki mega vera of sæt – sem hún verði með of miklu appelsíni. „Alvörufólk notar meira malt.“ Svanhildur Hólm HLUTFÖLL 30 PRÓSENT MALT 70 PRÓSENT APPELSÍN SAFI ÚR EINNI SÍTRÓNU Tónlistarmað- urinn og matar- gúrúið Magnús Valdimarsson, eða Maggi mix eins og hann er jafnan kallaður, notar ívið meira appels- ín í jólablönduna sína. Þá kreistir hann safa úr einni sítrónu út í blönd- una. „Svona upp á frískleikann,“ segir Maggi. „Þá er gott að lauma þremur klökum út í glasið og klakarnir verða að vera þrír akkúrat.“ Maggi segir að jólablandan bragðist enn betur ef fólk hlær og hefur það gaman – „því jólin eru nú bara einu sinni á ári“. Maggi mix HLUTFÖLL 50 PRÓSENT MALT 30 PRÓSENT APPELSÍN 20 PRÓSENT MIX „Hefðin að blanda mixi saman við jólablandið kemur frá tengdafjölskyldu minni en ég nota 50 prósent malt og svo eru hin 50 prósentin gos; app- elsín og mix,“ segir Eva María Sigurbjörnsdóttir, náttúrufræðingur og meistaranemi. Til er hópur fólks sem notar mix út í jólablandið og Eva María er ein þeirra. Þá nota sumir allt fernt; malt, appels- ín, mix og kók. Eva María segir mikilvægt og alltaf sé passað upp á að gosið fari fyrst ofan í, á undan maltinu, því annars flæði út um allt. Eva María HLUTFÖLL 40 PRÓSENT MALT 60 PRÓSENT APPELSÍN STUNDUM HVÍTÖL ÚT Í Matreiðslubókahöfundurinn og bak- arinn Jói Fel. vill hafa meira appelsín en malt í jólablöndu aðfangadagskvölds. Hans hlutföll eru 60 prósent appelsín á móti 40 af malti. „Mér finnst maltið að- eins of sterkt og hef því appelsínið ör- lítið meira ráðandi. Ég á líka mjög góð- ar æskuminningar um þegar ég sótti hvítölið með pabba í gamla daga á brúsa og stundum blanda ég hvítöli með appelsíninu.“ Hvítöl er að stofni til það sama og malt nema það er ekki eins sætt vegna þess að minna korn er notað í uppskriftina. „Annars á ég mjög erfitt með mig yfir aðventuna því ég er svo veikur fyrir þessum drykk. Ég byrja að drekka malt og appelsín fyrsta í aðventu og drekk þetta allan desem- bermánuð.“ Jói Fel HLUTFÖLL 46 PRÓSENT MALT OG 54 PRÓSENT APPELSÍN „Allir sem hafa blandað malt og appelsín í meira en áratug, eða í meira en tvo áratugi eins og ég, vita að það á að nota meira app- elsín en malt. Mýtan um meira malt er allt of lífseig en ég þakka Morgunblaðinu kærlega fyrir að gefa mér tækifæri til að leiðrétta þennan leiða misskilning,“ segir Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri Bjartrar fram- tíðar. Hlutföllin hjá Atla eru 54 prósent af malti á móti 46 af appelsíni. „Við þau sem bæta kóki út í vil ég segja eftirfarandi; Hættið þessu. Kók á ekki heima í jólaöli. Maður setur ekki kók út í gin og tónik og maður setur sannarlega ekki kók út í malt og appelsín.“ Atli Fannar E kki er vitað hvaða snillingi datt fyrst í hug að blanda saman malti og appelsíni en talið er að í kringum 1960 hafi siðurinn verið orð- inn almennur. Þó þekkist það á meginlandi Evrópu, til dæmis í Þýskalandi, að blanda ávaxtasafa og límonaði saman við dökkt öl. Árið 2004 var í fyrst skipti hægt að fá malt- og appelsínblönduna til- búna á dós en þótt slík þægindi séu fyrir hendi er meiri alúð lögð í að blanda drykkinn persónulega á aðfangadag. Enda er þónokkuð stór hópur sem hefur sterkar skoðanir á því hvernig hlutföllin milli malts og appels- íns skulu vera og auk þess þekkist það víða að öðrum bragðefnum sé hellt út í drykkinn eins og sjá má hjá þeim sem gáfu Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins uppskrift að jólablöndunni „sinni“. Má þar nefna kók og appels- ín og í einni blöndunni er safi kreistur úr ferskri sítrónu út í könnuna. Ólíkar upp- skriftir að jólablöndunni HEFÐIN AÐ BLANDA SAMAN MALTI OG APPELSÍNI OG DREKKA MEÐ JÓLAMATNUM ER ORÐIN UM FIMMTÍU ÁRA GÖMUL. ÞJÓÐIN HEFUR STERKAR SKOÐANIR Á ÞVÍ HVERNIG BLANDAN SÉ BEST ÚR GARÐI GJÖRÐ Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.