Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 Ö llu fer aftur“ heyrist oft, ekki að- eins um þessar mundir, heldur á öllum tímum. Sérstaklega eru hinir „gömlu“ sífellt grunaðir um að sjá þessa merkis í hegð- un ungviðisins og nöldra um það í eigin barm eða sinnar kynslóðar. Frægar setn- ingar eru hafðar eftir sjálfum Sókratesi í þessa veru og aðrar líkar má finna á öllum öldum. Og þar sem að þannig er sannað að nöldrið hefur staðið árþúsundum saman er það eðlilega haft í flimtingum. En fór öllu aftur? En þrátt fyrir það er vafalítið nokkuð til í aðfinnsl- unum. Það fer ýmsu aftur. En örugglega ekki öllu. Ekki þarf nema að líta um öxl á Íslandi og sjá að nán- ast öllu hefur farið fram en aðeins fáeinu aftur. Hrein- læti, heilsugæsla, geta til líknar og lækninga. Kostir eru svo miklu fleiri en var á öllum sviðum og kjör önn- ur og betri. Samgöngur eru leikur einn miðað við það sem var. Einn læknir í stóru héraði um aldamótin síð- ustu var stórkostleg framför frá því að landið var nær læknislaust öld áður. En læknir sóttur um langan veg á hesti til sjúklings, um ófærur og átti ferð til hans sem reyndi á þrek hans og úthald, var, ef vel tókst til mætt- ur í kalda ljóslitla baðstofuna, þar sem frosið var í koppunum, dögum eða vikum eftir að árætt var að biðja um hjálp. Slíkt var ekki gert fyrr en í lengstu lög. Og þegar læknirinn mætti þreyttur og þrekaður með sinn fábreytta búnað í sinni litlu læknistösku voru úr- ræðin sem hann hafði fá og á okkar mælikvarða nánast engin. Fáir áttu kost á menntun við hæfi, þótt merkilegar sögur séu til og skráðar um það hvernig mönnum var komið til menntunar og þroska, væru þeir svo lánsamir að vera í nábýli við þann eða þá sem vildu og eitthvað gátu. Og einn og einn barðist til mennta á móti straumi og líkum. Allur þorri fólks fékk óburðug kjör í sína vöggugjöf og sú vöggugjöf varð að fylgikonu út lífið. Sú eina öld sem þjóðin hefur haft forræði eigin mála, í smáu fyrst, hefur jafnframt verið hennar mesta fram- faraskeið. Það er engin tilviljun. Og því skyldu kjark- lausir minnimáttarmenn ekki gleyma. En hverju fór þá aftur? Því svarar hver og einn. En til að koma mönnum af stað má nefna: Við misstum mýrarnar, við misstum Fjalaköttinn, við misstum sakleysið, við misstum hald- reipi barnatrúarinnar, við misstum gömlu matarlyst- ina, við misstum hógværðina, hégómaleysið, nægju- semina og tillitssemina svo eitthvað sé nefnt. Skítt með söguna, hún er búin hvort sem er Eitt af því sem stundum er nefnt sem sannindamerki þess „að öllu fari aftur“ er að þjóðin vilji ekkert hafa með sögu sína að gera lengur. Það lýsi sér t.a.m. í söng- texta eins og: Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall, með prjáli les upp ljóð eftir löngu dauðan karl.“ Þá er verið að vísa í þá stuttu hátíðarsamkomu á Aust- urvelli til að fagna lýðveldinu 17. júní ár hvert og af- mælisbarninu Jóni Sigurðssyni sem flestir vita enn hvar fæddist. Nú séu unglingar út á þekju um uppruna, sögu og sjálfstæðisbaráttu sinnar þjóðar. (Og unglingsárin standi fram undir þrítugt.) Þeir séu undirlagðir nytja- lausri sálarskemmandi iðju á neti, horfandi á klám- kennt efni eða lifa sig inn í tölvuleiki sem hafi svipað inntak og morðæði í bandarískum barnaskólum eða allsberi sig og fjölskylduna með því að fimbulfamba um persónulega hluti, sem öðrum koma ekki við eða ættu ekki að hafa áhuga fyrir, á fésbókinni, sem orðin sé þeirra traustasti vinur og eini félagi. Það er örugglega sannleikskorn í þessu öllu, en sannleikskorn eru á hinn bóginn ekki ígildi sönnunar. Miðaldra fólki og eitthvað eldra þykir ekkert verra nú að teljast til „68-kynslóðarinnar“ sem í augum for- eldranna og afa og ömmu þess tíma var af mörgum tal- in kynslóð ónytjunga. Unglingar létu sér þá ekki nægja viðurkennda siðlega hegðun eldra fólksins sem drakk sig fullt um helgar, reykti Camel í pakkavís ofan í smábörn og ófrískar konur sem reyktu með til sam- lætis og bættu sér upp tilbreytingarlausa tilveru þess á milli með því að éta illa reykt kjet og hrossabjúgu, yf- irsaltað og svo feitt að kransæðarnar þurftu áfallahjálp eftir hverja máltíð. Ömmur og afar ömmu og afa 68 kynslóðarinnar höfðu étið þess konar mat þar sem ekki var völ á að geyma hann öðru vísu en reyktan og salt- aðan í gegn og fitan var forsenda þess að menn gætu dregið fram lífið, þegar spursmálið var í raun að þreyja þorrann og góuna eða heilsa upp á kistubotninn ella. Næsta kynslóð át þennan mat eingöngu af gömlum vana, þótt hún væri komin bæði með ísskáp og frysti- kistu auk varasjóðs í ístru sem reyndi á þolmörk vest- istalnanna hvern einasta dag. En sá hluti 68 kynslóð- arinnar sem lifði af, þrátt fyrir bítlaæði, rollinga og Dylan, LSD og hið sérstaka tóbaksafbrigði tímabilsins, getur nú leyft sér í upplýstri umræðu manneldisráðs að slá sér upp í gamla matnum tvívegis á ári. Annars Hér liggur skáld og það liggja fleiri *Sú eina öld sem þjóðin hefurhaft forræði eigin mála, ísmáu fyrst, hefur jafnframt verið hennar mesta framfaraskeið. Það er engin tilviljun. Reykjavíkurbréf 21.12.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.