Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012 B ók Sigurjóns Magnússonar, Endimörk heimsins, hlaut til- nefningu til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í ár. Bókin er grimm og blóðug. Höfundur lýsir þeim sögufræga atburði þegar Niku- lás Rússakeisari er fluttur ásamt fjöl- skyldu sinni til Jekaterínbúrg í Úralfjöllum vorið 1918 og tekinn þar af lífi um sum- arið. Sjálf frásagnaraðferðin vekur athygli því Sigurjón velur sem sögumann þann ill- ræmdasta úr aftökusveitinni, Pétur nokk- urn Jermakov. Tuttugu árum eftir aftök- una gengur Pétur um húsið þar sem fangarnir voru geymdir og teknir af lífi og rekur rás atburðanna fyrir háttsettum flokksfélögum. Hann iðrast einskis en átel- ur harðlega aðra úr aftökusveitinni sem það gerðu og verður leiðsögn þessa kald- rifjaða sögumanns á köflum býsna óhugn- anleg, einkum þegar dregur nær endalok- unum, víganóttinni sjálfri. Fæðingin er blóðug og kvalafull Aðspurður hvaða erindi þessi hrollvekjandi aftaka í fjarlægu landi fyrir um hundrað árum eigi við okkur í dag segir Sigurjón það erindi vera allnokkurt. „Það þykir alls ekki skjóta neitt skökku við að evrópskir höfundar sæki söguefni í Biblíuna. Það gerðu Laxness, Thomas Mann, Kazantzakis og margir aðrir enda liggja þarna rætur trúar okkar og menningar. Sama finnst mér að gildi að nokkru um rússnesku byltinguna. Með henni er lagður grunnur að pólitískum trúarbrögðum sem urðu víða ráðandi á 20. öldinni. Þá var um þriðj- ungur heimsins undir hæl kommúnismans þegar mest var. Kommúnisminn hafði eins og allir vita geysileg áhrif hér á Íslandi þótt hann yrði ekki ofaná í stjórnmálalíf- inu. En hann var afgerandi í allri póli- tískri umræðu um áratugaskeið. Og ráð- andi í menningarlífinu. Nú segi ég í upphafi bókar minnar: Fæðingin er blóðug og kvalafull. En ég vil líta á atburðinn í Jekaterínbúrg sem fæðingu þessarar út- breiddu alræðishyggju. Í vissum skilningi að minnsta kosti.“ Kaldastríðssögurnar Sigurjón hefur áður skrifað tvær skáldsög- ur um hugsjónabaráttu 20. aldar. Árið 2001 kom út skáldsagan Borgir og eyði- merkur og fjallaði hún um skáldið Krist- mann Guðmundsson og þau harðvítugu átök sem hér geisuðu í menningarlífinu á dögum kaldastríðsins. Síðari sagan, Útlag- ar frá árinu 2010, gerist um miðja öldina og lýsir afdrifum ungs hugsjónamanns sem fer til náms í Austur-Þýskalandi og kynn- ist þar veruleika alræðisins af eigin raun. Í nýju bókinni segir hann hins vegar skil- ið við fórnarlömb þessarar hugmyndafræði en snýr sér að hugsjónamanninum sem geranda. Enda ber sagan undirtitilinn: Frásögn hugsjónamanns. „Þarna í rúss- nesku byltingunni er upphafsins að leita,“ segir Sigurjón. „Og þarna kynnumst við því hvernig hugsjón verður að veruleika. Í framkvæmd er hún annað og meira en bara orð á blaði og þá er gjarnan einskis svifist svo tilgangurinn helgar í raun með- alið. Þrátt fyrir háleitar hugmyndir er hugsjónamaðurinn líka oft knúinn áfram af lágum hvötum ekki síður en háleitum. Þetta getur verið hefndarþorsti, grimmd, ótti og raunar hvað sem er. Og þessu er ég að lýsa með Pétri Jermakov.“ Glæpamaður og hugsjónamaður Það finnast ekki miklar heimildir um söguhetju Sigurjóns, en nokkrar þó, og Sigurjón hefur kynnt sér ævi hans eftir föngum. Pétur Jermakov gekk til liðs við bolsévíka 1905 eftir Rauða sunnudaginn, en sumir hafa þó lýst honum framan af sem venjulegum glæpamanni fremur en dæmigerðum byltingarmanni. Hann rændi fyrirtæki og banka og tók menn af lífi eftir því sem á þurfti að halda. Um árabil mátti hann dúsa í fangelsum keisarans og síðar þrælkunarbúðum í Síberíu þar sem hann þoldi hrottalega meðferð. En einmitt vegna þeirrar reynslu naut hann líka sér- stakrar virðingar innan flokksins. Þegar hann eftir febrúarbyltinguna 1917 losnaði úr haldi og sneri aftur til borgarinnar var honum tekið opnum örmum. Jekaterínbúrg var þá að verða eitt öfl- ugasta vígi bolsévíka og þar fékk Pétur strax foringjastöðu og mannaforráð. „Nikulás keisari hafði verið fangi bolsé- víka í rúmt ár þegar hann kom til Jeka- terínbúrg ásamt fjölskyldu sinni. Sjálfur vissi hann fyrir að á verri stað var naum- ast hægt að senda hann, vegna sterkrar stöðu rauðliða í borginni. Og sá ótti reyndist ekki ástæðulaus. Ég hugsa samt að Nikulás hafi ekki verið nægilega ver- aldarvanur til að gera sér ljóst að bolsév- isminn hafði alið af sér menn eins og Pét- ur Jermakov. En því fékk hann að kynnast.“ Að þekkja illskuna Sigurjón segist telja sig hafa skilning á þessum manni en leggur hins vegar á það áherslu að skáldsagnapersónur verði ekki til við heimildavinnu, hversu vel sem hún sé af hendi leyst. „Eitt er að lesa um illskuna, annað að miðla henni,“ segir hann. „Skáldsagan, rétt eins og önnur listaverk, er sprottin af reynslu rithöfund- arins án þess að fjalla beint um hann sjálfan. Maður skrifar um það sem maður þekkir, annað ekki, og illskuna þekki ég. Annars hefði ég einfaldlega aldrei sett þessa sögu saman.“ Hugsjónirnar bjóða því heim að menn vinni óhæfuverk Pétur Jermankov virðist af lestri bók- arinnar ekki eiga í neinum vandræðum með að vinna hvaða óhæfuverk sem er á þeim forsendum að þau séu til góðs, grunnurinn að jafnara og betra samfélagi. Aðspurður hvort svona gæti gerst enn í dag segir Sigurjón að svona hlutir séu sí- fellt að gerast. „Hugsjónirnar bjóða því heim að menn vinni óhæfuverk. Þetta er að gerast á öllum tímum. Það sem fyrir mönnum vakir er að koma á einhvers konar endanlegri skipan mála og eftir það spyrji enginn neins. Vandinn við þetta er hins vegar maðurinn sjálfur því hann læt- ur ekki svo auðveldlega að stjórn. Og þess vegna rísa alltaf fangabúðir við hlið fyr- irmyndarsamfélagsins eins og Kundera sagði á sínum tíma. Fyrir þá sem eru ekki til fyrirmyndar. Og svo vaxa búðirnar og vaxa.“ Atburðurinn er upphafið að hryllingi 20. aldarinnar Sem dæmi um þetta nefnir Sigurjón sum þeirra ríkja þar sem íslamistar ráða ríkj- um. Fréttir sem þaðan berist séu hroll- vekjandi vegna þess að maðurinn sé þar til fyrir kerfið en ekki öfugt. „En einmitt þannig sáu margir ástandið í Rússlandi eftir byltinguna,“ bætir hann við. „Mönn- um ofbauð ekki hugmyndin um jöfnuð og frelsi undirokaðra þjóðfélagshópa heldur lögleysan og skefjalaust ofbeldið. En það allt kristallaðist í atburðinum sem ég lýsi í bókinni og vegna þess höfðar hann ef til vill svo sterkt til margra enn í dag. Svo er líka fleira í sambandi við þennan at- burð sem gerir hann nútímalegan og ýms- um hefur orðið starsýnt á. Ekki síst fram- kvæmdin. Þessi ómarkvissa og subbulega framganga í dimmu kjallaraherbergi er svo gerólík því hvernig kóngar og keisarar fyrri tíðar voru teknir af lífi en vísar jafn- framt leiðina til nútímans. Og þá ekki síð- ur leyndin og pukrið í kringum þetta og svo yfirklórið eftirá. Með þessari aftöku erum við þannig á vissan hátt leidd inn í nútímann. Frægur sagnfræðingur hefur kallað þetta upphafið á martröð 20. ald- arinnar.“ Stríðið stoppaði uppganginn Sigurjón ræðir áfram um nútímann í sam- bandi við Nikulás keisara og bendir á að Ég þekki illskuna SÁ ATBURÐUR SEM OFT HEFUR VERIÐ KALLAÐUR UPPHAFIÐ AÐ HRYLL- INGI 20. ALDARINNAR ER TIL UMFJÖLLUNAR Í ENDIMÖRKUM HEIMSINS, NÝJUSTU BÓK SIGURJÓNS MAGNÚSSONAR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sigurjón Magnússon rithöfundur segir hugsjónirnar bjóða því heim að menn vinni óhæfuverk.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.