Morgunblaðið - 09.01.2013, Page 1

Morgunblaðið - 09.01.2013, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  6. tölublað  101. árgangur  VINNUR AÐ VERKI Í FRUMSKÓGI Í SÚRÍNAM KATRÍN RYÐUR BRAUTINA Í LIVERPOOL VINNA MEÐ VÖLDUM HÓPI LISTAMANNA BÍTLABORGIN ÍÞRÓTTIR HVERFISGALLERÍ 38TVÍÆRINGUR 2015 41 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Myglusveppur hefur komið upp í nokkrum herbergjum í byggingu Landspítalans við Hringbraut. Björn Zoëga, forstjóri Landspítal- ans, segir að verið sé að meta það hvort loka þurfi herbergjum og legu- rýmum. Um er að ræða elstu bygg- ingu Landspítalans við Hringbraut en í henni er meðal annars starfsemi gjörgæslunnar. „Myglan fannst ný- lega og kom upp vegna þess að gluggarnir hafa lekið í nokkurn tíma. Við höfum ekki haft fé til þess að endurnýja húsnæðið. Að vísu stóð til að gera við helming glugganna í þessu húsnæði í sumar,“ segir Björn. Læknar hafa veikst í vinnunni Hann segir ekki liggja fyrir hve víða áhrifa myglunnar gætir. Um sé að ræða skrifstofur og rými þar sem læknar hafa hvílst þegar þeir eru á vakt. „Þetta greindist á hæðinni fyr- ir ofan gjörgæsluna og er jafnvel í einu herbergi á gjörgæslunni. Brjóstholsskurðlæknar hafa notað eitt af þeim rýmum, sem myglu- sveppurinn hefur fundist í, til hvíldar tvisvar í viku. Einhverjir í þeim hópi hafa kvartað undan veikindum að undanförnu,“ segir Björn. Gætu þurft að loka herbergjum á gjörgæslunni Hann segir ekki ljóst hversu stór- an hluta byggingarinnar þarf að rýma þar sem umfang myglusvepps- ins liggi ekki fyrir. „Ef við þurfum að loka herbergjum á gjörgæslunni þá gæti það haft áhrif á starfsemina,“ segir Björn. Hann segir að það hafi legið fyrir í mörg ár að skipta þyrfti um glugga í byggingunni. Aðilar utan spítalans gerðu í haust úttekt á því hvernig bæri að forgangsraða viðhaldi á spít- alanum þar sem það var staðfest. Fleiri gluggar halda ekki vatni „Við höfum farið fram á aukafjár- veitingu á hverju ári frá því fyrir hrun en höfum ekki fengið.Við för- um ekkert í felur með það að á suð- urhliðinni á elsta hlutanum inni í Fossvogi eru gluggar sem ekki halda vatni í vissum áttum,“ segir Björn. Myglusveppur á Landspítalanum  Mygla hefur jafnvel greinst í herbergi á gjörgæslu  Meta hvort loka þarf rýmum Á norðurhjara veraldar bera eflaust margir blendnar tilfinningar til jan- úarmánaðar. Menn strengja heit um bót og betrun á nýju ári en á sama tíma er skrautinu pakkað niður og jólaljósin víkja fyrir vetrarmyrkrinu. Seinni hálfleikur vetrar hafinn Morgunblaðið/Golli Ummerki jólanna hverfa Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kona sem lét fjarlægja úr sér sprungna PIP-brjóstapúða í mars í fyrra er með silíkon í eitlum í hand- arkrikum. Kom það í ljós í skoðun sem hún fór í hjá Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins nokkrum vikum eftir að hún lét fjarlægja úr sér púðana á Landspítalanum. „Eftir aðgerðina upplifði ég rosa- lega mikinn létti á bringunni og átt- aði mig á því hvað ég var búin að vera með mikið af verkjum. Engu að síður fékk ég mikla beinverki í bringuna eftir aðgerðina, sérstak- lega öðrum megin. Svo ég pantaði mér tíma hjá Krabbameinsfélaginu. Þar var ég tekin í mjög góða rann- sókn og það kemur í ljós að ég er með silíkon sem hefur lekið út fyrir, farið í handarkrikana og er nú í eitl- unum. Mér var tjáð eftir aðgerðina að allt hefði verið hreinsað en svo kemur þetta í ljós í ómskoðuninni,“ segir konan sem rætt var við í gær. Hún segir að læknar hafi ráðlagt sér að láta silíkonið í eitlunum eiga sig, enda um erfiða aðgerð að ræða, nema það fari að angra hana enn meira. „Ég ákvað að bíða og sjá en það koma upp bólgur annað slagið í handarkrikanum sem ég verð aum í og klæjar í.“ Ekki er útilokað að hún sé með silíkon víðar í líkamanum. Sam- kvæmt upplýsingum sem konan hef- ur fengið á að vera hættulaust að vera með silíkon í eitlum, t.d. er það ekki talið krabbameinsvaldandi, þó það valdi miklum óþægindum. Konunni finnst vanta eftirfylgni í PIP-málinu og segir utanumhaldið ekki neitt. Hún segir margar þeirra kvenna sem greindust með sprungna silíkonpúða og létu fjarlægja þá sitja eftir með lýti á líkamanum og sár á sálinni. Bætt þekking á íhlutum Ár er liðið frá því PIP-málið kom upp hér á landi. Púðarnir voru fram- leiddir af franska fyrirtækinu Poly Implant Prothese sem notaði ólög- legt silíkon í þá. Um 400 konur fengu púðana ígrædda hér á landi. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að það megi draga heilmikinn lærdóm af þessu máli. „Ég held að við getum fullyrt að PIP-málið hafi vakið athygli og bætt þekkingu stjórnvalda og almennings á að í- græddir íhlutir í mannslíkamanum eru aðskotahlutir sem geta haft aukaverkanir í för með sér,“ segir Geir. Honum finnst þær konur sem voru með PIP-púða hafa fengið við- eigandi meðferð hér á landi. MMeð silíkon í eitlum »6 Með silíkon í eitlum eftir PIP-púða  Silíkon úr sprungnum PIP-brjósta- púðum fannst í eitlum í handarkrikum Morgunblaðið/Ómar Aðgerð Ár er liðið síðan brjósta- púðamálið kom upp hér á landi. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu Frá síðustu áramótum er óheimilt að fljúga flugförum Landhelgisgæsl- unnar út fyrir 12 mílna landhelgi, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Um áramótin breyttist skráning á flugflota Landhelg- isgæslunnar úr svokölluðum JAR- flokki í State-flokk. Til að fljúga út fyrir 12 mílna land- helgi þurfa íslensk loftför að hafa leyfi frá EASA, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samkvæmt heimildum brýtur flugstjóri Gæslunnar gegn reglugerð EASA fljúgi hann út fyrir 12 mílurnar. Þar með geta trygg- ingafélög neitað að greiða bætur ef tjón verður. Ljóst er að verði ekki gerð breyt- ing á skráningu íslenskra loftfara Gæslunnar er björgunarstarf á sjó innan íslenskrar efnahagslögsögu í verulegu uppnámi, enda geta mín- útur skipt máli þegar neyð er á hafi úti. Haft var samband við Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, sem kvaðst ekki þekkja nægilega vel til málsins til að geta tjáð sig um það við fjölmiðla í gærkvöldi. Efnahagslögsagan er 200 sjómílur og hlutverk Gæslunnar er meðal annars að sinna öryggis- og lög- gæslu úti á hafi, þar á meðal fisk- veiðieftirliti. ipg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Landhelgisgæslunnar Má ekki fara út fyrir 12 mílurnar. Ekkert flug út fyrir 12 mílur  Nýjar reglur um flugför Gæslunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.