Morgunblaðið - 09.01.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 09.01.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ár er síðan PIP-brjóstapúðamálið var í hámæli. Það var í árslok 2011 sem kom í ljós að franska fyrirtækið Poly Implant Prothese notaði ódýr- ara silíkon, svokallað iðnaðarsilíkon, í brjóstapúða sem það framleiddi. Í ársbyrjun 2012 kom í ljós að PIP- brjóstapúðarnir hefðu verið fluttir inn og notaðir hér á landi í á annan áratug af Jens Kjartanssyni lýta- lækni. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu í byrj- un febrúar í fyrra að bjóða öllum þeim konum sem höfðu fengið PIP- púða ígrædda hér á landi, en þær eru um 440, upp á ókeypis ómskoðun á brjóstum til að sjá ástand púðanna auk þess að greiða kostnað við að fjarlægja leka púða í aðgerð á Land- spítalanum (LSH). 350 konur fóru í ómskoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á tímabilinu 2. febrúar til 31. maí. Alls voru 208 af konunum með leka púða. Brottnámsaðgerðirnar á LSH hófust 20. febrúar og lauk þeim um miðjan desember síðastliðinn. 140 konur komu í aðgerð til að láta fjarlægja PIP-púðana samkvæmt upplýsing- um frá LSH. Aðeins var hægt að fá púðana fjarlægða á spítalanum, nýir voru ekki settir í um leið. Konurnar sem vildu það þurftu sjálfar að greiða fyrir aðgerð á einkastofu. Silíkonið lak um líkamann PIP-púðarnir sem voru fjarlægðir úr íslenskum konum komu í mörgum tilfellum út í mauki. Kona sem fór í aðgerð og Morgunblaðið birti viðtal við í mars 2012 sagði sér hafa verið stórlega létt að vera laus við þetta úr líkamanum. Hún hafði fengið púðana um tíu árum fyrr hjá Jens Kjartans- syni. Í ómskoðun kom í ljós að þeir voru báðir sprungnir og silíkonið úr öðrum hafði lekið um stórt svæði. Púðarnir komu í henglum út úr kon- unni. Þessi kona er nú tæpu ári síðar enn að glíma við eftirköst PIP- brjóstapúðana. „Eftir aðgerðina upplifði ég rosalega mikinn létti á bringunni og áttaði mig á því hvað ég var búin að vera með mikið af verkj- um. Engu að síður fékk ég mikla beinverki í bringuna eftir aðgerðina, sérstaklega öðrum megin. Svo ég pantaði mér tíma hjá Krabbameins- félaginu. Þar var ég tekin í mjög góða rannsókn og það kemur í ljós að ég er með silíkon sem hefur lekið út fyrir, farið í handarkrikanna og er nú í eitlunum. Mér var tjáð eftir aðgerð- ina að allt hefði verið hreinsað en svo kemur þetta í ljós í ómskoðuninni,“ segir konan sem blaðamaður ræddi við í gær. „Þetta er búið að vera rosalega erfitt, því ennþá veit ég ekki hverjar afleiðingarnar eru eða verða eða hvort þær verða einhverj- ar,“ bætir hún við. Að sögn lækna er ekki gott að hreinsa silíkon úr eitlum og var henni ráðlagt að láta það eiga sig nema það færi að angra hana enn meira. „Ég ákvað að bíða og sjá en það koma upp bólgur annað slagið í handarkrikanum. Heimilislæknir ráðlagði mér að fara til lýtalæknis og fá álit hjá honum. Það verður næsta skref hjá mér,“ segir konan. Ekki er útilokað að hún sé með silíkon víðar í líkamanum. „Ég er í sjúkraþjálfun út af hægri olnboganum og það gæti tengst þessu en ég veit það ekki. Eft- ir þeim upplýsingum sem ég hef fengið á þetta að vera hættulaust, t.d ekki krabbameinsvaldandi, en þetta hefur valdið mér miklum óþægind- um.“ Konunni finnst meiri merki á lík- ama sínum eftir brottnámsaðgerðina en áður, segir örin vera mun meira áberandi og ljótari, en aðallega séu það merkin á sálinni sem séu erfið. Þetta mál hafi tekið bæði á líkama og sál. Silíkonleifar fundust í fleiri Hópur kvenna sem voru með PIP- púða heldur sambandi og segir kon- an mjög margar þeirra vera reiðar og finnast málið hafa verið þaggað niður. Þeim finnist vanta endalok enda sé málið ekki búið fyrir þeim. Spurð hvort aðrar konur hafi fundið fyrir svipuðum eftirköstum og hún segir hún það vera. Silíkonleifar hafi fundist í þeim nokkrum. Eitt af því sem konan vinnur nú í er að fá að sjá læknaskýrsluna sína hjá Jens lýtalækni. „Ég hef marg- sinnis óskað eftir því að fá hana af- henta en ekki fengið. Það virðist sem hún sé ekki til og ég er ekki sú eina sem hefur lent í því. Það virðist vera að það hafi ekki verið haldin skýrsla um suma sjúklinga.“ Konunni finnst vanta eftirfylgni á málinu og segir utanumhaldið ekki neitt. „Það er ekki hugsað út í hvað við erum að ganga í gegnum núna og ekki hugsað út í ástæðuna af hverju við fengum púðana upphaflega. Það eru margar konur sem sitja eftir með lýti á líkamanum og sár á sál- inni.“ Með silíkon í eitl- um í handakrika  Með lýti á líkamanum og sár á sálinni eftir PIP-púðamálið Ljósmynd/Landspítali Falsaðir Púðarnir sem voru fjarlægðir úr konunni. Báðir láku en sá hægri var verr farinn. Konunni líður einmitt verr hægra megin í líkamanum. Ár er síðan upp komst um falsaða silíkonbrjóstapúða franska fyrirtækisins Poly Implant Prothese „Ég held að við getum fullyrt að PIP- málið hafi vakið athygli og bætt þekkingu stjórnvalda og almennings á að ígræddir íhlutir í mannslíkam- anum eru aðskotahlutir sem geta haft aukaverkanir í för með sér,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir, spurður hvort við höfum dregið lær- dóm af PIP- brjóstapúðamál- inu. „Það hefur líka hjálpað stjórn- völdum og al- menningi til auk- ins skilnings á mikilvægi þess að fylgjast með að skráningu á íhlut- um sé fylgt betur eftir, þannig að það sé hægt að vita hvar íhlutirnir eru í því tilviki sem galli í vöru kemur fram. Í þriðja lagi held ég að sú viðleitni embættisins á liðnum árum að fá upplýsingar um rekstur einkarekinna starfsstöðva, og þau vandamál sem embættið hefur verið að kljást við til að ná í þessar upplýsingar, hafi opin- berast í þessari umræðu. Ég vona að það ríki í dag meiri skilningur á mik- ilvægi þess að upplýsingum sé safnað um allt sem snertir heilbrigðisþjón- ustu í landinu, óháð þeim sem veitir þjónustuna,“ segir Geir. Mikilvægt að fá upplýsingar Landlæknisembættið óskaði eftir því í janúar 2012, þegar PIP-málið kom upp, að fá upplýsingar frá lýta- læknum um umfang brjóstastækk- unaraðgerða og til að afla upplýsinga um tíðni leka, hversu margar fyll- ingar hefðu verið fjarlægðar og fjölda endurísetninga. Persónuvernd kom hins vegar með leiðbeinandi álit um að lýtalæknar bæru ábyrgð á þeim persónuupplýsingum sem þeir hafa skráð og að þeir mættu ekki miðla þeim til landlæknis. „PIP-málið leiddi til að Persónu- vernd kom með álit um rétt land- læknis til að fá ákveðnar upplýsingar frá sjálfstætt starfandi sérfræð- ingum. Það álit getur bent til þess að lagaramminn varðandi aðgengi upp- lýsinga sé ekki nægilega skýr. Vel- ferðarráðuneytið hefur verið að vinna í samstarfi við okkur að því að skoða þennan þátt sérstaklega og lagt fram tillögu að lagabreytingu. Það hlýtur að teljast mikilvægt fyrir samfélagið að það embætti sem hefur með eft- irlit með heilbrigðisþjónustu að gera hafi aðgang að þeim upplýsingum sem það telur sig þurfa til að geta fylgst með þjónustunni og fram- kvæmd hennar.“ Geir segir að það megi draga ýms- an annan lærdóm af þessu máli sem snerti ekki eingöngu Ísland heldur allt evrópska eftirlitskerfið varðandi eftirfylgd með gæðum íhluta og framleiðslu þeirra. Spurður hvort hann telji PIP- málinu lokið svarar Geir að því ljúki ekki svo lengi sem einstakar konur hafa þessa púða enn í brjóstum sér. Hann býst samt ekki við frekari eft- irköstum. Honum finnst þær konur sem voru með PIP-púða hér á landi hafa fengið viðeigandi meðferð. „Mér finnst við- brögð íslenskra stjórnvalda gagnvart þessum konum hafa verið eins góð og umfangsmikil og hægt var að krefj- ast. Þau voru meiri en gerðust í ná- grannalöndum okkar,“ segir Geir. ingveldur@mbl.is Vandamál embættisins opinberuðust  Má draga lærdóm af PIP-málinu PIP-púðar » Allir brjóstapúðar sem er heimilt að nota verða að vera með svokallaða CE-merkingu. PIP-púðarnir voru með slíka merkingu en fyrirtækið svindl- aði á framleiðslunni. » Um 400 konur fengu PIP- púða hér á landi. 350 þeirra mættu í ómskoðun og 208 konur af þeim greindust með sprungna púða. Geir Gunnlaugsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eitt af því sem PIP-málið varpaði ljósi á er að ekki er til heildstæð skrá yfir lækningatæki hér á landi. Helga Þórisdóttir, settur forstjóri Lyfja- stofnunar, segir að frumvarp þess efnis liggi fyrir á þingi. Um leið og það fær samþykki verði eftirlit með lækningatækjum hert. „Við vorum að vonast til þess að lækningatækjafrumvarpið yrði sam- þykkt fyrir jól. En þá kom upp að það hafði ekki verið lokið vinnu við að hreinsa tollflokkana svo það tafð- ist en verður vonandi tekið upp um leið og þing kemur saman aftur,“ segir Helga og bætir við að eftirlit með lækningatækjum hafi ekki verið nægilega gott hér á landi. „Það hef- ur engin skráning átt sér stað á lækningatækjum, það er allt öðru- vísi en með lyfjageirann þar sem rekjanleiki er til staðar. Hér hefur ekki átt sér stað nægilegt eftirlit.“ Opnaði augu stjórnvalda Ef frumvarpið verður samþykkt á þinginu verður sett eftirlitsgjald á lækningatæki í tollinum sem fer í að greiða fyrir vinnu við skráninguna á tækjunum. Þá fær Lyfjastofnun fjármagn til að manna stöðugildi sem færi í það eftirlit. Rekjanleika lækningatækja, en sílikonpúðar falla meðal annars undir þann flokk, yrði þá komið á. Spurð hvort henni finnist PIP- málið hafa breytt einhverju svarar Helga að það hafi opnað augu stjórn- valda fyrir nauðsyn þess að hafa eft- irlit með þessum málaflokki. ingveldur@mbl.is Vonandi bætt úr skrán- ingu lækningatækja AFP Sílikonpúði Rekjanleiki lækn- ingatækja er ekki til staðar.  Lyfjastofnun bíður eftir Alþingi Eitt fjall á mánuði með FÍ Skráðu þig inn – drífðu þig út Kynningarfundur 10. janúar kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 – allir velkomnir Umsjónarmenn verkefnis eru hinir einstöku fjallabræður Örvar og Ævar Aðalsteinssynir. Sjá nánar á www.fi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.