Morgunblaðið - 09.01.2013, Side 35
Baltasar varð mjög hrifinn af Ís-
landi eftir dvöl sína hér. Hann kom
hingað aftur að lokinni Evrópureisu
en þá kynntist hann Kristjönu konu
sinni. Hann hefur síðan
búið á Íslandi samfellt frá
1963.
Myndlist Baltasar
Baltasar er í hópi virt-
ustu myndlistarmanna
hér á landi. Hann hefur
haldið á fjórða tug einka-
sýninga eða sýningar
ásamt Kristjönu, hér á
landi, í Bandaríkjunum,
Bretlandi, Belgíu, Hol-
landi, Þýskalandi og Dan-
mörku. Þá er hann m.a.
þekktur fyrir hinar stóru
veggmyndir sínar sem
eru veggskreyting í Flat-
eyjarkirkju; altaristafla á
Ólafsvöllum á Skeiðum;
veggskreyting í kapellu
Landakotsspítala sem nú
er að hluta til komin í
klaustrið í Garðabæ;
freska í Víðistaðakirkju
sem er stærsta kirkju-
skreyting hér á landi;
freska í Húnavallaskóla,
og útifreska á Eskifirði.
Baltasar og íslenski
hesturinn
Baltasar var leiktjaldahönnuður á
vegum Þjóðleikhússins og fleiri leik-
húsa á árunum 1966-80, var kennari
við Myndlistarskóla Reykjavíkur
1975-77 og við Handíða- og myndlist-
arskólann 1977-80. Þá annaðist hann
myndskreytingar í Morgunblaðið og
fyrir Ríkisútgáfu námsbóka um
skeið.
Baltasar er mikill áhugamaður um
íslenska hesta, hefur átt hesta um
árabil og ferðast á hestum, ásamt
fjölskyldu sinni, víða um land og er
heiðursfélagi hestamannafélagsins
Andvara.
Baltasar hefur verið sæmdur borg-
aralegri heiðursorðu af spænska kon-
unginum.
Hann var valinn heiðurslistamaður
Kópavogs 2007.
Fjölskylda
Kona Baltasars er Kristjana Sam-
per, f. 12.10. 1944, myndhöggvari.
Hún er dóttir Guðna Guðbjartssonar,
stöðvarstjóra að Ljósafossi, og k.h.,
Ragnheiðar Guðmundsdóttur sem
eru látin, en þau voru bæði ættuð úr
Dýrafirði.
Börn Baltasars og Kristjönu eru
Mireya, f. 9.8. 1964, myndlistamaður í
sambúð með Víði Árnasyni, dóttir
hennar er Asra Rán Björt; Baltasar
Kormákur, f. 27.2. 1966, leikari og
leikstjóri, giftur Lilju Pálmadóttur,
börn þeirra eru, Baltasar Breki,
Stella Rín, Sóllilja, Pálmi og Stormur;
Rebekka Rán, f.5.5.1967,mynd-
listamaður í sambúð með Geir Þor-
steinssyni, sonur hennar er Baltasar
Darri.
Systkini Baltasars eru Jóhann, bú-
settur í Reykjavík; Mireya, búsett í
Valencia; Núría, búsett í Manresa.
Foreldrar Baltasar: Ramiro Bas-
compte de La Kanal efnaverkfræð-
ingur og María Samper de Cordada.
Seinni maður hennar var Joan Colom
læknir, þau eru öll látin.
Strokuhesturinn Mynd eftir myndlista- og
hestamanninn Baltasar Samper.
Afar og ömmur Baltasars Samper
Baltasar
Samper
Maria de Cordada
af ættum Baska
Maria Samper de Cordada
húsfr. í Barcelona
Jeanette de La Kanal
af frönskumættum, húsfr. í Barcelona
Jean Bascompte
af frönskumættum, stofnandi
og forstjóri sama fyrirtækis
Baltasar Ramino Bascompte de La Kanal
efnafræðingur og forstjóri lyfja- og
efnafræðifyrirtækis í Barcelona á Spáni
Baltasar Samper
frá Mallorka, tónskáld, organisti og
stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í
Barcelona, en flúði í Mexíkó undan Franco
Julia Samper
dómorganisti í Palma á Mallorka
Baltasar Sjálfum sér líkur.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Gunnþórunn Halldórsdóttir,leikkona og kaupkona, fædd-ist í Reykjavík 9.1. 1872.
Hún var dóttir Halldórs Jónatans-
sonar, söðlasmiðs í Reykjavík, og
k.h., Helgu Jónsdóttur húsfreyju.
Gunnþórunn ólst upp í foreldra-
húsum við Amtmannsstíginn í
Reykjavík og átti heima við Amt-
mannsstíginn alla tíð.
Gunnþórunn þreytti frumraun
sína á leiksviði með skólapiltum
Menntaskólans í Reykjavík í Breið-
fjörðsleikhúsi 1895 þar sem sýnd
voru tvö leikverk, annað eftir Einar
Benediktsson en hitt eftir Indriða
Einarsson. Hún átti síðan eftir að
leika í tæp sextíu ár í Fjalakettinum,
Góðtemplarahúsinu, Iðnó, Bárunni
og Þjóðleikhúsinu. Þá rak hún versl-
un í Reykjavík um árabil, ásamt
Guðrúnu Jónasson.
Gunnþórunn var einn af stofn-
endum Leikfélags Reykjavíkur 1897
og með fyrstu leikurum þess. Meðal
annarra frumherja þess má nefna
Árna Eiríksson, Hans Mortensen,
Borgþór Jósefsson, Davíð J. Heil-
mann, Friðfinn Guðjónsson, Hjálm-
ar Sigurðsson, Jónas Jónsson, Krist-
ján Ó. Þorgrímsson, Sigurð
Magnússon, Stefaníu Guðmunds-
dóttur, Þóru Sigurðardóttir, Þor-
varð Þorvarðsson og Þuríði Sigurð-
ardóttur.
Árið 1905 kom upp ósætti innan
leikhússins sem varð til þess að
Gunnþórunn hætti að leika þar og
kom þar ekki á fjalirnar aftur fyrr
en 1924. Á þeim tíma lék hún mikið í
Góðtemplarahúsinu með Sigurði
Magnússyni, Ólafi Ottesen og Rein-
hold Richter. Þá lék hún fjölda aðal-
hlutverka í revíum þriðja áratug-
arins, oft á móti Friðfinni
Guðjónssyni.
Gunnþórunn var fjölhæf leikkona,
jafhvíg á alvarleg og gamanhlutverk
og frábær gamanvísnasöngkona.
Hún ávann sér snemma sess sem ein
fremsta leikkona landsins og er án
efa einn af mikilhæfustu frum-
herjum íslenskrar leiklistar. Síðast
lék hún Vilborgu grasakonu í Gullna
hliðinu í Þjóðleikhúsinu er hún var
áttræð, en sú sýning var haldin
henni til heiðurs.
Gunnþórunn lést 15.2. 1959.
Merkir Íslendingar
Gunnþórunn
Halldórsdóttir
95 ára
Sigurvin Elíasson
85 ára
Haukur Pálsson
80 ára
Agnes Engilbertsdóttir
Anna Guðjónsdóttir
Benedikt Axelsson
Geir Hólm
Lily Erla Adamsdóttir
Sigurður Eggertsson
75 ára
Ólafur Sæmundsson
Ólafur Þór Kristjánsson
Sjöfn Ísaksdóttir
70 ára
Ester Tryggvadóttir
Jón Sigfússon
Ólafur G.E. Sæmundsen
Steinar Þorsteinsson
Þórður Rafn Sigurðsson
60 ára
Anna Margrét
Grétarsdóttir
Árni Árnason
Bjarni Guðmundur
Bjarnason
Guðgeir Þ. Ragnarsson
Hjarðar
Guðríður Ásta
Halldórsdóttir
Guðrún Guðnadóttir
Guðrún Hauksdóttir
Hafdís Helgadóttir
Hildur
Rögnvaldsdóttir
Hildur Sigríður
Sigurðardóttir
Jón Ingi Pálsson
Jónína Birna Bl.
Birgisdóttir
Ólafur Jónsson
Sigurður Skagfjörð
Sigurðsson
Þorvaldur Ómar
Hallsson
50 ára
Anna Sigríður Jónsdóttir
Anna Þórdís
Gunnarsdóttir
Björn Heiðar Pálsson
Dagmar Rósa
Guðjónsdóttir
Guðni Ingi Johnsen
Guðný Ragnarsdóttir
Margrét Guðfinna
Hreinsdóttir
Steinunn R.
Arnljótsdóttir
Svandís Bodilsen
Unnur Björgvinsdóttir
Yngvi Karl Jónsson
40 ára
Anna Katarzyna Kosmala
Gizelle Suson Balo
Guðbjörg Marta
Björgvinsdóttir
Indriði Níelsson
Inga Rakel
Guðmundsdóttir
Jóhanna Þórunn
Egilsdóttir
Sveinn Sigfinnsson
Wioletta Agnieszka
Polinska
30 ára
Anna Derlatka
Arna Björg
Arnarsdóttir
Dávid Kontul
Diana Igosina
Jan Frederik Kindt
Pétur Friðfinnur
Kjærnested
Sandra Finnsdóttir
Thelma Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Karl ólst upp í
Reykjavík er IAK-
einkaþjálfari og starfar hjá
Reebok Fittness.
Maki: Karlólína Lár-
usdóttir, f. 1984, starfs-
maður við leikskóla.
Börn: Sara Björk Karls-
dóttir, f. 2003.
Foreldrar: Bjarni Þór
Ólafsson, f. 1961, sím-
smiður hjá Símanumm,
og Sjöfn Finnbjörnsdóttir,
f. 1964, starfsmaður hjá
Já.is.
Karl Arnar
Bjarnason
40 ára Gunnlaugur lauk
próf í vélaverkfræði frá HÍ
1997 og starfar hjá Mann-
viti.
Maki: Anna Heiður Heið-
arsdóttir, f. 1981, þjón-
ustufulltrúi hjá VÍS.
Börn: Kolbrún Birna, f.
2003, og Jóhann Darri, f.
2009.
Foreldrar: Ágúst Þór
Ormsson, f. 1951, bif-
reiðasmiður, og Ingibjörg
Kristinsdóttir, f. 1954,
skrifstofumaður.
Gunnlaugur Ó.
Ágústsson
40 ára Linda ólst upp í
Langholtshverfi í Reykja-
vík, er þar búsett núna,
var bankastarfsmaður
2004-2011 og er nú að
ljúka námi við frum-
greinadeild HR.
Börn: Klara Sól Freeman,
f. 2000, og Tómas Jökull
Freeman, f. 2001.
Foreldrar: Ægir Þórð-
arson, f. 1953, búsettur á
Hellissandi, og Guðný Rut
Hreiðarsdóttir, f. 1956,
húsfreyja í Reykjavík.
Linda Ýr
Ægisdóttir