Morgunblaðið - 09.01.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 09.01.2013, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fjölskylduböndin eru eitthvað stíf þessa dagana. Láttu allar áhyggjur lönd og leið og mundu það framvegis að lofa ekki upp í ermina á þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekkert er eins heilsusamlegt og að njóta þeirrar hamingju sem lífið býður upp á. Hikaðu ekki við að notfæra þér tengsl sem þú hefur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú býst við miklu af einhverju eða einhverjum í dag og ert þess fullviss að allt verði í lagi. Hlustaðu vel á þinn innri mann, því þú býrð sjálfur yfir lausninni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Tilraunir þínar til að afla og eyða peningum ættu að fara að bera meiri árang- ur en þær hafa gert að undanförnu. Láttu fólk um að leysa vandamál sín sjálft og sinntu sjálfur eigin málum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. Mundu samt að ekkert fær staðist til eilífðar. Ein- hver þér eldri getur gefið þér góð ráð varð- andi fjármálin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að láta aðra um sem flest atriði og einbeittu þér að þeim, sem mestu máli skipta. Hikaðu ekki við að koma hug- myndum þínum á framfæri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þegar margir möguleikar eru fyrir hendi er valið þeim mun erfiðara. Láttu öfund annarra sem vind um eyru þjóta því þú einn veist hvað þér er fyrir bestu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hættir til að slá vandanum á frest en þegar til lengri tíma er litið borg- ar sig að leysa málin strax. Mannorð þitt er í húfi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Bogmaðurinn hefur fengið stór- kostlega hugmynd. Með orðum geturðu fengið fólk til að fylgja þér til enda veraldar, svo þú verður að nota það vald ansi varlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn í dag mun að líkindum einkennast af spennu og átökum á heimili. Sinntu líka fólkinu í kringum þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn hentar vel til fasteigna- viðskipta og annarra viðskipta sem tengjast heimilinu og fjölskyldunni. Einhver á heim- ilinu gæti leitað til þín með vandamál sín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt erfitt með að velja á milli starfs þíns, heimilis og fjölskyldu. Stattu vörð um einkalífið. Minntu þig á að þú stjórnar sjálfur huga þínum. Hjálmar Freysteinsson fagnarnýju ári með hæfilegri hrifn- ingu, eins og lesa má úr vísu hans: Nú er komið kosningaár og kjaftaskar víða á sveimi. Gleðst við lýðskrum og góðærisspár gleymnasta þjóð í heimi. Davíð Hjálmar Haraldsson er við sama heygarðshornið og færir dagbók á nýju ári. Hann skrifaði 8. janúar: Í hlýindum ég hliðra til og hleyp því apríl núna um Kaldbak, Emstrur, Kiðagil, Kjöl og Gjallarbrúna. En Sigrún Haraldsdóttir lætur ekki plata sig frekar en fyrri dag- inn: Vorkunn mína væmna finn, varla minnkar raupið. Eflaust hefur eyminginn á sig bara hlaupið. Vésteinn Valgarðsson var raun- ar fyrstur á Leirnum, póstlista hagyrðinga, til að færa það í tal að halda dagbók í bundnu máli. Hann orti 1. janúar: Ég samdi eina góða grein og glamra lét í vösunum af dobbelvakt með pompi og prakt og púðurreyk í nösunum. Og hann orti 2. janúar: Á morgunvakt ég mætti seint – mjög þarf tölvu að laga – frá kaffidrykkju get svo greint með góðvininum Braga. Á meðan hann beið eftir að tölvan virkaði varð honum að orði: Lítil átti áramót, lítið fyndið skaupið, lítið snæddi og lítil bót að lítið fékk í staupið. Magnús Ólafsson frá Sveins- stöðum lofaði Véstein fyrr fram- takið: Afar glaður yrði nú og yndi mínum hag. Ef ég gerði eins og þú eina stöku á dag. Og hann bætti við að gefnu til- efni: Ýmsir höfðu á þeim trú þau áður spjótin skóku. En villikettir virðast nú veslast upp hjá Jóku. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af kjaftöskum á sveimi, dagbók og hagyrðingum eftir Jim Unger „ÉG ÆTLA AÐ FÁ ÞAÐ SAMA OG Í GÆR, SPAGETTÍ OG GOLFKÚLUR.“ HermannÍ klípu „ÞAÐ HEFUR SEMSAGT KOMIÐ Í LJÓS AÐ ÞAÐ ERU EKKI BARA BANDARÍKIN SEM ÞURFA AÐ EIGA VIÐ ÞVERHNÍPI.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gleyma ekki. Til hamingju með afmælið! AF ÞVÍ AÐ KANARÍFUGLAR ERU GULIR GÆTI MAÐUR HALDIÐ AÐ ÞAÐ VÆRI SMJÖRBRAGÐ AF ÞEIM. EN ÞAÐ ER ÞAÐ EKKI. FARÐU! EÐA SÍTR- ÓNUBRAGÐ! SEGÐU MÉR VINUR, NÚ ERT ÞÚ FARSÆLL EN ÞÚ KANNT HVORKI AÐ LESA NÉ SKRIFA ... HVERNIG BORGAR ÞÚ REIKNINGANA ÞÍNA? REIKNINGA? Víkverji lét sér fátt um finnast þeg-ar tilkynnt var að innleiða ætti sérstaka skynjara til að skera úr um hvort bolti hafi farið yfir marklínu, enda mun það kosta milljarða, en hann furðar sig á tregðu knatt- spyrnuyfirvalda til að nýta sér mátt endursýningarinnar á leikjum, sem teknir eru upp með tugum mynda- véla. Ástæðan fyrir því að Víkverji vekur máls á þessu er atvik í leik Mansfield og Liverpool í enska bik- arnum um helgina. Þar tók Luis Sua- rez boltann greinilega með hendinni áður en hann skoraði. x x x Dómarinn lét markið standa og vareinhvers staðar haft eftir honum að hann teldi að ekki hefði verið um ásetning að ræða þegar boltinn fór í hönd leikmannsins. Ljóst er hins veg- ar að Suarez baðaði út hendinni þeg- ar boltinn fór í hana og Víkverji hefur iðulega séð víti dæmd á varnarmenn við svipaðar aðstæður – þótt bolt- anum hafi verið þrumað af alefli og varnarmaðurinn engan tíma haft til að halda að sér höndum. x x x Víkverja gæti ekki staðið meira ásama um gengi Liverpool, hvort liðið tapar eða vinnur. Honum fannst hins vegar ekki síst súrt að þetta mark skyldi látið standa, þar sem andstæðingur risaliðsins frá Liver- pool var utandeildarliðið Mansfield, sem hæglega hefði getað haft betur ef allt hefði verið með felldu. Topplið úr úrvalsdeild enska fótboltans á ekki að þurfa á slíkri forgjöf að halda til að sigra utandeildarlið. Nægur er mun- urinn samt. x x x Annars virðist Suarez veikur fyrirhandbolta og kannski hefur hann smitast af því að nú er HM að hefjast síðar í vikunni. Minnisstætt er þegar hann stöðvaði knöttinn með hendinni þegar hann var á leiðinni í markið í leik með Úrúgvæ gegn Gana í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins 2010. Svo virðist sem einhvers konar vandræði elti Suarez á röndum, en því er ekki að neita að hann er flinkur knattspyrnumaður, sem getur verið unun að fylgjast með. víkverji@mbl.is Víkverji Sjá, Guð er hjálp mín, ég er öruggur og óttast ekki. Því að Drottinn er vörn mín og lofsöngur, hann kom mér til hjálpar. Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jesaja 12:2) V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.