Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Breski popparinn David Bowie hélt upp á sextíu og sex ára afmæli sitt í gær með því að senda frá sér smá- skífu, þá fyrstu í áratug. Afar lítið hefur farið fyrir listamanninum síð- an hann fékk hjartaáfall á tónleika- ferð árið 2004 og hann sést sjaldan opinberlega, en hann er búsettur ásamt eiginkonu sinni, fyrirsætunni Iman, og dóttur þeirra í New York. Í kjölfar þess að Bowie harðneit- aði óskum leikstjórans Dannys Boyles um að koma fram á opn- unarhátíð Ólympíuleikanna í sumar veltu ýmsir poppfræðingar fyrir sér hvort hann væri endanlega hættur að hljóðrita tónlist og koma fram. Ekkert hafði spurt út um upptökurnar á þessu nýja efni, en samhliða útgáfu lagsins Where Are We Now? í gær var tilkynnt að von væri á nýrri hljómplötu í mars. Kunnur myndlistarmaður, Tony Oursler, hefur gert myndband við lagið og vísar það í fortíð Bowies þegar hann bjó í Berlín á áttunda áratug síðustu aldar. Söngvarinn sést þar horfa á myndir af bílaverk- stæðinu sem var undir íbúðinni sem hann bjó í í iðnaðarhverfi í borginni og aðrar svipmyndir frá borginni. Nýja platan mun kallast The New Day og er þrítugasta hljóðversskífa Bowies. Upptökustjóri er Tony Vis- conti en þeir unnu saman að mörg- um vinsælustu plötum Bowies, með- al annars Low og Heroes í Berlín og síðar Scary Monsters. Blaðafulltrúi Bowies vill ekkert segja um væntanlega tónleika en orðrómur er uppi um að hann kunni jafnvel að koma fram á tón- listarhátíðunum á Glastonbury og Hróarskeldu í sumar. Reuters Kameljón David Bowie hefur brugðið sér í ýmis gervi á glæstum ferli. Hann hefur selt 130 milljón hljómplötur en ekki komið fram í sex ár. Bowie sendi frá sér lag á afmælinu  Von á fyrstu plötu hans í áratug Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson verður fyrstur Íslendinga til að sýna á myndlistartvíæringi Suður-Ameríkuríkisins Súrínam en sá fyrsti verður haldinn þar árið 2015. „Ég er sem sagt að fara núna til Súrínam til að vinna verkið fyrir þá sýningu og mér er boðið að vera þarna inni í frumskógi. Ég fæ hús, bát og bátstjóra og eins marga að- stoðarmenn og ég vil, þannig að þetta er heilmikið tækifæri,“ segir Snorri. Hann sé með nokkrar hug- myndir að því hvað hann vilji gera en muni ekkert ákveða hvað það varðar fyrr en hann sé kominn til Súrínam. „Þetta er tækifæri til að gera kannski eitthvað stórt „monu- ment“,“ segir hann þó. Stofnuðu Manifesta Tvíæringurinn verður haldinn á stóru svæði í Súrínam og þá m.a. í fyrrverandi fangabúðum Frakka á Djöflaeyju, að sögn Snorra, sögu- sviði bókarinnar Papillion sem sam- nefnd kvikmynd var gerð eftir með Steve McQueen og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. -Veistu hversu umfangsmikill þessi tvíæringur verður? „Hann er dálítið umfangsmikill. Fólkið sem stendur að baki honum hefur reynslu í þessum bransa og stofnaði m.a. Manifesta-tvíæringinn á sínum tíma. Það var nú stofnand- inn sem í raun bauð mér þetta,“ seg- ir Snorri. Hann hafi lítið vitað um landið áður en honum var boðið að sýna þar en sé nú öllu fróðari. Leiðin niður í Amasón „Saga þessa lands er mögnuð. Þetta er nýlenda sem Hollendingar fengu í skiptum fyrir Manhattan sem hét þá Nýja-Amsterdam og það var nú mjög ljót borgarastyrjöld þarna fyrir 30 árum,“ bendir Snorri á. Menningarlífið sé afar fjölbreytt í Súrínam og þeir sem þekkingu hafi á knattspyrnusögunni viti líka að margir knáir sparkendur hafi komið þaðan. Snorri bætir því við að sér finnist náttúra landsins afar spenn- andi. „Þetta er náttúrlega leiðin nið- ur í Amasón og ég er með ýmsar hugmyndir hvað það varðar,“ segir hann. -Hvenær ferðu til Súrínam? „Ég er að klára verk sem ég er að gera hérna á Íslandi, er að vinna það og ætla svo að fara,“ svarar Snorri. Það verk sé býsna stórt og ekki tímabært að upplýsa fólk frekar um það. Þó megi fullyrða að það verði „eldheitt“. Það verður vissulega spennandi að sjá. Snorri fer til Súrínam  Snorra Ásmundssyni boðið að sýna á fyrsta myndlist- artvíæringi Súrínam  Vinnur að verkinu í frumskógi Ljósmynd/Spessi Ævintýri Snorri heldur brátt til Súrínam í Suður-Ameríku þar sem hann mun dvelja í frumskógi og vinna að verki sínu fyrir tvíæringinn 2015. Act Heildverslun - Dalvegi 16b - 201 kópavogur 577 2150 - avon@avon.is Tæki til hársnyrtingar fyrir alla REMINGTON merkið sem fólkið treystir JÓLAMYND2012 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR OG NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ JÓLAMYND 2012 -V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS  -EMPIRE  JÓLATEIKNIMYNDIN Í ÁR! Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI -SÉÐ & HEYRT/VIKAN Gleðilegt Nýtt Ár! FRÁ FRAMLEIÐENDUM “PARANORMAL ACTIVITY” OG “INSIDIOUS” 80/100 VARIETY 75/100 R. EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP SINISTER KL. 8 - 10:20 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 8 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 6 - 10 HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY VIP KL. 6 - 10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 5:50 RED DAWN KL. 10:50 RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI KL. 5:50 AKUREYRI SINISTER KL. 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 RED DAWN KL. 8 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI LES TROYENS ÓPERA KL. 18:00 SINISTER KL. 5:40 - 8 - 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 KEFLAVÍK THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 3D KL. 8 SINISTER KL. 10:40 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY 3D KL. 4:40 - 8 ATH: SÍÐASTA SÝNING Á HOBBIT 10. JAN (EGILSHÖLL) HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 2D KL.7-10:20 LIFE OF PI 3D KL. 5:20- 8 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 5 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.