Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 A rnar Jónsson leikari fagnaði sjötugs- afmæli sínu á dög- unum. Hann er í hópi þekktustu og reyndustu leikara þjóðarinnar en hann steig fyrst á svið barn að aldri. Hlutverkin á ferlinum eru fjöldamörg en þessa dagana leikur hann í Macbeth eftir Shakespeare og Jónsmessunótt eftir Hávar Sig- urjónsson. Framundan eru svo æf- ingar á leikritinu Hvörfum sem fjallar um Guðmundar- og Geir- finnsmálið en þar er Sjón höfundur texta og Rúnar Guðbjartsson leik- stýrir. Arnar er fyrst spurður hvenær áhugi hans á leiklist hafi vaknað. „Faðir minn var áhugaleikari á Ak- ureyri og um tíma formaður leik- félagsins og heima seldi mamma miða á sýningarnar. Kornungur var ég farinn að þvælast í leikhús- inu og ætli ég hafi ekki fyllst löng- un til að verða leikari við að horfa á föður minn leika Georg í Músum og mönnum. Ég grét úr mér augun og leiksýningin hafði þau áhrif að ég hef líklega ekki jafnað mig enn.“ Þú lékst í Hans og Grétu hjá Leikfélagi Akureyrar tólf ára gam- all og lékst síðan í allnokkrum sýn- ingum. Var ekkert erfitt fyrir ung- an dreng að fara á svið? „Mér fannst þetta bara skemmti- legt. Ég man hvenær ég fann fyrst sterklega fyrir vellíðan á leiksviði. Það var í Pabbanum eftir Clarence Day sem Jónas heitinn Jónasson setti upp. Ég lék elsta soninn og pabbi lék föðurinn. Mér leið ákaf- lega vel á sviðinu og fann að þarna ætti ég heima. Þá vissi ég að ekki yrði aftur snúið. Þegar ég fór í fimmta bekk í menntaskóla fékk ég blóðsjúkdóm. Hornhimnan varð gul og menn héldu því að ég væri kominn með gulu. Ég var sendur suður og var á spítala í þrjár vikur. Þessi sjúk- dómur lýsti sér meðal annars í því að miltað, sem venjulega er 400 grömm, stækkar og þegar það loks var tekið úr mér var það orðið þrjú kíló. Þá var veikindunum líka lokið. Það höfðu gengið sögur um að ég væri með banvænan sjúkdóm þannig að það voru ýmsum von- brigði að þessi ungi og efnilegi leikari skyldi ná fullum bata. Hitt hefði verið svo dramatískt. Eftir að hafa jafnað mig á veik- indunum ætlaði ég að vinna með Leikfélagi Akureyrar en þegar ég fór suður til að ná í handrit hitti ég Jónas Jónasson sem hvatti mig til að fara í inntökupróf í Þjóðleikhús- inu sem þá stóðu yfir. Hann sagði mér að þar vantaði stráka. Ég óð inn og áður en ég vissi af var ég magalentur á sviði Þjóðleikhússins og fór ekki norður aftur.“ Ekkert fyrir flokkspólitík Þú gerðir leikarastarfið að lífs- starfi. Þetta er fremur illa launað starf. Var ekki stundum erfitt að koma fjárhagnum heim og saman? „Jú, maður fór hausinn hvað eft- ir annað! Mér bauðst reyndar fast- ráðning hjá Þjóðleikhúsinu en á þeim tíma voru stofnanir nokkuð sem ég vildi helst ekki koma ná- lægt.“ Var það ekki óskynsamlegt? „Að sjálfsögðu. Ég vann í leik- húsum og með leikfélögum og við Þórhildur áttum þátt í að stofna Leiksmiðjuna og héldum henni úti þar til við þorðum ekki lengur út í búð af því reikningurinn var orðinn svo hár og þá var sjálfhætt. Við fórum til Akureyrar og stofnuðum Alþýðuleikhúsið árið 1975. Það var aldrei tími til að hugsa sig mikið um. Við vorum að búa til leikhús. Materíalisminn var ekki á dag- skrá.“ Var það pólitík? „Að hluta til, en uppeldið lék þar líka stórt hlutverk. Við Þórhildur vorum alin þannig upp að hlutir skiptu ekki öllu máli. Það sem skipti máli væri að eiga í sig og á og hafa þak yfir höfuðið en hin andlegu verðmæti væru mikilvæg- ari.“ Eiginkona þín, Þórhildur Þor- leifsdóttir, er leikhúsmanneskja eins og þú og hefur starfað sem leikstjóri. Hún er þekkt fyrir sterkar skoðanir og er óhrædd við að segja þær. Hefur þú líka sterk- ar þjóðfélagsskoðanir? „Við Þórhildur höfum þroskast mikið saman. Til að byrja með var ég miklu pólitískari og róttækari en hún. Sat á háskólatröppunum og var hent inn í Síðumúla fyrir að mótmæla NATÓ. Ég hef aldrei verið fyrir flokkspólitík. Ég vil hafa frelsi til að höggva til hægri og vinstri og inn á miðju ef mér sýnist svo. Ég vil ekki vera hand- bendi eins né neins. Þegar Alþýðu- leikhúsið var stofnað vildu margir gera það miklu pólitískara en það var okkar skoðun að leikhús- pólitíkin ætti að vera efst á blaði. Stærsti styrkurinn sem Alþýðuleik- húsið fékk var ekki frá Dagsbrún, sem styrkti okkur um 10.000 krón- ur, heldur frá manni vestur í bæ sem hringdi í mig og bað mig að koma til sín. Hann sagðist ekki vera sammála okkur í pólitíkinni en bætti við: Þið eruð vonarneistinn í íslensku leikhúsi. Þið eruð það sem máli skiptir núna og mig langar til að hjálpa ykkur. Hann rétti mér 200.000 krónur. Þetta var Ragnar í Smára. Ég áttaði mig snemma á því að það breytti engu fyrir listina hverj- ir væru við völd, ef þeir skildu ekki nauðsyn þess að veita nægilegt fjármagn til lista og inn í skóla- kerfið. Við værum að mörgu leyti betur stödd í dag ef fólk fengi listauppeldi frá barnsaldri. Fólk væri víðsýnna ef það hefði kynnst listum fyrr á ævinni. Ég er sann- færður um að þá hefðu margir tek- ið annan kúrs í lífinu. Mér finnst eins og skólakerfið hafi njörvast niður í heildarlausnir sem henta ekki nema einhverju broti ein- staklinga og áherslan er á allt aðra hluti en ætti að vera. Þar ætti að vera alveg jafnmikil áhersla á listir eins og á stærðfræði eða málfræði. Þannig væri best hægt að búa nemendur undir flókið líf.“ Slys og missir Þú hefur örugglega átt gott líf en það hefur ekki verið áfallalaust. „Lífið er mikið búið að lemja á manni. Ég lenti í alvarlegu slysi og varð fyrir miklum missi, en slíkt er oft hluti af lífinu.“ Segðu mér frá slysinu. Ekki handbendi eins né neins ARNAR JÓNSSON LEIKARI VARÐ SJÖTUGUR Á DÖGUNUM, EN HANN HÓF FARSÆLAN LEIKFERIL SINN BARN AÐ ALDRI. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM LEIKLIST, LISTAUPPELDI OG PÓLITÍK. HANN SEGIR EINNIG FRÁ ALVARLEGU SLYSI OG SÁRUM MISSI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Þegar maður er í hjólastól þáeru það litlu sigrarnir á hverjum degi sem halda manni gangandi, eins og til dæmis það að geta einn daginn farið í bað án aðstoðar. Afleiðingarnar af svona slysi eru margvíslegar, jafnt andlega sem líkamlega. “ Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.