Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 15
„Ég var um fertugt, við Þórhild- ur bjuggum á Óðinsgötunni og börnin voru orðin fimm svo við blasti að nauðsynlegt væri að byggja hæð ofan á húsið. Á fyrsta degi framkvæmda ætlaði Þórhildur í bæinn með langan lista og efst á blaðinu stóð: Tryggja Arnar. Rétt áður en hún fór fékk hún hring- ingu frá Þjóðleikhúsinu og fór þangað í stað þess að tryggja mig. Ég klifraði upp á stillansinn í fimm metra hæð við þriðja mann. Þá brast falinn kvistur í langbandi og við Kjartan Bjargmundsson hrund- um niður. Ég maskaði á mér báða hælana og ökkla, var í hjólastól í hálft ár og þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Þegar maður er í hjóla- stól þá eru það litlu sigrarnir á hverjum degi sem halda manni gangandi, eins og til dæmis það að geta einn daginn farið í bað án að- stoðar. Afleiðingarnar af svona slysi eru margvíslegar, jafnt and- lega sem líkamlega. Í gömlu afmælisdagabókinni minni stendur: Glaðlyndi, fjör og áhyggjuleysi eru aðalþættir skap- gerðar þinnar. Jákvæðni hjálpaði. Það var alls konar húmor í kring- um þennan atburð eins og þegar ég hitti kollega mína í fyrsta sinn eftir slysið á fundi í Leikhúskjall- aranum. Ég var borinn niður í sal- inn í stólnum og þá sagði Flosi Ólafsson yfir þingheim: Oft hef ég öfundað hann Arnar vin minn, en nú vildi ég ekki hafa tærnar þar sem hann hefur hælana. Þetta var að mörgu leyti erfiðara fyrir Þórhildi en mig. Það var ekki einfalt fyrir hana að brasa með karlinn svona á sig kominn. Allt í einu var hún komin með sex börn. Þetta var árið 1983, við vorum í Sigtúnshópnum og vorum að verða gjaldþrota. Þá brá Þórhildur á það ráð að koma upp Bed and Break- fast fyrir erlenda ferðamenn og djöflaði framkvæmdum áfram þannig að til urðu fimm ný her- bergi. Við fórum í flatsæng í einu horni og svo var leigt út. Þannig náðum við að bjarga málum.“ Þú nefndir missi. Þið Þórhildur misstuð dóttur ykkar, Guðrúnu Helgu, úr krabbameini árið 2003. Það hefur verið skelfilegt áfall. „Ég vil bara orða það þannig að enginn ætti að lifa börnin sín. Menn geta lesið í það hvernig sú líðan er. Þegar frá líður er ég óskaplega þakklátur fyrir minning- arnar sem verða æ dýrmætari. En þarna er kvika, það er bara þann- ig. En að öðru leyti er barna- og barnabarnalánið mikið og sam- verustundirnar hjálpa og styrkja.“ Nú ertu sjötugur. Finnst þér tíminn hafa liðið hratt? „Tíminn hefur liðið fáránlega hratt. Svo þegar maður staldrar við og skoðar það sem maður hefur gert þá segir maður við sjálfan sig: Hvernig fór ég að þessu? Það hef- ur býsna margt komist í verk en það er líka fullt eftir ógert og með- an orkan og lífsgleðin helst er maður þakklátur.“ Arnar Jónsson Svo þegar mað- ur staldrar við og skoðar það sem maður hefur gert þá segir maður við sjálfan sig: Hvernig fór ég að þessu? Morgunblaðið/Kristinn 27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 LIFESTYLE SÍÐUSTU EINTÖKIN 2012 ÚTLIT 2.0i bensínvél - einnig fáanlegur með 2.2i dísilvél Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 18“ álfelgur Alcantara leðurinnrétting Leðurklætt stýri Rafstýrðir, upphitaðir og aðdraganlegir hliðarspeglar Rúðuþurrkur að framan með regnskynjara Þokuljós að framan Litað gler í aftari hliðarrúðum og afturrúðu Skriðstillir (Cruise Control) Tvöföld tölvustýrð loftkæling Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Hljómflutningstæki með geislaspilara og RDS útvarpi ásamt 6 hátölurum Aðgerðarhnappar fyrir hljómtæki í stýri AUX, USB og iPod tengi Hiti í sætum Hemlalæsivörn (ABS) Stöðugleikabúnaður (VSA) Stöðugleikabúnaður fyrir tengivagn (TSA) Tvöfaldir SRS loftpúðar að framan Tvöfaldir SRS hliðarloftpúðar Tvöfaldar SRS loftpúðagardínur og margt fleira. Einungis örfáir bílar í boði Skráðir 2013, ókeyrðir og næsta skoðun 2017 Tökum notaða bíla upp í og allt að 75% fjármögnun í boði tilboðsverð kr. 5.690.000 afsláttur kr. 700.000 listaverð kr. 6.390.000

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.