Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Side 16
*Með fjallaskíði á fótum geta ferðalangar farið um óbyggðir og kannað áður óþekktar slóðir »18Ferðalög og flakk
Það er eitthvað notalega nostalgíukennt við að búa í enskum smábæ,
sérstaklega þegar „vetrarhörkur“ standa yfir. Þá láta húseigendur
loga glatt í arninum svo að á kvöldin liggur létt mistur yfir öllu.
Annars notast Englendingar við nýtísku miðstöðvarkyndingu, en
eru enn fastir í stríðsárasparnaðinum. Ekki má kynda tóm hús á
daginn og algjör óþarfi að kynda á nóttunni þegar fólk er dúðað
undir sæng. Þótt ég búi í nýlegu húsi finn ég hvernig kólnar um
leið og slokknar á kyndingunni á kvöldin. Merkilegt að vera svo
umhugað um að spara, en byggja samt hús sem halda hitanum ekki
betur en þetta! Sem betur fer á ég nóg af íslenskum lopaflíkum; ég
skelli mér bara í lopapeysu og fæ mér þrítugasta tebolla dagsins.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir blaðamaður Segja má að tedrykkja sé nokkurs konar þjóðaríþrótt Breta. Ingibjörg Rósa unir sér vel í Dorset.
Meira te!
PÓSTKORT F
RÁ DORSET
arfarið er allt annað þarna eystra,“ segir Þóroddur.
Hann segir lagskiptinguna mikla og virðingu borna fyrir
þeim sem eldri séu og ofar settir í stiganum. Þá nálgist Jap-
anar öll sín verkefni af meiri alúð og áhuga en hann hafi
kynnst annars staðar.
Hann nefnir þjónustulundina sem dæmi. „Japanar hafa al-
veg ótrúlega þjónustulund, það er sama hvar maður er, í
flugi eða á bensínstöð, fólk rýkur upp til handa og fóta til að
aðstoða mann,“ segir Þóroddur.
Loftslagsráðstefnan fór fram í Kyoto meðan Þóroddur var
ytra og tók hann að sér að fjalla um hana fyrir Morg-
unblaðið. „Það var ótrúlegt ævintýri. Ég var einn frá Morg-
unblaðinu en við hliðina á mér voru sextíu manns frá CNN
og annað eins frá BBC. Manni leið virkilega eins og maður
væri staddur á vettvangi stórviðburðar.“
Engir aðrir útlendingar voru í skólanum, sem Þóroddur
var í, og fyrir vikið umgekkst hann heimamenn meira en
ella. „Útlendingar hafa tilhneigingu til að sækja hverjir í
aðra en þarna var ekki um það að ræða. Fyrir vikið tengdist
ég Japönunum betur. Þetta er mikið gæðafólk og ég ber
mikla virðingu fyrir samfélaginu og ekki síður menningunni.
Matarmenningin er til dæmis mjög heillandi.“
Japanar eru frægir fyrir vinnusemi sína og Þóroddur stað-
festir það. „Þeir eru mjög duglegir og samviskusamir í vinnu
og fara helst ekki heim fyrr en yfirmaðurinn er farinn. Fari
yfirmaðurinn á barinn eftir vinnu fylgja undirmenn hans
með. Fyrir vikið er ekki óalgengt að menn komi heim úr
vinnunni um eða eftir miðnætti,“ segir Þóroddur og skellir
upp úr.
Þóroddur fékk tækifæri til að ferðast til Japan á ný árið
2009, þegar hann fékk úthlutað vinnustofu í borginni Yama-
guchi í einn mánuð. Fátt hafði breyst á þessum rúma áratug
nema hvað heimamenn töluðu um að efnahagurinn hefði
heldur versnað. „Í þetta seinna skipti gafst mér tækifæri til
að fara til hinnar víðfrægu borgar Hiroshima,“ segir Þór-
oddur sem kom meðal annars í minnisgarðinn um kjarn-
orkusprenginguna og „Ground Zero“, sem er beint fyrir neð-
an staðinn þar sem sprengjan sprakk en hún sprakk sem
kunnugt er meðan hún var ennþá í loftinu. „Það var mjög
dramatísk upplifun að heimsækja Hiroshima.“
K
ynni Þórodds Bjarnasonar af Japan hófust árið 1997
þegar hann hélt þangað til framhaldsnáms í mynd-
list, ásamt eiginkonu sinni, Írisi Stefánsdóttur og
syninum Styrkári, sem þá var tveggja ára. Dvaldist
fjölskyldan um eins árs skeið í borginni Kitakyushu, sem er
miðja vegu milli Tókýó og Sjanghæ.
„Ég hafði nýlokið námi við Myndlista- og handíðaskólann
og stóð líka til boða að fara til London en það var miklu
meira spennandi að fara til Japan. Ég hafði heyrt myndlist-
armenn lýsa dvöl sinni þar og það kveikti í mér. Síðan er
Kitakyushu bara meira framandi en London,“ segir Þór-
oddur.
Vel var tekið á móti fjölskyldunni enda Japanar víðfrægir
fyrir gestrisni sína. Þóroddur segir íbúa Kitakyushu þó al-
mennt tala litla ensku, þannig að fingurnir voru mikið á lofti.
Fjölskyldan ferðaðist heilmikið enda þótt þau væru „pen-
ingalausir námsmenn“ og heillaðist fljótt af landi og þjóð.
„Það er margt skemmtilegt og fallegt að sjá í Japan. Þetta
er vestrænt samfélag, eins og okkar, og velmegun víðast
hvar mikil. Samt eru Ísland og Japan tvennt ólíkt. Hug-
JAPAN Í UPPÁHALDI
Allt annað hugarfar
ÞÓRODDUR BJARNASON MYNDLISTARMAÐUR HEFUR DVALIST
Í TVÍGANG Í JAPAN OG BER LANDI OG ÞJÓÐ AFAR VEL SÖGUNA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Þóroddur Bjarnason á Ground Zero í Hiroshima
2009. Heimsóknin þangað var mikil upplifun.
Þóroddur og samnemendur hans með gjörningalistamanninum Marinu
Abramović, sem var kennari við skólann veturinn 1997-98.
Dæmigert japanskt hof – þetta er í borginni Yamaguchi.