Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 24
*Heimili og hönnunSkipulagsfræðingur í miðbænum lætur mynd úr Hubble sjónaukanum þekja hurðir fataskápsins » Upphaflega fóru heilu kjallararnir í kyndiklefa ogkolageymslur í þessum gömlu húsum. Þjónustu-fólkið bjó inni á húseigendunum og hér hefur lík- legast verið nokkurs konar ráðskonuíbúð. Hér var klósett, eldhús, eitt herbergi en ekkert baðherbergi. Þetta er ákjósanlegur staður og skemmtilegt hús, teiknað af Einari Sveinssyni, sem var húsameistari Reykjavíkur. Þetta er eitt af þessum gömlu fallegu fúnkishúsum sem fáir taka eftir. Þau eru ákaflega vel hönnuð og tímalaus,“ segir Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur um húsið sem hann býr í við Skothúsveg. Útsýni yfir Tjörnina úr kjallaraíbúð Hann býr á jarðhæðinni en hefur engu að síður gott út- sýni úr flottum hornglugga í stofunni, sem er eitt einkenni fúnkishúsa. „Þetta er einstaklega góð staðsetning og ábyggilega besta útsýni sem þú færð úr kjallaraíbúð á landinu,“ segir hann og eru það orð að sönnu en það er útsýni yfir Reykjavíkurtjörn úr stofunni. „Þetta var ekki hugsað eins og hefðbundin íbúð og það þurfti að gera töluvert mikið fyrir hana. Gólfefnin voru mismunandi og það þurfti að taka þau í gegn og leggja mikið niður af heitavatnspípum og fjölga innstungum. Steypt var nýtt gólf og ég notaði þá tækifærið og setti hita í gólfið.“ Nútíma „terrazzo“ er á gólfunum, sem hæfir húsinu vel, en terrazzo-gólf voru algeng í húsum þess tíma. „Þá var notaður marmarasalli en hér er íslenskt efni í gólfinu, fylliefni úr Faxaflóa,“ segir Orri en gamla steinasafnið fékk líka að fara í gólfið og er mest áberandi í sturtugólf- inu. Íbúðin er mjög hreinleg og snyrtileg og þar virðist hver hlutur eiga sinn stað. Þarna eru engar styttur eða skraut- munir en steinar fá þó að prýða tvær gluggakistur. Í ann- arri er að finna sérdeilis fallega hrafntinnu, sem Orri tíndi á Hrafntinnuskeri en hann hefur verið mikið á fjöllum á sumrin og starfað sem leiðsögumaður. Orri er núna konungur í ríki sínu í gömlu vinnukonu- INNLIT Í PIPARSVEINAÍBÚÐ Í MIÐBÆNUM Óþol fyrir innkaupum Orri er búsettur við Skothúsveg. Hann nýtur mannlífsins í mið- bænum þar sem hann bæði býr og starfar og gengur til vinnu. ORRI GUNNARSSON SKIPULAGSFRÆÐINGUR BÝR Í HUGVITSSAMLEGA UPPGERÐRI ÍBÚÐ VIÐ SKOTHÚSVEG. HANN NÝTUR MANNLÍFSINS Í MIÐBÆNUM OG METUR STAÐSETNINGUNA MIKILS. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.