Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 28
*Matur og drykkir Áhugakokkurinn Jóhannes er óhræddur við að prófa sig áfram í matargerðinni »30 P étur Hansson og Ásta Ingólfsdóttir una hag sínum vel í Kaupmannahöfn og njóta þess að búa til góðan mat. Pétur er endurskoðandi hjá Deloitte og starfar nú hjá fyrirtækinu í Kaup- mannahöfn en hann er þar í gegnum alþjóðlegt skipti- prógramm. Ásta er í meistaranámi í málvísindum. Frí- tímann nota þau hins vegar til að elda og baka en heima á Íslandi höfðu þau gaman af fjallgöngum. „Þar sem það er ekki hægt að klífa fjall í Danmörku varð matreiðslan ofan á. Svo fórum við að birta af- raksturinn á bloggsíðu, astaogpetur.wordpress.com. Bæði var það fyrir okkur sjálf, til að halda utan um uppskriftirnar, en einnig til að leyfa vinum og fjöl- skyldu að fylgjast með okkur,“ segir Ásta. „Þá erum við líka dugleg að lesa önnur matarblogg.“ Þau Ásta og Pétur útbjuggu rauðrófubollur fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins en uppskriftina hafa þau þróað út frá uppskrift eftir danskan matreiðslu- meistara; Claus Meyer. Hann notaði gulrætur í sína uppskrift en uppskrift þeirra inniheldur rauðrófur, minni sykur og ýmsu fleiru var breytt. „Hér er alls kyns matur og hráefni sem við höfum aðgang að og hefur gefið okkur tækifæri til að prófa nýjar uppskriftir. En maður saknar líka fisksins og ís- lenska vatnsins,“ segir Pétur. Ásta bætir við að hrá- efni sem fáist ekki á Íslandi; ætiþistla og ferskan asp- as, hafi þau líka notað í fyrsta skipti í Danmörku. En eldamennskan er ekki ný af nálinni. „Við höfum eldað saman frá fyrsta degi sem við byrjuðum að búa saman fyrir núna rúmum fimm árum. Sjálfur hef ég eldað lengur, eða alveg frá því ég var unglingur og móðir mín úthlutaði mér einum degi í vikunni sem ég átti að sjá um matinn fyrir fjölskylduna. Þá varð ekki aftur snúið.“ En eruð þið jafnvíg í eldhúsinu? „Já og nei. Ég myndi segja að við værum jafngóðir kokkar en með mismunandi sérhæfingu. En einmitt á þann máta pössum við einstaklega vel saman í eldhúsinu. Til dæmis baka ég nánast aldrei á meðan Ásta er meist- arabakari og á móti sé ég oftast um matreiðslu á kjöti. Síðan hjálpumst við að sjálfsögðu að.“ Ljósmynd/Pétur Hansson PRÓFA NÝTT HRÁEFNI Í DANMÖRKU Jafnvíg í eldhúsinu Í KAUPMANNAHÖFN BÚA PÉTUR HANSSON OG ÁSTA INGÓLFSDÓTTIR ÞAR SEM ÞAU ERU Í NÁMI OG STARFI. ÞAR FYRIR UTAN ER ELDAMENNSKA AÐALÁHUGAMÁLIÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Pétur Hansson og Ásta Ingólfsdóttir blogga um matreiðslu sína. 8-10 stk. 25 g ferskt pressuger 2 ½ dl volgt vatn 500 g hveiti 1 msk. sykur 1 tsk. salt 30 g mjúkt smjör 1 stórt egg 75 g sesamfræ 1 stór rauðrófa, rifin Setjið ger, sykur og volgt vatn í skál og hrærið vel saman. Bætið salti og hveiti út í og hnoðið. Látið smjör út í deigið og hnoðið þar til deigið er mjúkt og teygjanlegt. Leggið rakt stykki yfir skálina og leyfið deiginu að lyfta sér í klukkustund. Búið til holu í miðju deigsins og brjótið eggið í hol- una. Hellið sesamfræjum og rauðrófu í holuna og teygið deigið yfir fyll- inguna svo úr verði stór deigkúla. Notið hníf eða spaða til þess að skera deigið í marga litla bita og sjáið til þess að blanda egginu, sesam- fræjum og rauðrófunni jafnt í deigið. Bitarnir þurfa ekki vera jafnstórir en deigið á að haldast saman eins og hakkabuff. Skiptið deiginu í 8-10 hluta og komið þeim fyrir á bökunarplötu með bökunarpappír. Leyfið deiginu að lyfta sér í 30 mínútur og bakið síðan í 10-15 min við 220°C án blásturs. Rauðrófubollurnar eru einstaklega góðar með smjöri og osti. Það er hægt að nota annað rót- argrænmeti í staðinn fyrir rauðróf- urnar, til dæmis gulrætur eða rófur. Einnig er lítið mál að nota aðra teg- und af fræjum í uppskriftina, til dæm- is sólblómafræ eða graskersfræ. Rauðrófubollur með sesamfræjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.