Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 34
K aup á fartölvu geta verið snúin en huga þarf að mörgum þáttum áður en af kaupunum verður. Útlit, kraftur og verð ráða oftast för hjá neytendum en fá- ir gæta að endingu og bilanatíðni tölvunnar. Þór- arinn Gunnarsson, tölvutæknimaður hjá tölvuviðgerðarþjón- ustunni Tölvulandi, segir bilanatíðni á ferðatölvum vera mjög mismunandi og fari alfarið eftir merkjum og gerða véla. „Þær tölvur sem við erum að fá til viðgerðar eru í nánast réttu hlutfalli við könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum þar sem 30 þúsund fartölvur voru kannaðar og bornar sam- an.“ Könnunin sem Þórarinn vitnar til var gerð af Square Trade en samkvæmt henni koma fartölvur frá Asus best út með minnstu bilanatíðnina en HP-tölvurnar sitja á botninum með mestu bilanatíðni. „Auðvitað getur það verið mjög mismunandi hvað bilar í tölvunum. Það verður að hafa í huga þegar litið er til bil- anatíðni,“ segir Þórarinn en hann segir byggingu tölvunar og hönnun skipta miklu máli og bendir í þeim efnum á tölv- urnar frá Apple. „Tölvurnar frá Apple eru mjög vel hann- aðar og byggðar. Þær hafa til að mynda betri kælihönnun en flestar PC-tölvur og við fáum því síður Apple-vélar inn sem eru rykstíflaðar. Varðandi Apple þá má eiginlega segja að þú fáir það sem þú ert að borga fyrir.“ Hvað ertu að kaupa? Breiddin á fartölvumarkaðnum er töluverð og mikill munur á dýrustu og ódýrustu tölvunum. Þórarinn segir verð ekki allt- af vera vísbendingu um gæði tölvunnar. „Toshiba-tölvurnar hafa þótt ódýrar en þær koma mjög vel út og eru vel byggð- ar tölvur og vandaðar. Oftast er þó verðminni vísbending um þau gæði. Asus og Sony eru til dæmis dýrar tölvur ef litið er til Bandaríkjanna en Gateway og HP eru orðnar ódýrari,“ segir Þórarinn sem mælir með að fólk kynni sér vélbúnað vélarinnar áður en veskið er tekið upp. „Mest bilanatíðni í vélum er í opistka hlutanum en það eru hlutir eins og harðir diskar. Við fáum t.d. mikið af vélum með svæðaskemmda diska sem þýðir að ákveðin svæði á diskunum eru skemmd. Þá er einnig algengt að skjákort ofhitna og skemmast en það getur einnig skemmt móðurborðið og þá er tölvan eiginlega ónýt enda borgar sig sjaldnast að gera við þær þá.“ Ending ferðatölvunnar stutt Þegar litið er til athugunar Square Trade sem gerð var í lok árs 2009 kemur í ljós að þriðja hver fartölva er ónýt innan þriggja ára. Þó að könnunin sé meira en þriggja ára gömul virðist hlutfall bilana í tölvum eftir framleiðanda hafa haldist mjög svipað að sögn Þórarins. Rannsóknin er skipt í þrjá flokka þ.e. netbook tölvur í einn flokk en þær eru litlar og léttar vélar, entry-level vélar í annan flokk en það eru ódýari fartölvur og síðan Premium laptops í þriðja flokkinn en það eru dýrustu og öflugustu vélarnar. Í ljós kom að bilanatíðni í Netbook-vélum er 20 prósent meiri en í Entry-level-vélum á fyrstu 12 mánuðunum og 40 prósent meiri bilanatíðni en í Premium-vélum. Á þriggja ára tímabili er bilanatíðnin áætluð af Square Trade vera 25,1 prósent hjá Netbook-tölvum, 20,6 prósent hjá Entry-level-vélum og 18,1 prósent hjá Premium- vélum. Þórarinn Gunnarsson tölvuviðgerðarmaður hefur gert við tölvur í fjölda ára. Morgunblaðið/Árni Sæberg TÖLVUVIÐGERÐIR OG BILANIR Asus og Apple bila sjaldan ÚTLIT OG KRAFTUR ER EKKI ALLT SEM SKIPTIR MÁLI Í FARTÖLVUNNI. FÁTT ER LEIÐINLEGRA EN BILUÐ TÖLVA OG ÞVÍ ER GOTT AÐ LÍTA Á LISTA YFIR BILANATÍÐNI OG RÆÐA VIÐ SÉRFRÆÐINGA SEM ÞEKKJA TÆKIN. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is * Í ljós kom að bilana-tíðni í Netbook-vélumer 20 prósent meiri en í Entry-level-vélum á fyrstu 12 mánuðunum og 40 prósent meiri bilanatíðni en í Premium-vélum. Bilanatíðni eftir gerð tölvu á fyrsta ári H lu ta fll bi la nn a Mánuðir frá kaupum 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 5,8% 4,7% 4,2% Netbooks Entry-level Laptops Premium Laptops Bilanatíðni eftir framleiðendum Bi la na tíð ni 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 2 ár 3 ár As us To shi ba So ny Ap ple De ll Le no vo Ac er Ga tew ay HP 15,6% 15,7% 16,8% 17,4% 18,3% 21,5% 23,3% 23,5% 25,6% Asus fartölvan kemur best út úr mælingum. *Græjur og tækniÞað hlaut að koma að því að Facebook þróaði leitarvél upp úr botnlausu upplýsingasafni sínu »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.