Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 38
*Föt og fylgihlutir Jakkar, kjólar, bolir og buxur með breiðum röndum í svörtu og hvítu verða áberandi í vor »40 Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég er mjög hrifin af stílhreinum, klassískum fötum. Þessa dagana verð ég þó oft að láta þægindin ráða því við listgreinakennaranemarnir er- um alltaf á hreyfingu. Fötin verða því að vera í samræmi við það. Hver eru bestu fatakaupin þín? Vintage Burberry trench og ELM A- line kápa En þau verstu? Úff … ég er með valminni, hef kosið að gleyma. Hverju er mest af í fataskápnum? Svörtum síðerma bolum, þeir ganga eiginlega við allt. Já ég veit frekar leiðinlegt. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur þér föt? Snið, númer 1,2 og 3. Hvar kaupir þú helst föt? Oftast nýti ég mér ferðir erlendis til þess að kaupa föt en svo á ég marga flotta vini sem eru hönnuðir og þegar ég hef efni á þá kaupi ég af þeim. Þar má nefna Thelmu, GowithJan og Dúsu. Ég var mikill aðdáandi ELM en þær eru því miður hættar. Eins finnst mér Ella ótrúlega fallegt merki og Katrín María Káradóttir yfirhönnuður þar er mjög flott kona, hönnun hennar er eins og teiknuð eftir draumum mínum. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Mér dettur ekkert í hug í augnablikinu en mér finnst hugmyndfræðin á bak við ATMO og framkvæmdin mjög flott. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Dita Von Teese, Vanessa Paradis, Tilda Swinton, Cate Blanchette, Vivi- enne Westwod, Drew Barrymore, Maggie Gyllenhaal aaah ég get haldið endalaust áfram … Ef þú þyrftir ekki að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa þér? COCO eða SUZY kjóla frá Ellu eða eitthvað frá Vivienne Westwood. Svo langar mig alveg hrikalega í Selinn frá Vík Prjónsdóttir (ekki beint flík en maður klæðir sig í hann). Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Já, ég hef aldrei misst mig í tískubylgjum (þá er ég ekki tala um vandræðalegheit unglingsáranna) þó að ég taki vissulega inn strauma og stefnur. Ég reyni alltaf að ein- blína á líkama minn og finna snið sem henta og eru klæðileg. Ég horfi líka á efnið sjálft og reyni helst að kaupa gæði. Ef þú gætir sest upp í tímavél og farið á annað tískutímabil, hvert myndirðu vilja fara? 1950 ekki spurning. Ég elska það tímabil í tísku og ég verð að viðurkenna að ég er pínu föst þar. Mér finnst líka förðunin á þeim tíma svo kvenleg og falleg. Morgunblaðið/Styrmir Kári Cate Blanchett er ein af þeim sem líta betur og betur út með hverj- um deginum. Alltaf glæsileg. ATMO-húsið við Laugaveg hýsir vörur margra ungra íslenskra hönnuða. Dita von Tesse vekur athygli hvar sem hún fer fyrir einstakan stíl. Sniðin skipta mestu máli VIGDÍS MÁSDÓTTIR LEIKKONA, MAMMA OG MEISTARANEMI VIÐ LHÍ SEGIST NÆRA ANDANN Í NÁMINU OG SÆKJA SÉR FLEIRI VERKFÆRI TIL AÐ GETA MIÐLAÐ AF LIST UM LIST. Í FATAVALI RÁÐA ÞÆGINDIN OFT FÖR EN HÚN KÝS VEL SNIÐNAR FLÍKUR SEM HENTA HENNAR LÍKAMA. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is VIGDÍS MÁSDÓTTIR LEIKKONA Suzy-kjóllinn frá ELLA er stílhreinn. Hann fæst í verslun ELLA í Ingólfsstræti og kost- ar 50.000 kr. AFP Vivienne Westwood og hennar hönnun vek- ur jafnan at- hygli fyrir dirfsku og litadýrð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.