Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 45
Gregory (lögreglufulltrúi): „Viltu benda mér á eitthvað annað?“ Holmes: „Á undarlega hegðun hundsins um nótt- ina.“ Gregory: „Hundurinn gerði ekkert um nóttina.“ Holmes: „Það er svo undarlegt.“ Dillan Eitthvert sérkennilegasta mál íslenskrar stjórn- málasögu er dillan um að óhjákvæmilegt væri að gera atlögu að íslensku stjórnarskránni vegna þess að bankajöfrar höfðu gengið svo óvarlega um bank- ana sína að þeir stóðust ekki, þegar öldur alheim- sólgu í fjármálaheimi bárust til Íslands og hrundu því um koll. Ekki hefur verið bent á neina grein stjórnarskrárinnar sem hafi verið sérstaklega með- virk í þeim hremmingum. Ef það hefði verið gert, með sannfærandi rökum, þá fengist vafalítið góð samstaða um að hafa endaskipti á slíkri óþurft- argrein. En þar sem dillumenn virðast þrátt fyrir allt ekki hafa komið auga á neina slíka grein þá vilja þeir kollvarpa stjórnarskránni í heild. Þá hrekjast menn frá bankahruni yfir í þau rök að dauður danskur kóngur og forfeður hans beri ábyrgð á ís- lensku stjórnarskránni. Það er mjög ofsagt. Nú vill raunar svo til að Danir, frændur vorir og fornir herrar, fóru ekki sjálfir á mis við darraðar- dansinn sem hófst um mitt ár 2007 og fullkomnaðist haustið 2008 og fóru tugir banka þar í landi á haus- inn og er enn að bætast í hrunköstinn. Engum manni þar í landi dettur í hug að bendla sína ómenguðu konunglegu stjórnarskrá við það. Í hinu ólögmæta stjórnlagaráði eru inn á milli góðviljaðir menn og sumir sleipir í dönsku og væri því gustuk að láta Dani vita um vá þá sem hin kóngmengaða stjórnarskrá þeirra býr þeim. En auðvitað er ekki víst að grannar okkar og frændur létu sér segjast. Þeir búa ekki endilega við betra fræðasamfélag en hið íslenska, sem sér ekki glóru í röksemdinni fyrir bröltinu og enn minna úr afurðinni af því. Af hverju er svona komið? En svona hlaut þetta að fara. Jóhönnu er að hefnast fyrir með hvaða hætti hún hóf dansinn um stjórn- arskrána. Engin raunveruleg leiðsögn var veitt. Undirleikurinn taktlaus í báðum merkingum orðs- ins, forleikurinn fáránlegur, aðalverkið burðarlaust, brotakennt og sjálfu sér sundurþykkt. Með slíkt stórvirki þannig í laginu, undirleikinn og forleikinn svona, gat eftirleikurinn ekki orðið fagur. En fyr- irsjáanlegur var hann. Jóhanna og Valgerður láta eins og það sé mála- tilbúnaði þeirra til framdráttar að nær sérhver maður í landinu, sem þekkir eitthvað til stjórn- arskrárinnar og þeirra lögmála sem um slíkar gilda, hringi nú aðvörunarbjöllum sínum svo glymur í. Þær tvær virðast líka halda að það sé boðlegt fyrir nokkra þjóð að kollvarpa sinni stjórnarskrá með ófullburða og óboðlegu plaggi í bullandi andstöðu við allt og alla. Einu tilvikin, sem hægt er að benda á í veraldarsögunni, þar sem stjórnarskrá er gerð undir slíkum formerkjum er þar sem byssustingir og byssukúlur eru taldar, en ekki orð manna eða at- kvæði þeirra. Annar formannskandídat Samfylkingarinnar virð- ist farinn að átta sig á að um 70 prósent þjóðarinnar séu andvíg því að landið sé vélað inn í ESB. Hann bregst þannig við, þegar þetta rennur loks upp fyrir honum, að þessi hluti þjóðarinnar sé „skyni skropp- inn!“. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að þingflokkur Samfylkingarinnar tilheyri þeim 30 prósentum þjóðarinnar, sem ekki eru afglapar, að mati Árna Páls Árnasonar, þótt síðustu árin hafi ekki borist nein merki úr þeim herbúðum sem myndu flokkast undir ótvíræð gáfnamerki. Nema þá í merkingunni sem Guttormur J. vitnaði til: „Gáfnamerki gott að þegja, glotta að því, sem aðrir segja, hafa spekingssvip á sér. Aldrei viðtals virða neina, virðast hugsa margt, en leyna því, sem reyndar ekkert er.“ Meðvitað meðvitundarleysi? Menn taka eftir því að þingflokkur Samfylking- arinnar virðist elta þær Jóhönnu og Valgerði blind- andi og eins og vankaður út í fenið. Án andmæla. Án aðvörunarorða. Án umhugsunar. Án þess að hlusta á nokkurn mann. Án þess að virða þá viðtals, sem best þekkja til, nema í þykjustunni. Þetta er mjög sérstæð framganga. Gregory: „Viltu benda mér á eitthvað annað?“ Holmes: „Undarlega hegðun þingflokksins.“ Gregory: „En þingflokkurinn hefur ekki gert eitt né neitt.“ Holmes: „Það er svo undarlegt.“ Morgunblaðið/Golli 27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.