Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013
Fyrsta stóra einkasýning listamannatvíeyk-
isins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar í Hol-
landi, verður opnuð í Tent-sýningarsalnum í
Rotterdam 7. febrúar næstkomandi. Libia og
Ólafur voru fulltrúar Íslands á síðasta Fen-
eyjatvíæringi og hafa vakið sívaxandi athygli á
liðnum árum fyrir samfélagslega listsköpun,
þar sem þau taka á persónulegan hátt til að
mynda á félagslegum og efnahaglegum þátt-
um mannlífsins.
Sýningin nefnist Asymmetri, eða Ósam-
hverf, og gefur yfirlit yfir verk Libiu og Ólafs
frá síðustu árum. Þau hafa verið búsett í Hol-
landi og Berlín á þeim tíma og sýnt víða um
lönd. Á sýningunni verða myndbandsverk,
innsetningar og skúlptúrar.
LIBIA OG ÓLAFUR SÝNA
ÓSAMHVERF
Yfirlitssýning á verkum Libiu Castro og Ólafs
Ólafssonar verður senn opnuð í Rotterdam.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórsveit Reykjavíkur hefur flutt lögheimilið í
Hörpu og blæs þar til klúbbkvölds.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórsveit Reykjavíkur blæs til svokallaðra
klúbbtónleika á Munnhörpunni í Hörpu á
sunnudagskvöldið og hefjast tóleikarnir
klukkan 20.30. Uppákoman er í framhaldi af
sambærilegum tónleikum sem meðal annars
hafa verið haldnir á Cafe Rosenberg og í
Kaffileikhúsinu á liðnum árum.
Á tónleikunum flytur stórsveitin blandaða
efnisskrá kraftmikillar stórsveitatónlistar
með góðu rými fyrir einleika sveitarinnar.
Nálægð áheyrenda við sveitina er mikil og
geta þeir notið veitinga meðan á tónleikum
stendur. Stjórnandi á þessum tónleikum
verður Sigurður Flosason.
KLÚBBKVÖLD STÓRSVEITAR
KRAFTABLÁSTUR
Háskólanemar sem hafa
síðustu tvö ár rannsakað
bækur og skjöl í John Ry-
lands-bókasafninu í há-
skólanum í Manchester á
Englandi, hafa fundið sann-
kallaðan fjársjóð óþekktra
grafíkverka eftir breska
ljóðskáldið og myndlist-
armanninn William Blake
(1757-1827).
Bókasafnið átti fyrir þekkt verk eftir Blake
og fræðimenn grunaði að í milljónum bóka
og skjala í safninu kynni fleira að leynast. Og
sú var raunin. Nemendur sem unnu að verk-
inu með prófessorum sínum fundu 350 æt-
ingaplötur sem nú þykir víst að séu með
hendi Blakes, ýmiskonar myndskreytinga-
verkefni sem hann hefur tekið að sér. Blake
lést lítt þekktur en er í dag talinn einn af
helstu listamönnum rómantíska tímans; snill-
ingur með einstaka og persónulega sýn.
FUNDU VERK EFTIR BLAKE
MERKUR FUNDUR
Sjálfsmynd
Williams Blake.
Óður til æskunnar“ er heiti tónleika sem haldnir verða áKjarvalsstöðum á sunnudag klukkan 17, til að minnast fæð-ingar W.A. Mozarts. Reykjavíkurborg býður til tón-
leikanna, sem eru haldnir að undirlagi Laufeyjar Sigurðardóttur
fiðluleikara.
Á tónleikunum syngur Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Mar-
grétar J. Pálmadóttur. Píanóleikari með kórnum er Antonía Hevesi
og þá tekur Laufey þátt í flutningnum með fiðlu sína.
„Tuttugu og fimm ungar stúlkur, á aldrinum 15 til 23 ára, sem
eru í Stúlknakór Reykjavíkur og úr söngskólanum Domus Vox,
koma fram. Þær eru allar í söngnámi og var boðið að taka þátt í
þessari veislu borgarinnar og Laufeyjar,“ segir Margrét stjórnandi.
„Tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum og svona ímyndar maður
sér að hafi verið á kammertónleikum í Vínarborg í gamla daga. Það
er búið að stúka af tónleikasal innan um myndverkin hans Kjarvals.
Stemningin ætti því að verða eins og á stofutónleikum.“
Margrét segir kórinn ætla að flytja sex afar ólík sönglög eftir
Mozart, ýmissar gerðar. Hefðbundin sönglög sem hluta úr messum
og lag úr óperunni Töfraflautunni eftir tónskáldið vinsæla.
„Einsöngvari með hópnum á tónleikunum er tvítug stúlka, Dag-
björt Andrésdóttir. Hún er frábærlega fín söngkona og söngurinn er
líf hennar og yndi.“
Margrét er stofnandi og stjórnandi Stúlknakórs Reykjavíkur sem
130 stúlkur skipa alls, í fjórum aldurshópum. „Á þessum tónleikum
koma aðeins fram stóru stelpurnar, þær sem eru komnar í söng-
nám,“ segir hún.
Wolfgang Amadeus Mozart fæddist 27. janúar árið 1756, fyrir 257
árum. Víða er fæðingar þessa sívinsæla og gríðarlega fjölhæfa tón-
skálds minnst með tónleikahaldi og eru þessir boðstónleikar Reykja-
víkurborgar hluti af því framtaki. Mozart lést einungis 35 ára gam-
all en skildi eftir sig um 600 verk af ólíkum toga, þar á meðal
sumar kunnustu sinfóníur, óperur og konserta sem samin hafa verið.
MINNAST FÆÐINGAR MOZARTS
Stúlkur syngja í
Mozartveislu
Margrét J. Pálmadóttir stjórnar Stúlknakór Reykjavíkur á æfingu.
„Stemningin ætti að verða eins og á stofutónleikum,“ segir hún.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STÚLKNAKÓR REYKJAVÍKUR SYNGUR Á TÓNLEIKUM Á
KJARVALSSTÖÐUM SEM BORGIN BÝÐUR TIL.
Menning
Ég þurfti að reka mig til að gera eitt-hvað,“ segir Guðmundur Ingólfssonsposkur þar sem við stöndum í sal
Ljósmyndasafns Reykjavíkur á sjöttu hæð
Grófarhúss. Við veggina í kringum okkur eru
margar hendur að festa upp rúmlega eitt
hundrað ljósmyndir Guðmundar; það sem
hann kallar af hógværð „eitthvað“, er metn-
aðarfullt ljósmyndaverkefni, tvær viðamiklar
myndraðir úr hjarta Reykjavíkur, teknar
með aldarfjórðungs millibili.
Guðmundur hefur á liðnum áratugum ver-
ið einn fremsti ljósmyndari þjóðarinnar.
Hann nam ljósmyndun hjá hinum kunna
ljósmyndara Otto Steinert í Essen í Þýska-
landi á árunum 1968 til 1971 og stofnaði ljós-
myndastofuna Ímynd eftir að hann kom aft-
ur heim. Síðan hefur hann unnið að
allrahanda ljósmyndaverkefnum, og ætíð
verið með persónuleg verkefni í takinu sam-
hliða starfi fyrir aðra. Á sýningunni Kvosin
1986 & 2011, sem verður opnuð í dag, laug-
ardag klukkan 15, eru annarsvegar svart-
hvítar ljósmyndir sem Guðmundur tók árið
1986 á 200 ára afmæli Reykjavíkur og hins-
vegar nýjar litmyndir af sömu byggingum,
sem allar eru í Kvosinni. Eldri myndirnar
tók Guðmundur á 8 x 10 tommu blaðfilmur
en þær nýju á 4 x 5 tommu blaðfilmur, og
þar sem filmurnar eru þetta stóra búa
myndirnar yfir heillandi skerpu og dýpt.
„Þegar gamla myndröðin var að verða 25
ára datt mér í hug að mynda sömu staðina
aftur og byrjaði svolítið á því. Þegar Guðný
Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður fór
að ræða mögulega endurljósmyndun við mig
þá setti ég fullan kraft í verkið,“ segir hann
en sýningin er samstarfsverkefni Ljós-
myndasafnsins og Minjasafns Reykjavíkur.
Verkefnið snýst um Kvosina en myndirnar
voru upphaflega teknar fyrir bók um svæðið
sem Guðmundur var meðhöfundur að.
„Ég var í stjórn Torfusamtakanna og það
var ákveðið að ráðast í húsakönnun í Kvos-
inni sem samtökin tóku að sér, á endanum
við Hjörleifur Stefánsson arkitekt persónu-
lega en borgarminjasafn lagði til grunn-
gagnavinnu Guðnýjar Gerðar. Bókina gáfum
við síðan út á eigin ábyrgð. Það gekk upp
þótt launin hafi ekki verið nein, eins og oft-
ast nær,“ segir Guðmundir og brosir.
Sýna flug tímans
„Þetta er Kvosin, frá Lækjargötu og yfir að
Aðalstræti,“ segir hann þar sem við göngum
milli myndanna. „Kvosin er hin upprunalega
Reykjavík. Ég held að Reykjavík sé orðin
nærri hundrað ára þegar hún fer loksins að
vaxa út fyrir Kvosina. Vesturgata, Suðurgata
og Laugavegur verða þá leiðirnar út. Við
þær götur eru fyrstu húsin utan Kvosar, fyr-
ir utan tómthúsin sem voru um allt.
Í bæði skiptin fór ég markvisst yfir svæð-
ið, myndaði og myndaði. Hér á sýningunni
eru 104 ljósmyndir en þær hefðu getað verið
400.
Í eldri seríunni reyndi ég að mynda hvert
hús en þegar ég fór aftur af stað aldarfjórð-
ungi síðar ákvað ég að taka ekki sömu sjón-
arhornin, enda höfðu aðstæður víða breyst
og ég vildi ganga frjáls til verksins og
skemmta mér við það, þó ég væri að mynda
sömu staði og hluti.“
Guðmundur tók eldri myndirnar í svart-
hvítu, eins og bókin átti að vera prentuð, en
þær nýju í lit þannig að ekki færi á milli
mála að þær séu nýrri. Þegar gengið er á
milli myndaparanna og rýnt í mannvirkin,
sem mörg hver eru í grunninn frá 19. öld, og
breytingar sem orðið hafa síðan fyrstu
myndirnar voru teknar, þá kemst áhorfand-
inn ekki hjá því að hugsa um flug tímans.
ÁHRIFARÍK HEIMILDASKRÁNING Í MIÐBORGINNI
„Vildi ganga frjáls til verksins
og skemmta mér við það“
Á SÝNINGU GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR GEFUR AÐ LÍTA TVÆR UMFANGS-
MIKLAR MYNDRAÐIR ÚR KVOSINNI. ÞÁ FYRRI TÓK HANN ÁRIÐ 1986 EN ÞÁ NÝJU ALDARFJÓRÐUNGI SÍÐAR.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Tvær ljósmyndir Guðmundar úr Austurstræti, teknar árin 1986 og 2011.
Ljósmyndir/Guðmundur Ingólfsson