Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 BÓK VIKUNNAR Fjörutíu ár eru liðin frá gosinu í Heimaey. Í bókinni Undir hraun segir Sigurður Guðmundsson frá gosnóttinni, flóttanum til meginlandsins og björgunarstarfinu. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Alltaf hlýnar manni um hjartaræt-ur þegar fréttist að prentaðarbækur séu ekki á undanhaldi vegna tilkomu rafbóka. Hið virta blað Sunday Times birti á dögunum opnu- grein um að ekkert væri hæft í fréttum af dauða prentaðra bóka vegna tilkomu rafbóka. Greinin einkenndist af smitandi sigurgleði og greinilegt var að blaða- maðurinn sem skrifaði hana stóð stað- fastlega með prentuðu bókunum. Þetta virðist vera prýðilegur blaðamaður, hann skrifaði skemmtilega og rakti nokkrar reynslusögur einstaklinga sem höfðu hrópað af gleði vegna tilkomu raf- bóka en voru nú að mestu hættir að lesa þær og höfðu snúið sér að hinni prent- uðu bók. Ósköp var nú gott að lesa grein eins og þessa í virtu erlendu stórblaði sem maður tekur mikið mark á. En það er svosem fátt einkennilegt við niðurstöður blaðamannsins. Af hverju í ósköpunum ætti fólk að snúa baki við bókum sem hægt er að safna og setja í bókaskáp og prýða þannig heimilið? Fólk sem ann bókum hlýtur að umfaðma þær og vilja hafa þær sem sýnilegastar. Ég þekki mann sem étur bækur, það er að segja hann rífur snifsi úr við- komandi bók og tyggur. Hann getur ekki étið raf- bækur. Ég þekki konu sem þefar af bókum þegar hún les þær. Hún getur ekki þefað af rafbókum. Ég klappa oft bókunum mínum. Ég sé ekki alveg fyrir mér að ég geti klappað raf- bókum – þótt sjálfsagt sé flest hægt á tækniöld. Flestir þeir sem unna bókum vilja geta snert þær og hafa þær hjá sér. Sjálfsagt er hægt að mynda tengsl við rafbækur en einhvern veginn finnst manni að til þess þurfi alveg sérstaka manngerð, einhvern sem er fast að því tækjaóður. Í greininni í Sunday Times er vitnað í sérfræðing sem segir rannsóknir sínar sýna að þeir sem hafa lesið eitthvað í prentaðri bók eru líklegri til að muna það en ef þeir lesa það sama í rafbók. Miðaldra kunningi minn segir að þessi grein í Sunday Times sé tóm þvæla. Hann þráir að vera ungur og nútíma- legur og stendur því með rafbókinni. Ég held því hins vegar fram að prentaða bókin sé sígild og standi allt af sér. Orðanna hljóðan EKKERT DREPUR BÓKINA Fátt er jafn gefandi og lestur góðra bóka. Rafbækur eru ekki að yfirtaka markaðinn. Skáldsaga Magneu J. Matthíasdóttur,Hægara pælt en kýlt, hefur verið end-urútgefin í tilefni sextugsafmælis höf- undarins. Bókin kom fyrst út árið 1978 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Bókin gerist annars vegar í heimi ævintýranna og hins vegar í heimi eiturlyfjanna og heimarnir tveir snertast og renna jafnvel saman. „Þessi bók var skrifuð af mikilli þörf,“ segir Magnea. „Þegar ég vann að henni var ég í fyrsta sinn gripin af því brjálæði sem það er að skrifa skáldsögu. Ég var gagntekin af sög- unni og ekkert annað komst að.“ Sagan gerist í tveimur heimum, æv- intýraheimi og heimi eiturlyfja. Af hverju valdirðu þér þetta efni? „Alveg frá barnæsku hef ég heillast af æv- intýrum og þau voru kannski fyrstu sögurnar sem ég byrjaði að spinna. Hvað gerist þegar ævintýrinu er lokið? Það er ekki nóg að segja: Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri. Það hlýtur að vera framhald. Þegar ég eltist fór ég að velta fyrir mér þessum heimi ævintýr- anna. Hægara pælt en kýlt fjallar um það hvað gerist eftir að ævintýrinu lýkur.“ Hvað viltu segja um eiturlyfjaþátt sög- unnar? „Það var auðvitað svo margt að gerast á þessum tíma, margar þjóðfélagsbreytingar og mörg gömul gildi dregin í efa. Við vorum að prófa okkur áfram, skoða heiminn og reyna að breyta honum til batnaðar. Ég fór í nám til Kaupmannahafnar eftir stúdentspróf og upp- lifði þar meðal annars tilurð Kristjáníu og átti marga vini sem tóku þátt í að skapa hana. Þegar ég kom heim aftur fór ég að vinna úr öllu því sem ég hafði upplifað á þessum tíma og reyna að miðla því einhvern veginn. Ætli það hafi ekki skilað sér svona.“ Hægara pælt en kýlt var fyrsta skáldsaga Magneu en áður hafði hún sent frá sér ljóða- bók. Síðan komu út Göturæsiskandídatar, ár- ið 1979, og Sætir strákar, árið 1981. Eftir það hafa ekki komið út fleiri skáldsögur frá Magn- eu sem starfar sem þýðandi og stundakennari í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Af hverju hafa ekki komið út fleiri skáldverk? „Lífið og hversdagurinn tóku í taumana,“ segir Magnea. „Maður verður að sjá fyrir sér og sínum, ég fór að lesa prófarkir, þýða bæk- ur og gera allt mögulegt. Ég er reyndar alltaf að skrifa en svo er spurning hvort ég vilji endilega sýna það. Ég á ókláraðar skáldsögur hér og þar og einstaka sinnum birtast eftir mig ljóð á prenti. Nú er ég komin á svo virðu- legan aldur að kannski fer að hægjast um og þá er möguleiki að ég snúi mér að því að full- klára þessi skáldverk – ja, eða skrifa ný.“ Þú hefur lengi starfað sem þýðandi. Finnst þér það skemmtilegt starf? „Ég er gagntekin af texta. Mér finnst gam- an að vinna við texta og eiga við texta. Það sem er svo skemmtilegt við þýðingarvinnu er að hún verður aldrei verksmiðjuvinna. Maður er alltaf að gera eitthvað nýtt. Vissulega eru viðfangsefnin misskemmtileg en ég hef verið svo heppin að ég hef fengið nóg að gera, kannski af því að mér finnst skemmtilegast að þýða skáldsögur og það er mjög mikið af þeim á markaðnum, þó að ég hafi reyndar komið að þýðingu annars konar texta. Ég þýddi til dæmis lengi talsett barnaefni.“ Gleymast þýðendur ekki alltof oft í um- ræðum um bókmenntir? „Þýðendur vilja mjög gjarnan gleymast og sömuleiðis sá skapandi þáttur sem í þýðingum felst. Það er fráleit hugmynd að þýðingar sé hægt sé að leysa með vélbúnaði, að minnsta kosti ekki í bókmenntatexta. Það er mikil skammsýni að halda að tungumál sé eins og orðabók. Þýðingar lærir maður ekki svo glatt nema með því að þýða. Með þýðingum er ver- ið að miðla texta á milli tveggja menningar- heima sem eru alls ólíkir. Sú menningar- miðlun sem felst í þýðingum er kannski mest spennandi þátturinn við þær.“ HÆGARA PÆLT EN KÝLT VAR SKRIFUÐ AF MIKILLI ÞÖRF Gagntekin af texta Magnea J. Matthíasdóttir „Þegar ég eltist fór ég að velta fyrir mér þessum heimi ævintýranna. Hægara pælt en kýlt fjallar um það hvað gerist eftir að ævintýrinu lýkur.“ Morgunblaðið/RAX FYRSTA SKÁLDSAGA MAGNEU J. MATTHÍASDÓTTUR, HÆGARA PÆLT EN KÝLT, HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN. Mín kynslóð var alin upp af Halldóri Kiljan Laxness. Verk hans, sögur og ekki síður ritgerðir, mótuðu hugmyndir mínar og viðhorf lengi, og kannski um of. Það segir meir en flest annað um mat á bók- um hve oft þær eru lesnar aftur. Þrjár sög- ur les ég nær því árlega, og finnst æ meir til um þær. Þær eru Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, The Heart of Darkness eftir Joseph Conrad og Der Tod in Venedig eftir Thomas Mann. Tvær aðrar bækur les ég alltaf annað kastið. Þær eru: Maður og kona eftir Jón Thoroddsen og Treasure Island eftir R. L. Stevenson. Ég tek bækurnar sem Þórbergur rit- aði eftir séra Árna Þórarinssyni oft úr hillunni og les. Fjallkirkjan og Svartfugl, Íslandsklukkan, Atómstöðin, Gerpla, Brekku- kotsannáll eru alltaf jafn heillandi. Og á erlendum tungum? Agatha Christie og P. G. Wodehouse og lýsingar þeirra á samfélagi sem maður heldur að sé til á Englandi, Le Rouge et le Noir eftir Stendahl, Le Pére Goriot eftir Bal- zac, Mémoires d’Hadrien og L’Oeuvre au noir eftir Yourcen- ar, La Peste og La Chute eftir Camus, Desert eftir Le Clèzio, Siddharta eftir Hesse, Hemsöborna eftir Strindberg, les þær- annað kastið. Og að undanförnu hef ég verið niðursokkinn í Mé- moires d’outre-tombe eftir Chateaubriand. Slæm mistök urðu í síðustu viku þegar röng mynd og röng kynning rötuðu í þennan dálk. Þau leiðu mistök eru nú leiðrétt. Í UPPÁHALDI HARALDUR ÓLAFSSON PRÓFESSOR Haraldur Ólafsson prófessor á sér fjölmargar uppáhaldsbækur. Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Gunnarsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.