Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 57
27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Lögreglustjóri Napóleons, ævisaga Josephs Fouché eftir Stefan Zweig, kom fyrst út á íslensku árið 1944 og hefur nú verið endurútgefin í kilju. Zweig er í hópi allra skemmtilegustu ævisagnarit- ara og bók hans um hin tæki- færissinnaða og slæga Fo- uché er einstaklega læsileg. Zweig leggur mikið upp úr því að greina persónuleika aðalpersónu sinnar sem lifði á ólgutímum og lifði af. Þýðing Magnúsar Magn- ússonar er mikið afbragð. Örlagasaga tækifæris- sinna Nú líður senn að því að kilju- útgáfan taki kipp, en dæmin sanna að mikil eftirspurn er eftir þýddum kiljum á þessum árstíma. Nýjasta skáldsaga Hanne-Vibeke Holst, hin mjög svo viðburðaríka Iðrun, kom nýlega út í kilju og sjá fyrsta prentun er þegar uppseld! Í næsta mánuði er svo von á bók eftir Emm- anuel Carrere, Líf annara en mín. Áður hafa komið út eftir sama höfund bækurnar Óvinurinn og verðlaunabókin Skíðaferðin sem báðar fengu afbragðs dóma gagnrýnenda. Önnur bók sem er væntanleg ber forvitnilegan titil en hún nefnist Sumar án karlmanna. Höfundurinn er Siri Hustvedt, en hún er marglofaður rithöfundur og eiginkona hins heimsfræga rithöfundar Paul Auster. CARRERE OG HUSTVEDT VÆNTANLEG Á ÍSLENSKU Líf annara en mín eftir Emmanuel Carrere er væntanleg í íslenskri þýðingu en hann er þekktur fyrir gæðabækur. Það eru ekki eingöngu þýðingar á erlendum verkum sem vænt- anlegar eru á næstu vikum heldur munu allnokkrar jóla- bókanna rata í kiljuútgáfu. Frá stærsta forlagi landsins, Forlag- inu koma nokkrar slíkar kiljur þar á meðal Sjóræninginn, hin einlæga og áhrifamikla frásögn Jóns Gnarr af erfiðum ung- lingsárum. Hvítfeld, fjöl- skyldusaga Kristínar Eiríks- dóttur, mun einnig koma út í kilju, en sú bók hefur vakið all- nokkra athygli. Hin vel byggða Kantata Kristínar Marju Baldursdóttur verður sömuleiðis að kilju eins og hressilegt lokabindi Einars Kárasonar um Sturlungasögu, Skáld. Illska eftir Eirík Örn Norð- dahl er svo fimmta kiljan. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi því mun fleiri jólabækur íslenskra höfunda munu rata í kiljuútgáfu á næstu mánuðum. Bókaunnendur þurfa því ekk- ert að örvænta þótt þeir hafi ekki fengið óskabókina í jólagjöf þetta árið, þeir munu mjög sennilega geta keypt hana sem kilju. Það er nóg að gerast í bókaheiminum. Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent í byrjun febrúar en Illska er einmitt ein þeirra bóka sem þar eru tilnefndar. Bókamark- aðurinn sívinsæli hefst svo í lok febrúar en þar eru bækur á einstöku verði. Eiríkur Örn Norðdahl Skáldsaga hans Illska kemur út í kilju. JÓLABÆKURNAR VERÐA KILJUR Zweig, Hálsa- skógur, Rand og Marias NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR ÞÓTT EKKI SÉ MIKIÐ UM NÝJAR BÆKUR Á MARKAÐI ÞESSAR VIKURNAR ER ÞÓ ÝMISLEGT SEM MÁ FINNA, VILJI MENN KAUPA EITTHVAÐ ANNAÐ EN JÓLABÆKURNAR Á ÚTSÖLU. BÖRNIN FÁ DÝRIN Í HÁLSASKÓGI OG FULLORÐNIR GETA LESIÐ KLASSÍSKA SAGNFRÆÐI EÐA LEITAÐ Í SKÁLDSKAP Í KILJUM. Öll börn hljóta að vera aðdá- endur Dýranna í Hálsaskógi en Mikki refur og Lilli klifurmús hafa í áratugi skemmt þeim. Nú kemur saga Thorbjørns Egner, Lilli klifurmús og hin dýrin í skóginum, út á íslensku í þriðja sinn í þýðingu Huldu Valtýsdótt- ur og Kristjáns frá Djúpalæk. Þetta er falleg en um leið fjör- mikil saga um dýrin í skóginum sem flest hver þrá frið og öryggi. Dýrin í skóginum * Sek kona er annað en sek móðir.Vigdís Grímsdóttir BÓKSALA 16.-22. JANÚAR Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Sjóræninginn - skálduð ævisagaJón Gnarr 2 6 kíló á 6 vikumUlrika Davisson 3 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 4 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 5 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir 6 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjorn Egner 7 Græðarinn - kiljaAntti Tuomainen 8 Undir hraunSigurður Guðmundsson 9 Boðskapur Lúsifers - kiljaTom Egeland 10 Hvítfeld - fjölskyldusagaKristín Eiríksdóttir Kiljur 1 GræðarinnAntti Tuomainen 2 Boðskapur LúsifersTom Egeland 3 IðrunHanne-Vibeke Holst 4 Hin ótrúlega pílagrímsgangaHarolds Fry Rachel Joyce 5 Sagan af PíYann Martel 6 MýrinArnaldur Indriðason 7 MávahláturKristín Marja Baldursdóttir 8 Game of Thrones - KrúnuleikarGeorge R.R. Martin 9 Þú hafhjúpar migSylvia Day 10 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Seint fyrnast fornar ástir. Hin þekkta bók Ayn Rand, Undirstaðan, er tæpar 1.200 síður, þannig að enginn lesandi flýgur í gegnum verkið. Bókin er sérkennileg blanda af sápu og hug- myndafræði um mikilvægi einstaklingsframtaksins og yfirburði þeirra sem óhræddir fara eigin leiðir. Rand er ögrandi rithöfundur og mun alltaf verða umdeild en hún á sér staðfastan og fjölmennan lesendahóp og hægrimenn hafa skiljanlega á henni sérstakt dálæti. Ögrandi rithöfundur Gagnrýnendur dagblaðsins El Pais kusu Ást eftir Javier Marias bók ársins 2011. Bók- in er komin út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Ei- ríksdóttur. Í bókinni er fjallað um hryllilegan atburð í lífi ástfanginna hjóna og eftirleik- inn. Þetta er bók um ást og dauða, sannleika og lygi. Hér er á ferð vönduð verðlauna- skáldsaga eftir rithöfund sem nýtur mikillar virðingar víða um heim og á fjölda aðdá- enda. Bók um ást og dauða, sannleika og lygi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.