Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Side 59
27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1 . Gestirnir fá yl við að verða vel búnir. (11) 7. Skítugur flanar til þeirra sem telja sig útvalda. (9) 9. Úrskurður skriðu er örlög. (10) 12. Íbúfen tapar ef A og tala kemur fyrir fjöldann. (9) 13. Var æ inntak að sögn líkt og stykki. (10) 14. Grunnnámið tapast án þess að veiðistaður birtist. (8) 15. Sonur Óðins ráði við harðstjóra. (7) 16. Skakkur og durtslegur. (6) 17. Heldur feit en gjaldgeng. (8) 19. Allt í lagi með inntak. (4) 21. Hreyfing við mynni sér sem eina óæskilega hegðun. (8) 24. Góður andi eftir Ólympíuleika án söngs sem er kraumandi. (7) 25. Festa Akureyrarbæ. (5) 26. Heilagir skóa karl út af því sem er hættulegast. (11) 28. Fæddi hálfbrjáluð með ókyrrð. (4) 29. Karlkyni hent einhvern veginn og hrakið. (6) 32. Norðurlandabúar eftir bardagakraft hitta duglegar. (11) 34. Flutningstæki með stöng er nóg fyrir þekkta æfingu. (8) 35. Með drukk ert að snúa í átt að vindi. (7) 36. Námsgrein sem er ekki gott að fá. (10) LÓÐRÉTT 1. Þrátt fyrir allt starf á núlíðandi tíð. (6) 2. Sjónvarp í vegi andi án þess að vera alveg visst. (11) 3. Borgun blóðsugu er ekki mikil. (8) 4. Grunum á um ýfingu. (5) 5. Gortuðuð með þeim fyrsta til að rugla það sem hefur orða- forða. (9) 6. Karlfugli stel með höggi í boði. (8) 8. Sveigð kú og föndur sýna fugl. (7) 10. Meta nóló næstum því með vökva. (7) 11. Dust hjá erlendum konungi á fellingu. (7) 16. Sárin og meiðsl fá hey einfaldlega á slæmum stöðum. (11) 17. Helst ágengast. (7) 18. Skip nær að duga með grammi. (5) 20. Gulstararflói án þess að hafa stóra málleysingja. (9) 22. Harðráður dónaskapur fer í pakka. (9) 23. Finni aftur borinn. (10) 24. Pumpar á hálfgerðri bensínstöð fyrir óviðráðanlega. (6) 27. Erlent grænmeti borðar við ullarvinnu. (7) 30. Klukka ofar skrefar. (6) 31. Bjarni með ykkur finnur hafur. (6) 33. OK. Tankur hefur kolvetnistegund. (5) Davíð Kjartansson og Omar Sa- lama hafa verið í algerum sér- flokki á Skákþingi Reykjavíkur, Kornaxmótinu; áður en loka- umferðin fór fram sl. föstudags- kvöld höfðu þeir gert innbyrðis jafntefli og unnið allar aðrar skák- ir sínar, hlotið 7½ vinning. Þetta kemur kannski ekki á óvart en von var þó á meiri keppni frá Einari Hjalta Jenssyni, Daða Ómarssyni og Sævari Bjarnasyni. Ekki er ósennilegt að einvígi þurfi til að útkljá keppni þeirra. Næstir á eft- ir þeim í 3.-4. sæti voru Einar Hjalti og Mikhael Jóhann Karls- son með 6 vinninga. Þátttaka á Skákþing Reykjavík- ur er góð upphitun fyrir átökin á skákvertíðinni í vetur. Framundan er Íslandsmót skákfélaga, Reykja- víkurskákmótið í Hörpu og Skák- þingi Íslands. Og ýmis önnur mót eru einnig á dagskrá t.d. Norð- urlandamót grunnskólanema sem að þessu sinn fer fram á Íslandi. Þar er Akureyringurinn Mikhael Jóhann meðal keppenda en hann vann góðan sigur á Lenku Ptacni- kovu i 8. umferð: Mikhael J. Karlsson – Lenka Ptacnikova Enskur leikur 1. c4 c5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 Rc6 5. Rf3 d6 6. 0-0 e5 Þessi leikur hefur átt vinsældum að fagna undanfarið. Svartur lokar miðborðinu en þarf stundum að kljást við veikleika á hvítu reit- unum. 7. d3 Rge7 8. Hb1 0-0 9. a3 a5 10. Bd2 h6 11. e3 f5 12. Dc2 g5 13. Rb5 Be6 14. Bc3 f4 15. Rd2 Rf5 16. Hfe1 Dd7 17. Re4 fxe3 18. fxe3 b6 Hvítur hótaði 19. Rbxd6 með hugmyndinni 19. … Rxd6 20. Rxc5 ásamt 21. Rxe6 – ef drottningin tekur á e6 kemur 22. Bd5 með banvænni leppun. 19. b4 axb4? Opnar taflið of mikið. Betra er 19. … g4 og staðan ætti að vera í jafnvægi. 20. axb4 Rxb4 21. Bxb4 cxb4 22. Hxb4 d5 23. cxd5 Bxd5 24. Rbc3 Hvítur er með traust frumkvæði eftir þennan leik. Annar álitlegur möguleiki var 24. Dc7. 24. … Hac8 25. Db1 Ba8 26. Ra4 Da7 27. Rxb6 Hb8 28. Rc5 Bxg2 29. Kxg2 Df7 30. Db3! Svartur hótaði 30. … Rxe3+. Svartur þolir illa drottningarupp- skiptin sem treysta yfirburði hvíts. 30. … Kh7 31. Dxf7 Hxf7 32. Rd5 Hc8? Lenka var í miklu tímahraki, 90 30 tempóið er krefjandi. Hún gat varist betur með 32. … Hxb4 33. Rxb4 Bf8 og hvítur á ekkert betra en 34. Rba6. 33. Hc4 Bf8 34. Re4 Hd8 35. Ref6+ Kh8 36. e4 Rd4 37. Rg4 Bg7 38. Hf1 Ha7 39. Hf2! Mikhael hefur teflt þennan þátt skákarinnar af miklu öryggi. Það er erfitt að verja svört stöðuna með afar litinn tíma aflögu. 39. … Hb8 40. Rdf6 Ha3 41. Rxe5! Hótar 42. Rg6 mát. Eftirleik- urinn er auðveldur. 41. … Bxf6 42. Hxf6 He8 43. Hxh6+ Kg7 44. Hg6+ Kf8 45. Rd7+ Kf7 46. Hf6+ Kg7 47. Hxd4 Hd8 48. Hg6 Ha7 49. Hxg5 – og svartur gafst upp. Magnús Carlsen fer hamförum í Wijk aan Zee Menn eru í alvöru að ræða þann möguleika að Magnús Carlsen nái einhvern tímann 2900 elo-stigum sem hingað til hefur verið talið al- gerlega útilokað. Eftir að hafa landað hverjum sigrinum á fætur öðrum í löngum endatöflum hefur Magnús náð að slíta sig frá öðrum keppinautum fyrir lokasprettinn um helgina. Staða efstu manna eftir tíu umferðir af þrettán: 1. Carlsen 8 v. 2. – 4. Anand, Aronjan og Nakamura 6½ v. 5. Karjakin 6 v. Hjörvar Steinn Grétarsson byrj- aði vel í C-flokki, tapaði síðan þrem skákum með hvítu, vann aft- ur í 10. umferð og er með 50% vinningshlutfall. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Davíð og Omar Salama leiða Kornaxmótið Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegis- móum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 27. janúar renn- ur út á hádegi 1. febrúar. Nafn vinningshafa er birt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 3. febrúar. Vinningshafi krossgátunnar 20. janúar er Óskar H. Ólafsson, Dalengi 2, Selfossi. Hann hlýtur í verðlaun bókina Sjóræninginn eftir Jón Gnarr. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.